Samfélagsmiðlar

Wow Air kærir niðurstöðu áfrýjunarnefndar

Áfram verður deilt um hvernig staðið er að úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli og nú fyrir dómstólum.

Í lok febrúar felldi áfrýjunarnefnd samkeppnismála úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að Wow Air skyldi fá tvo afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli til að sinna flugi til N-Ameríku. Forsvarsmenn flugfélagsins hafa sagt þessa ákveðnu tíma vera forsendu fyrir því að félagið geti hafið flug til Bandaríkjanna. ttu þeir tímabundið við flug vestur um haf vegna þeirrar óvissu sem var um málið nú í upphafi árs.

 

Allir dómarar vanhæfir

Wow Air hefur nú kært ákvörðun áfrýjunarnefndarinnar og krefst ógildingar á úrskurði hennar. Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir í svari til Túrista að krafist verði frávísunar á málinu á grundvelli aðildarskorts. Hann segir að áfrýjunarnefndin hafi verið búin að taka afstöðu til þess að Wow Air ætti ekki aðild að málinu. Meðal annars vegna þess að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í vetur hefði verið beint að Isavia en ekki öðrum. Friðþór bendir einnig á að flugfélagið hafi ekki sótt um úthlutun afgreiðslutíma hjá samræmingarstjóra vegna tímabilsins sem ákvörðunin tók til. Svanhvít Friðriksdóttir, talsmaður Wow Air, segist ekki geta tjáð sig um þessi mál að svo stöddu.

Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en þar sem dómsstjóri hans var skipaður til formennsku í áfrýjunarnefnd Samkeppnismála þá eru allir dómarar við réttinn vanhæfir. Dómstjóri Héraðsdóms Vestfjarða er nú með málið á sinni könnu.

Skýrar reglur

Skortur á flugvélastæðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar er grunnurinn að þessari deilu. Í dag nýtir Icelandair nefnilega öll þau pláss eru til reiðu fyrir flug til og frá löndum utan Schengen svæðisins í morgunsárið og seinni part dags. Er stæðunum úthlutað samkvæmt reglum Evrópusambandsins og IATA, alþjóðlegra samtaka flugfélaga. Í svari IATA til Túrista vegna málsins segir að forsvarsmenn samtakanna vilji ekki tjá sig um deiluna á Íslandi en segja að reglurnar sem gilda um úthlutun afgreiðslutíma vera skýrar og sanngjarnar. Benda þeir á að flugfélög eigi hefðarrétt á afgreiðslutímum en ef nýtingin fari undir 80 prósent þá missi flugfélög viðkomandi tíma og þeim sé úthlutað á ný. Alla vega helmingi þeirra afgreiðslutíma sem er endurhlutað eiga að fara til nýrra flugfélaga. Í svari IATA segir jafnframt að hefðarrétturinn sé undirstaðan í því úthlutunarkerfi sem notað er víða um heim og þar sé einnig tekið fram að ekki megi svipta flugfélag afgreiðslutíma til að hleypa nýjum aðila að.

Samkvæmt því sem Túristi kemst næst er einnig hægt að neyða flugfélög til að gefa eftir afgreiðslutíma í kjölfar samruna. Nýlegt dæmi um það er þegar British Airways keypti BMI og varð í kjölfarið að losa sig við fjórtán af 56 leyfum síðarnefnda félagsins á Heathrow. Samskonar staða kom upp á Ronald Reagan flugvelli í Washington þegar American Airlines og United sameinuðust.

TILBOÐ: 15% AFSLÁTTUR Í KAUPMANNAHÖFN
ORLOFSÍBÚÐIR: Í PARÍSÍ BARCELONA
GISTING: GERÐU VERÐSAMANBURÐ Á HÓTELUM

Nýtt efni

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …

Toyota í Japan tilkynnti í morgun að framleiðsla fyrirtækisins hefði aukist um sjö prósent í janúar og að þetta væri þrettándi mánuðurinn í röð sem fleiri bílar væru framleiddir en í sama mánuði árið á undan. Meginskýringin er sögð mikil eftirspurn í Bandaríkjunum. Í janúar runnu rúmlega 740 þúsund fleiri Toyotur af færiböndum verksmiðjanna en …

Við þeim sem fara um Ráðhústorg í Kaupmannahöfn þessa dagana blasir við risastór auglýsing frá Icelandair. Velunnari FF7 var þar á ferð í vikunni og sendi meðfylgjandi mynd. Auglýsingin er á húsi númer fjögur við Ráðhústorg og fyrir hornið á vegg sem snýr að H.C. Andersen Boulevard, sem er mikil umferðaræð í gegnum miðborgina. Unnið …

Tæknirisinn Apple hefur síðastliðinn áratug unnið að þróun rafknúinna og sjálfstýrðra ökutækja sem þó aldrei hafa verið formlega kynnt. Og það verður varla úr þessu því nú hefur þessari þróunarvinnu verið hætt samkvæmt frétt Bloomberg. Þriðjungurinn af þeim mörg hundruð manns sem unnið hafa að bílaverkefninu verða færð yfir á svið gervigreindar hjá Apple en …

Útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli lokaði í janúar og við fjármálaþjónustu í flugstöðinni tók Change Group sem hátti hagkvæmasta tilboðið í þennan rekstur í útboði sem Isavia efndi til í fyrra. Ennþá er Change Group þó ekki komin með tilskilin leyfi til að sinna gjaldeyrisviðskiptum hér á landi samkvæmt því sem FF7 kemst næst og …

Hún er svo vinsæl, bandaríski rithöfundurinn Sarah J. Maas, að þegar þriðja bindið í Crescent City-bókaflokknum kom út þann 30. janúar síðastliðinn stóðu aðdáendur hennar í löngum röðum í vetrarkuldanum fyrir framan bókabúðirnar sem höfðu ákveðið að opna búðir sínar á miðnætti á útgáfudeginum í New York og víðar um Bandaríkin. Þessar raðir fyrir framan …

Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að af öllum mat sem framleiddur er í heiminum fari um þriðingur í ruslið, eða 1,3 milljarðar tonna á ári. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að á heimsvísu fari um 17 prósent af öllum mat í matvöruverslunum, á veitingastöðum og á heimilum í ruslið. Það er gríðarlegt magn af prýðisgóðri næringu sem þar fer …