Samfélagsmiðlar

Sumarfargjöldin sveiflast upp og niður

Þú getur ekki lengur fundið hræbillegt flug til Alicante eða Barcelona í sumar en ef ferðinni er heitið til Hamborgar eða Zurich þá gæti verið ódýrara að bóka ferðina þangað núna en það var í byrjun árs.

Á sumrin bætist fjöldi áfangastaða við leiðakerfi Keflavíkurflugvallar og í heildina verður flogið til 48 borga yfir aðalferðamannatímann. Til nokkurra þeirra er samkeppni um farþegana og í byrjun árs kannaði Túristi verðmuninn á milli þeirra félaga sem fljúga til Alicante, Barcelona, Hamborgar, Mílanó og Zurich.

Með sömu aðferð höfum við nú kannað verðin á nýjan leik og þá kemur í ljós að fargjöldin hafa sumstaðar hækkað töluvert, annars staðar er farmiðinn ódýrari og svo hefur hann líka staðið í stað. Hafa skal í huga að úrvalið af ódýrum flugum hefur minnkað frá því í janúar en þeir sem eru sveigjanlegir geta ennþá fundið töluvert af ódýrum flugmiðum eins og sjá má hér fyrir neðan.

Í könnunum eru fundnar ódýrustu ferðirnar, báðar leiðir, með brottför í hverjum sumarmánuði fyrir sig. Miðað er við að dvölin í útlöndum sé ein til tvær vikur. Heimferðin getur því verið í öðrum mánuði en brottförin t.d. ef ódýrasta ferðin út er í síðustu viku júnímánaðar og ódýrasta ferðin til Íslands er í fyrstu viku júlí.

Farangurs- og bókunargjöldum er bætt við farmiðaverðið þegar við á og gengi dagsins í dag er notað til að reikna út verð erlendu félaganna. Kannanirnar voru gerðar 8. janúar og 12.mars.

Alicante – Primera Air fer upp að hlið Wow Air

Í ársbyrjun kostuðu ódýrustu sætin hjá Primera Air til Alicante á bilinu 33 til 41 þúsund krónur. Það var um helmingi ódýrara en Wow Air bauð. Fargjöld þess síðarnefnda hafa hins vegar staðið í stað á meðan ódýrustu sætin hjá Primera Air eru uppseld. Í dag er því lítill munur á félögunum tveimur.

Primera Air
WOW air
Jún61.409 kr.64.292 kr.
Júl62.409 kr.64.292 kr.
Ágú49.609 kr.54.292 kr.

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Alicante

Barcelona – Spánverjarnir bjóða ennþá betur

Spænska lággjaldaflugfélagið Vueling flýgur mun oftar milli Keflavíkur og Barcelona í sumar en íslensku félögin tvö. Fargjöld Vueling voru um fimmtungi ódýrari en það lægsta sem fannst hjá Icelandair og Wow Air í byrjun árs. Núna hafa verðin hjá Icelandair og spænska félaginu hækkað töluvert á meðan þau hafa lítið breyst hjá Wow Air.

IcelandairVuelingWOW air
Jún73.080 kr.52.055 kr.61.561 kr.
Júl80.980 kr.52.055 kr.57.561 kr.
Ágú68.380 kr.53.614 kr.53.571 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Barcelona

Hamborg – Ódýrt í júní

Það er ennþá hægt að fljúga til næst fjölmennustu borgar Þýskalands í byrjun sumars fyrir undir 32 þúsund krónur. Ódýrustu fargjöld þýsku félaganna Airberlin og German Wings í júli hafa lækkað um nærri 20 prósent frá í ársbyrjun og verðin hjá Icelandair í júní og ágúst hafa staðið í stað en hækkað í júlí.

AirberlinGerman WingsIcelandair
Jún32.525 kr.31.740 kr.41.010 kr.
Júl35.304 kr.41.020 kr.54.201 kr.
Ágú38.267 kr.44.139 kr.41.010 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Hamborg

Mílanó – Hækka og lækka á víxl

Í byrjun janúar fundust lægstu fargjöld sumarsins til Mílanó hjá Wow Air í öllum tilvikum. Núna hefur hins vegar ódýrasta farið hjá Icelandair í ágúst lækkað um 17 þúsund krónur.

IcelandairWOW air
Jún60.150 kr.42.825 kr.
Júl63.550 kr.56.645 kr.
Ágú54.050 kr.62.645 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Mílanó

Zurich – Ódýrara í júní og ágúst

Ódýrasta fargjald Wow Air til Zurich í júní er fjögur þúsund krónum lægra í dag en það var í byrjun árs. Hjá Icelandair nemur lækkunin þúsund krónum. Hjá báðum félögum er líka hægt að finna mun ódýrari fargjöld í ágúst en voru í boði í síðustu könnun Túrista. Wow Air hefur hækkað töluvert í júlí en hjá Icelandair stóð verðið í stað.

IcelandairWOW air
Jún51.850 kr.53.688 kr.
Júl59.250 kr.84.703 kr.
Ágú51.850 kr.61.688 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Zurich

Vinsælt: Svona borgar þú minna fyrir bílaleigubíl
TILBOÐ: 3ja nóttin frí í Edinborg fyrir lesendur Túrista

 

Nýtt efni

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …

Suður-kóreski rafhlöðuframleiðandinn LG Energy Solution (LGES) á í viðræðum við þrjá ónefnda kínverska birgja um að framleiða ódýrar bílarafhlöður fyrir Evrópumarkað og bregðast þannig við hærri verndartollum Evrópusambandsins á rafbíla frá Kína.  Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir háttsettum heimildarmanni innan LGES, sem er í hópi stærstu rafhlöðuframleiðenda heims ásamt CATL í Kína, Panasonic í Japan og …

Þó margir njóti guðaveiga í sumarfríinu þá er hásumarið rólegur tími í heimi vínviðskipta. Það er löngu búið að ganga frá sölu á framleiðslu liðins árs en beðið tíðinda af næstu vínuppskeru. Þegar horft er á heildina þá hefur dregið úr vínsölu vegna efnahagsþrenginga og breyttra neysluhátta. En loftslagsbreytingar valda vínbændum víða erfiðleikum og hafa …

Það kemur skýrt fram í afkomutölum rafbílaframleiðandans Tesla að hægt hefur á orkuskiptum í bílasamgöngum. Á fyrri helmingi ársins hefur Tesla selt um 831 þúsund rafbíla en Elon Musk hafði spáð því að á árinu öllu myndu seljast um 1,8 milljónir bíla. Það vantar því enn mikið upp á að sú spá rætist. Sala Tesla …

Áður en Play fór í loftið sumarið 2021 var efnt til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Umsjón með útboðinu höfðu Arctica Finance og Arion banki en þessi tvö fjármálafyrirtæki komu einnig að fjármögnun Wow Air á sínum tíma. Í útboði meðal almennings reyndist umframeftirspurnin áttföld. Í kynningarefni sem fylgdi hlutafjárútboðinu var aðeins ein …

„Okkur er ánægja að tilkynna um fjölgun A350-900-véla í utanlandsflugi og A321neo í innanlandsflugi,“ segir Yukio Nakagawa, innkaupastjóri Japan Airlines, í tilkynningu félagsins um samninga við Airbus um kaup á nýjum þotum. „Með því að flýta því að taka í notkun nýjustu og sparneytnustu flugvélarnar viljum við veita viðskiptavinum okkar besta hugsanlegu þjónustu um leið …