Samfélagsmiðlar

Vesenið með þjórféð

kaffi 860

Á að námunda upp að næsta tug, gefa tíu eða fimmtán prósent eða bara sleppa því? Hér er reynt að ráða í hinar óskrifuðu reglur um þjórfé í hinum ýmsu löndum.

Kreditkortagreiðslur hafa gert það einfaldara að gefa þjórfé. Um leið og pinnið er slegið inn posann þá gefst kúnnanum oft möguleiki á að bæta við reikninginn. Þörfin á að vera með úrval af smámynt og seðlum er því ekki eins mikil og hún var. Það er samt ekki einfalt að vita hversu mikið á að gefa í hverju landi fyrir sig. Á heimasíðum ferðamálayfirvalda eru oft að finna upplýsingar um þennan málaflokk og hér eru þær reglur sem gott er að hafa bakvið eyrað til að móðga engan og komast hjá því að borga of mikið.

Bandaríkin og Kanada

Víðast hvar dugar að bæta tíund við reikninginn en fimmtán prósent er meira í takt við það sem heimamenn gera. Íbúar New York borgar eru þó mun gjafmildari og þjónustufólk þar er vant því að viðskiptavinir bæti um fimmtungi við reikninginn. Á kaffihúsum og skyndibitastöðum er þjórféið oftast látið í krukkur við kassann. Leigubílstjórar fá líka sína tíund. Ef taskan er borin upp á herbergi fyrir þig þá skal gefa nokkra dollara. En þess háttar þjónusta er reyndar ansi fátíð.

Bretland

Á breskri grundu er þjónustugjaldinu ekki alltaf bætt við og því þarf að skoða reikninginn áður en gefið er þjórfé til að komast hjá því að tvíborga. Ef gjaldið er ekki innifalið er til siðs að bæta 10 til 15 prósentum ofan á. Sömu sögu er að segja um leigubíla.

Frakkland

Þjónar í París eru víst ekki vanir því að gestirnir skilji eftir handa þeim ríkulegt þjórfé. Þjónustugjaldið er innifalið (merkt „service compris”) og á að duga. En það er líka í lagi að skilja eftir smá klink, t.d. nokkrar evrur á veitingastað en minna á kaffihúsum.

Norðurlöndin

Margur hefði haldið að sömu reglur giltu meðal frændþjóðanna og hér á landi varðandi drykkjupeninga. Svo er þó ekki raunin. Þjónar í Skandinavíu reikna til dæmis með smá viðbót en þó undir tíu prósentum og leigubílstjórar líka. Á kaffihúsum er nóg að láta nokkrar krónur í glas við kassann. Alls staðar kemstu þó upp með að gefa ekki eyri.

Spánn

Á Spáni á allt að vera innifalið í söluverðinu. Hins vegar er það til siðs að gefa fimm til tíu prósent aukalega á veitingastöðum, börum, hótelum og leigubílum.

Sviss

Beint flug til Sviss mun aukast í sumar og því væntanlega fleiri sem gera sér ferð þangað í ár en árin á undan. Sá hópur ætti þó ekki að þurfa að spá í þessi mál því þjónustugjaldið er innifalið og á að duga. En auðvitað slær enginn hendinni á móti nokkrum frönkum segja þeir hjá ferðamálaráði Sviss.

Þýskaland

Þjónustugjöld eru oftast innifalinn í reikningnum en engu að síður er mælt með því að fólk borgi 10 prósent þjórfé á matsölustöðum. Það er einnig tekið fram að hárgreiðslufólk reiknar með álíka aukaþóknun.

Við þetta má svo bæta að víða þykir viðeigandi að gefa herbergisþernunni 1-3 dollara/evrur/pund á dag og setja á blað með kveðju svo hún átti sig á því að klinkið sé ætlað henni.

Nýtt efni

Ítalía var mesta vínframleiðsluland heims 2023 en þurfti að sætta sig við að sala dróst saman. Það var reyndar staðan hjá flestum vínframleiðsluþjóðunum. Nú liggja fyrir tölur frá helstu markaðslöndum ítalskra vínframleiðenda: Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Kanada og Japan, en samanlagður útflutningur til þessara landa nemur 56 prósentum af heildinni. Til samanburðar vega þessi markaðslönd 50 prósent …

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Play leitar nú fjárfesta sem vilja leggja félaginu til 1,4 milljarða króna í það minnsta. Stærstu hluthafarnir hafa gefið vilyrði sitt fyrir innspýtingu upp á 2,6 milljarða kr. en sú viðbót er háð því skilyrði að það safnist alla vega 4 milljarðar í nýtt hlutafé. Áður höfðu stjórnendur Play gefið út að þeir þyrftu þrjá …

Mikil umferð farþega var um evrópska flugvelli í janúar, víða fór farþegafjöldinn fram úr því sem var í sama mánuði 2019. Um 46 flugvöllum á Spáni, sem AENA starfrækir, var farþegafjöldinn 18,6 milljónir, sem er 10 prósentum fleiri en í janúar í fyrra. Flestir fóru um flugvöllinn í Madríd nú í janúar síðastliðnum, nærri 4,8 …

Það sem af er ári hefur hægt á eftirspurn á rafbílamarkaði heimsins og framleiðendur bregðast við með því að segja upp starfsfólki, minnka framleiðslukostnað og breyta áætlunum sínum. Þetta bakslag gæti seinkað orkuskiptum í vegasamgöngum.  Þýski gæðabílaframleiðandinn Mercedes-Benz tilkynnti í gær að markmiðum um rafbílavæðingu yrði frestað um fimm ár og sjá til þess að …

Stjórn Volvo Cars ætlar að láta af því verða að minnka hlutinn í sænska rafbílaframleiðandanum Polestar en áformin voru fyrst kynnt í byrjun þessa mánaðar. Fjárfestar tóku tíðindunum vel því hlutabréfin í Volvo hækkuðu í kjölfarið um fjórðung. Endurteknar hlutafjáraukningar Polestar hafa nefnilega haft neikvæð áhrif á gengi Volvo í kauphöllinni í Stokkhólmi samkvæmt frétt …

Notkun á sjálfbæru eldsneyti er besta leiðin til að draga hratt úr losun frá flugsamgöngum, segir Willie Walsh, framkvæmdastjóra Alþjóðasambands flugfélaga, IATA. Hann ræddi mikilvægi þess að minnka losun í ávarpi sínu á flugmálaráðstefnu Changi í Singapúr í vikunni.  Willie Walsh undirstrikaði í ávarpi sínu að flugheimurinn stefndi staðfastlega að kolefnishlutleysi árið 2050: „Við megum …

Vesturland er í útjaðri meginstraums erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Flestir eru þeir á Suðvesturlandi, fara Gullna hringinn og meðfram suðurströndinni - en auðvitað aka margir þeirra eftir Hringveginum í gegnum Borgarfjörð eða halda upp á Snæfellsnes - og áfram sem leið liggur til Vestfjarða með ýmsum útúrdúrum. Við ætlum sem sagt ekki að …