Samfélagsmiðlar

Vesenið með þjórféð

kaffi 860

Á að námunda upp að næsta tug, gefa tíu eða fimmtán prósent eða bara sleppa því? Hér er reynt að ráða í hinar óskrifuðu reglur um þjórfé í hinum ýmsu löndum.

Kreditkortagreiðslur hafa gert það einfaldara að gefa þjórfé. Um leið og pinnið er slegið inn posann þá gefst kúnnanum oft möguleiki á að bæta við reikninginn. Þörfin á að vera með úrval af smámynt og seðlum er því ekki eins mikil og hún var. Það er samt ekki einfalt að vita hversu mikið á að gefa í hverju landi fyrir sig. Á heimasíðum ferðamálayfirvalda eru oft að finna upplýsingar um þennan málaflokk og hér eru þær reglur sem gott er að hafa bakvið eyrað til að móðga engan og komast hjá því að borga of mikið.

Bandaríkin og Kanada

Víðast hvar dugar að bæta tíund við reikninginn en fimmtán prósent er meira í takt við það sem heimamenn gera. Íbúar New York borgar eru þó mun gjafmildari og þjónustufólk þar er vant því að viðskiptavinir bæti um fimmtungi við reikninginn. Á kaffihúsum og skyndibitastöðum er þjórféið oftast látið í krukkur við kassann. Leigubílstjórar fá líka sína tíund. Ef taskan er borin upp á herbergi fyrir þig þá skal gefa nokkra dollara. En þess háttar þjónusta er reyndar ansi fátíð.

Bretland

Á breskri grundu er þjónustugjaldinu ekki alltaf bætt við og því þarf að skoða reikninginn áður en gefið er þjórfé til að komast hjá því að tvíborga. Ef gjaldið er ekki innifalið er til siðs að bæta 10 til 15 prósentum ofan á. Sömu sögu er að segja um leigubíla.

Frakkland

Þjónar í París eru víst ekki vanir því að gestirnir skilji eftir handa þeim ríkulegt þjórfé. Þjónustugjaldið er innifalið (merkt „service compris”) og á að duga. En það er líka í lagi að skilja eftir smá klink, t.d. nokkrar evrur á veitingastað en minna á kaffihúsum.

Norðurlöndin

Margur hefði haldið að sömu reglur giltu meðal frændþjóðanna og hér á landi varðandi drykkjupeninga. Svo er þó ekki raunin. Þjónar í Skandinavíu reikna til dæmis með smá viðbót en þó undir tíu prósentum og leigubílstjórar líka. Á kaffihúsum er nóg að láta nokkrar krónur í glas við kassann. Alls staðar kemstu þó upp með að gefa ekki eyri.

Spánn

Á Spáni á allt að vera innifalið í söluverðinu. Hins vegar er það til siðs að gefa fimm til tíu prósent aukalega á veitingastöðum, börum, hótelum og leigubílum.

Sviss

Beint flug til Sviss mun aukast í sumar og því væntanlega fleiri sem gera sér ferð þangað í ár en árin á undan. Sá hópur ætti þó ekki að þurfa að spá í þessi mál því þjónustugjaldið er innifalið og á að duga. En auðvitað slær enginn hendinni á móti nokkrum frönkum segja þeir hjá ferðamálaráði Sviss.

Þýskaland

Þjónustugjöld eru oftast innifalinn í reikningnum en engu að síður er mælt með því að fólk borgi 10 prósent þjórfé á matsölustöðum. Það er einnig tekið fram að hárgreiðslufólk reiknar með álíka aukaþóknun.

Við þetta má svo bæta að víða þykir viðeigandi að gefa herbergisþernunni 1-3 dollara/evrur/pund á dag og setja á blað með kveðju svo hún átti sig á því að klinkið sé ætlað henni.

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …