Samfélagsmiðlar

Sumarverðið 2014: Ódýrustu fargjöldin til 5 borga

Hvað kostar að fljúga til Alicante, Barcelona, Hamborgar, Mílanó og Zurich í sumar og hvernig hefur verðið þróast? Túristi hefur fylgst með verðþróuninni.

Umferð um Keflavíkurflugvöll mun aukast í ár ef áætlanir forsvarsmanna flugvallarins og flugfélaganna ganga eftir. Og þetta aukna framboð hefur áhrif á fargjöldin því sá sem bókar far í dag til Alicante, Barcelona, Hamborgar eða Mílanó borgar almennt minna en sá sem það gerði þennan sama dag í fyrra. Farið til Zurich hefur hins vegar hækkað milli ára eins og sjá má hér fyrir neðan.

Kannanir Túrista voru gerðar í dag og 8. janúar 2013 og fundnar voru ódýrustu ferðirnar, báðar leiðir, með brottför í hverjum sumarmánuði fyrir sig. Miðað er við að dvölin í útlöndum sé ein til tvær vikur. Heimferðin getur því verið í öðrum mánuði en brottförin t.d. ef ódýrasta ferðin út er í síðustu viku júnímánaðar og ódýrasta ferðin til Íslands er í fyrstu viku júlí.

Farangurs- og bókunargjöldum er bætt við farmiðaverðið þegar við á og gengi dagsins í dag er notað til að reikna út verð erlendu félaganna.

Alicante – bilið breikkar á milli félaga

Í fyrra voru ódýrustu fargjöldin til Alicante í kringum fimmtíu þúsund krónur. Núna býður Primera Air hins vegar farið á rúmar fjörtíu þúsund í júní og júlí og það er hægt að finna ennþá ódýrara far í ágúst. Lægstu fargjöld Wow Air til Alicante hafa hins vegar hækkað um allt að fimmtung.

 Primera Air
WOW air
Jún40.899 kr.62.283 kr.
Júl40.899 kr.64.298 kr.
Ágú33.189 kr.56.283 kr.

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Alicante

Barcelona – Spánverjar bjóða betur en Íslendingar

Spænska lággjaldaflugfélagið Vueling hóf að fljúga til Íslands í fyrra. Lægstu fargjöld félagins eru um rúmum tíu þúsund krónum ódýrari en það sem bauðst best í fyrra. Icelandair hefur lækkað sitt verð í júní um fimmtung og Wow Air um 7 prósent.

 IcelandairVuelingWOW air
Jún52.810 kr.44.794 kr.55.610 kr.
Júl58.910 kr.44.794 kr.57.610 kr.
Ágú52.810 kr.49.540 kr.61.610 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Barcelona

Hamborg – Enginn munur milli mánaða

Lufthansa hefur látið dótturfélagi sínu German Wings eftir flugið milli Keflavíkur og Hamborgar. En þangað fljúga einnig Airberlin og Icelandair. Þýsku félögin eru ódýrari í júní en ódýrustu fargjöld Icelandair í júlí og ágúst eru þau lægstu á markaðnum og eru þau örlítið lægri en í fyrra.

 AirberlinGerman WingsIcelandair
Jún32.525 kr.35.358 kr.41.060 kr.
Júl42.017 kr.54.201 kr.41.060 kr.
Ágú42.017 kr.43.284 kr.41.060 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Hamborg

 

Mílanó – júní og júlí lækka í verði

Mílanó er eina ítalska borgin sem hægt er að fljúga beint til frá Keflavík. Í fyrra var Wow Air með lægsta farið til borgarinnar og kostaði það tæpar 57 þúsund krónur. Núna hafa ódýrustu fargjöld félagsins, að viðbættu farangurs- og bókunargjaldi, lækkað og hægt er að fljúga til Mílanó í júní fyrir um 45 þúsund krónur. Farmiði í júlí er líka lægra núna en þar sem Ítalir streyma aðallega til Íslands í ágúst þá er verðið þá hátt.

 IcelandairWOW air
Jún54.120 kr.44.837 kr.
Júl54.120 kr.50.837 kr.
Ágú71.360 kr.58.837 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Mílanó

Zurich – Farið hækkar þrátt fyrir fleiri ferðir

Ódýrustu fargjöldin til stærstu borgar Zurich hafa hækkað frá því í fyrra. Þá bauð Icelandair farið fyrir um 53 þúsund krónur en núna hefur verðið í júlí og ágúst hækkað þó ferðunum hafi fjölgað.

 IcelandairWOW air
Jún52.520 kr.57.928 kr.
Júl58.720 kr.65.928 kr.
Ágú58.720 kr.65.928 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Zurich

Vinsælt: Svona borgar þú minna fyrir bílaleigubíl
TILBOÐ: 3ja nóttin frí í Edinborg fyrir lesendur Túrista

Mynd: Zuerich.com

 

Nýtt efni

Þann 12. ágúst árið 2022 voru liðin meira en 33 ár frá því að múslímaklerkar í Íran dæmdu Salman Rushdie til dauða fyrir að hafa talað óvarlega um Múhameð spámann. Þennan ágústdag hafði Salman verið fenginn til að tala á ráðstefnu í New York um nauðsyn þess að búa til öruggt athvarf fyrir rithöfunda sem …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …