Samfélagsmiðlar

Vesenið með þjórféð

kaffi 860

Á að námunda upp að næsta tug, gefa tíu eða fimmtán prósent eða bara sleppa því? Hér er reynt að ráða í hinar óskrifuðu reglur um þjórfé í hinum ýmsu löndum.

Kreditkortagreiðslur hafa gert það einfaldara að gefa þjórfé. Um leið og pinnið er slegið inn posann þá gefst kúnnanum oft möguleiki á að bæta við reikninginn. Þörfin á að vera með úrval af smámynt og seðlum er því ekki eins mikil og hún var. Það er samt ekki einfalt að vita hversu mikið á að gefa í hverju landi fyrir sig. Á heimasíðum ferðamálayfirvalda eru oft að finna upplýsingar um þennan málaflokk og hér eru þær reglur sem gott er að hafa bakvið eyrað til að móðga engan og komast hjá því að borga of mikið.

Bandaríkin og Kanada

Víðast hvar dugar að bæta tíund við reikninginn en fimmtán prósent er meira í takt við það sem heimamenn gera. Íbúar New York borgar eru þó mun gjafmildari og þjónustufólk þar er vant því að viðskiptavinir bæti um fimmtungi við reikninginn. Á kaffihúsum og skyndibitastöðum er þjórféið oftast látið í krukkur við kassann. Leigubílstjórar fá líka sína tíund. Ef taskan er borin upp á herbergi fyrir þig þá skal gefa nokkra dollara. En þess háttar þjónusta er reyndar ansi fátíð.

Bretland

Á breskri grundu er þjónustugjaldinu ekki alltaf bætt við og því þarf að skoða reikninginn áður en gefið er þjórfé til að komast hjá því að tvíborga. Ef gjaldið er ekki innifalið er til siðs að bæta 10 til 15 prósentum ofan á. Sömu sögu er að segja um leigubíla.

Frakkland

Þjónar í París eru víst ekki vanir því að gestirnir skilji eftir handa þeim ríkulegt þjórfé. Þjónustugjaldið er innifalið (merkt „service compris”) og á að duga. En það er líka í lagi að skilja eftir smá klink, t.d. nokkrar evrur á veitingastað en minna á kaffihúsum.

Norðurlöndin

Margur hefði haldið að sömu reglur giltu meðal frændþjóðanna og hér á landi varðandi drykkjupeninga. Svo er þó ekki raunin. Þjónar í Skandinavíu reikna til dæmis með smá viðbót en þó undir tíu prósentum og leigubílstjórar líka. Á kaffihúsum er nóg að láta nokkrar krónur í glas við kassann. Alls staðar kemstu þó upp með að gefa ekki eyri.

Spánn

Á Spáni á allt að vera innifalið í söluverðinu. Hins vegar er það til siðs að gefa fimm til tíu prósent aukalega á veitingastöðum, börum, hótelum og leigubílum.

Sviss

Beint flug til Sviss mun aukast í sumar og því væntanlega fleiri sem gera sér ferð þangað í ár en árin á undan. Sá hópur ætti þó ekki að þurfa að spá í þessi mál því þjónustugjaldið er innifalið og á að duga. En auðvitað slær enginn hendinni á móti nokkrum frönkum segja þeir hjá ferðamálaráði Sviss.

Þýskaland

Þjónustugjöld eru oftast innifalinn í reikningnum en engu að síður er mælt með því að fólk borgi 10 prósent þjórfé á matsölustöðum. Það er einnig tekið fram að hárgreiðslufólk reiknar með álíka aukaþóknun.

Við þetta má svo bæta að víða þykir viðeigandi að gefa herbergisþernunni 1-3 dollara/evrur/pund á dag og setja á blað með kveðju svo hún átti sig á því að klinkið sé ætlað henni.

Nýtt efni

„Við erum á lokametrunum í undirbúningi og opnum vonandi í september," segir Inga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Flóra hotels, um nýtt íbúðahótel á vegum Reykjavik Residence við Vatnsstíg. Á nýja hótelinu verða 26 íbúðir í nýuppgerðum fasteignum milli Laugavegs og Hverfisgötu en Reykjavik Residence rekur íbúðahótel á nokkrum stöðum í miðborginni. Flóra hotels, móðurfélag Reykjavík Residence, rekur …

Níunda fjórðunginn í röð lækkar verð á notuðum lúxus úrum og verðlækkun ársins nemur 1,2 prósentum, samkvæmt fjárfestingabankanum Morgan Stanley sem vel fylgist með verðþróuninni. Dýrustu úrin hafa lækkað ennþá meira og þannig hefur verðið á notuðu Rolex farið niður um 7,2 prósent síðastliðna 12 mánuði. Morgan Stanley gerir ráð fyrir að þessi verðþróun verði …

Rekstrarafkoma Play var neikvæð um 2,9 milljarða króna í fyrra og svo bættust við rúmir þrír milljarðar í fjármagnskostnað. Tapið fyrir skatt nam því 6,3 milljörðum króna. Afkomuspáin fyrir yfirstandandi ár gerði ráð fyrir að rekstrarafkoman yrði í kringum núllið en nú hefur staðan versnað og reiknað er með neikvæðri afkomu. Þetta kemur fram í …

Verð á hlutabréfum í þýska rafhlöðuframleiðandanum Varta hrundi við opnun markaðar í Frankfurt í dag, eða um nærri 80%, eftir að fréttir bárust af tillögum um endurskipulagningu fyrirtækisins. Þær myndu leiða til þess að hlutabréf núverandi eigenda yrðu nánast verðlaus.  Meðal þess sem að rætt er um er að núverandi meirihlutaeigandi, austurríski milljarðamæringurinn Nichael Tojner, …

Meðal þess sem kom í ljós eftir Covid-19-faraldurinn var að starfsfólk skorti í vaxandi ferðaþjónustu víða um heim. Faraldurinn truflaði gangverk vinnumarkaðar margra landa og sér ekki fyrir endann á því. Skortur á starfsfólki gæti hamlað vexti í greininni. Ætli megi ekki segja að fólk vilji fremur ferðast en þjóna öðrum? Vandræði eru á mörgum …

Íslandssjóðir eru ekki lengur meðal 20 stærstu hluthafa Icelandair en sjóðastýringafyrirtækið, sem er í eigu Íslandsbanka, varð stærsti hluthafinn í Play eftir hlutafjáraukningu í apríl sl. Íslandssjóðir hafa síðustu mánuði dregið töluvert úr fjárfestingu sinni í Icelandair og eru ekki lengur meðal tuttugu stærstu hluthafanna. Nú eru aftur á móti tvö eignarhaldsfélög á vegum Högna …

Ekkert félag flýgur fleirum innan Evrópu en lágfargjaldaflugfélagið Ryanair gerir og síðustu mánuði hafa farþegar félagsins að jafnaði borgað minnað fyrir sætin en þeir sem voru á ferðinni í fyrra. Tekjur félagsins lækkuðu þannig á milli ára samkvæmt uppgjöri sem félagið birti í morgun fyrir fjórðunginn apríl til júní. Sá er fyrsti fjórðungur reikningsársins hjá …

BYD

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD lækkaði verð á bílum sínum á íslenska markaðnum í ársbyrjun þegar dregið var úr opinberum stuðningi við kaup á nýjum rafbílum. Þar með gat Vatt, sem er með umboð fyrir BYD hér á landi, boðið ódýrustu tegundina á lægra verði en í fyrra að því gefnu að kaupandinn fái hinn nýja rafbílastyrk …