Samfélagsmiðlar

Sumarverðið 2014: Ódýrustu fargjöldin til 5 borga

Hvað kostar að fljúga til Alicante, Barcelona, Hamborgar, Mílanó og Zurich í sumar og hvernig hefur verðið þróast? Túristi hefur fylgst með verðþróuninni.

Umferð um Keflavíkurflugvöll mun aukast í ár ef áætlanir forsvarsmanna flugvallarins og flugfélaganna ganga eftir. Og þetta aukna framboð hefur áhrif á fargjöldin því sá sem bókar far í dag til Alicante, Barcelona, Hamborgar eða Mílanó borgar almennt minna en sá sem það gerði þennan sama dag í fyrra. Farið til Zurich hefur hins vegar hækkað milli ára eins og sjá má hér fyrir neðan.

Kannanir Túrista voru gerðar í dag og 8. janúar 2013 og fundnar voru ódýrustu ferðirnar, báðar leiðir, með brottför í hverjum sumarmánuði fyrir sig. Miðað er við að dvölin í útlöndum sé ein til tvær vikur. Heimferðin getur því verið í öðrum mánuði en brottförin t.d. ef ódýrasta ferðin út er í síðustu viku júnímánaðar og ódýrasta ferðin til Íslands er í fyrstu viku júlí.

Farangurs- og bókunargjöldum er bætt við farmiðaverðið þegar við á og gengi dagsins í dag er notað til að reikna út verð erlendu félaganna.

Alicante – bilið breikkar á milli félaga

Í fyrra voru ódýrustu fargjöldin til Alicante í kringum fimmtíu þúsund krónur. Núna býður Primera Air hins vegar farið á rúmar fjörtíu þúsund í júní og júlí og það er hægt að finna ennþá ódýrara far í ágúst. Lægstu fargjöld Wow Air til Alicante hafa hins vegar hækkað um allt að fimmtung.

 Primera Air
WOW air
Jún40.899 kr.62.283 kr.
Júl40.899 kr.64.298 kr.
Ágú33.189 kr.56.283 kr.

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Alicante

Barcelona – Spánverjar bjóða betur en Íslendingar

Spænska lággjaldaflugfélagið Vueling hóf að fljúga til Íslands í fyrra. Lægstu fargjöld félagins eru um rúmum tíu þúsund krónum ódýrari en það sem bauðst best í fyrra. Icelandair hefur lækkað sitt verð í júní um fimmtung og Wow Air um 7 prósent.

 IcelandairVuelingWOW air
Jún52.810 kr.44.794 kr.55.610 kr.
Júl58.910 kr.44.794 kr.57.610 kr.
Ágú52.810 kr.49.540 kr.61.610 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Barcelona

Hamborg – Enginn munur milli mánaða

Lufthansa hefur látið dótturfélagi sínu German Wings eftir flugið milli Keflavíkur og Hamborgar. En þangað fljúga einnig Airberlin og Icelandair. Þýsku félögin eru ódýrari í júní en ódýrustu fargjöld Icelandair í júlí og ágúst eru þau lægstu á markaðnum og eru þau örlítið lægri en í fyrra.

 AirberlinGerman WingsIcelandair
Jún32.525 kr.35.358 kr.41.060 kr.
Júl42.017 kr.54.201 kr.41.060 kr.
Ágú42.017 kr.43.284 kr.41.060 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Hamborg

 

Mílanó – júní og júlí lækka í verði

Mílanó er eina ítalska borgin sem hægt er að fljúga beint til frá Keflavík. Í fyrra var Wow Air með lægsta farið til borgarinnar og kostaði það tæpar 57 þúsund krónur. Núna hafa ódýrustu fargjöld félagsins, að viðbættu farangurs- og bókunargjaldi, lækkað og hægt er að fljúga til Mílanó í júní fyrir um 45 þúsund krónur. Farmiði í júlí er líka lægra núna en þar sem Ítalir streyma aðallega til Íslands í ágúst þá er verðið þá hátt.

 IcelandairWOW air
Jún54.120 kr.44.837 kr.
Júl54.120 kr.50.837 kr.
Ágú71.360 kr.58.837 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Mílanó

Zurich – Farið hækkar þrátt fyrir fleiri ferðir

Ódýrustu fargjöldin til stærstu borgar Zurich hafa hækkað frá því í fyrra. Þá bauð Icelandair farið fyrir um 53 þúsund krónur en núna hefur verðið í júlí og ágúst hækkað þó ferðunum hafi fjölgað.

 IcelandairWOW air
Jún52.520 kr.57.928 kr.
Júl58.720 kr.65.928 kr.
Ágú58.720 kr.65.928 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Zurich

Vinsælt: Svona borgar þú minna fyrir bílaleigubíl
TILBOÐ: 3ja nóttin frí í Edinborg fyrir lesendur Túrista

Mynd: Zuerich.com

 

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …