Samfélagsmiðlar

Ósammála um vægi Samkeppniseftirlitsins

Forstjóri Wow Air segir forsvarsmenn Keflavíkurflugvallar vernda hagsmuni Icelandair með því að verða ekki við úrskurði Samkeppnisstofnunnar. Deilan er tilkomin vegna plássleysis við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Ekki er víst að nokkuð verði úr áætlunum Wow Air um flug til Bandaríkjanna í ár samkvæmt því sem kemur fram í tilkynningu frá félaginu í dag. Ástæðan er sögð vera sú að Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fallist á kröfu Isavia, rekstraraðili Keflavíkurflugvallar, um að fresta réttaráhrifum úrskurðar Samkeppnisstofnunnar. En stofnunin komst að þeirri niðurstöðu í byrjun nóvember að Wow Air ætti að fá tvo afgreiðslutíma að morgni og seinnipart dags fyrir flug til Bandaríkjanna. Isavia og Icelandair kærðu þá niðurstöðu.

Í tilkynningu Isavia frá þeim tíma kemur fram að stjórnendum þess sé ekki heimilt að grípa inn í úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli þar sem hún sé framkvæmd af óháðum, alþjóðlegum aðila. Sá aðili er fyrirtækið Airport Coordination i Danmörku. Í samtali við Túrista í dag staðfestir framkvæmdastjóri þess, Frank Holton, að tímum sé úthlutað samkvæmt reglum IATA, alþjóðlegra samtaka flugfélaga og Evrópusambandsins. Þar kemur m.a. að fram að ekki megi taka afgreiðslutíma af flugfélagi til að hleypa nýjum aðila að.

Frank Holton segir að Ísland sé aðili að þessum samningi og samkeppnisyfirvöld í einu landi geti ekki úrskurðað þvert á efni samkomulagsins. Þessu eru forsvarsmenn Wow Air ekki sammála. Í svari Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa Wow Air, við fyrirspurn Túrista, segir að það sé skýrt í niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins að Isavia geti og beri að afhenda WOW air tiltekna afgreiðslutíma. „Innlend samkeppnislög og þjóðarhagsmunir vega ávallt þyngra heldur en alþjóðleg bókunarkerfi,“ segir jafnframt í svarinu. Frank Holton telur það ekki standast og vísar í að fluggeirinn sé alþjóðlegur iðnaður sem erfitt væri að starfrækja ef reglur í hverju landi fyrir sig myndu vega þyngra en alþjóðlegar samþykktir.

50 mínútna munur

Svanhvít segir að til að byrja með hafi ætlunin verið að fljúga sex sinnum í viku til Boston. En félagið sótti upphaflega um afgreiðslutíma fyrir flug til New York og Boston. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia fékk Wow Air tíma fyrir flug til Boston klukkan 17:40 en hafði beðið um tíma fimmtíu mínútum fyrr. Ástæðan er skortur á brottfararhliðum fyrir flug til landa utan Schengen á háannatímum.

TILBOÐ: 25% AFSLÁTTUR Í LONDONÞRIÐJA NÓTTIN FRÍ Í EDINBORG
NÝJAR GREINAR: 10 ráð fyrir flughrædda

Nýtt efni

Almennu hlutafjárútboði Play lauk í gær og bárust tilboð upp á 105 milljónir króna en lagt var upp með að selja nýtt hlutafé fyrir allt að 500 milljónir króna. Þátttaka almennings í hlutafjáraukningu Play í nóvember 2022 var heldur ekki í takt við framboð. Þá lögðu stærstu hluthafar félagsins því til 2,3 milljarða króna. Það …

Bandarísk flugfélög hvetja Biden-stjórnina í Bandaríkjunum til að gefa ekki út fleiri flugleyfi fyrir kínverska keppinauta þeirra í flugi milli Kína og Bandaríkjanna. Vísað er til samkeppnishindrana sem flugmálayfirvöld í Kína beita erlend flugfélög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna gaf það út í febrúar að kínversk flugfélög gætu boðið allt að 50 flugferðir á …

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …

Kínverski bílaframleiðandinn Chery virðist vera að ná samningum um að eignast fyrstu verksmiðju sína í Evrópu, nánar tiltekið í katalónska höfuðstaðnum Barselóna á Spáni. Um er að ræða verksmiðju sem Nissan lokaði árið 2021 og er markmið yfirvalda á Spáni og héraðsstjórnarinnar í Katalóníu að endurheimta þau 1.600 störf sem þá glötuðust. Nú hefur katalónski …