Samfélagsmiðlar

Er ódýrara að gera sér glaðan dag í Kaupmannahöfn eða Stokkhólmi?

Það eru flestir orðnir vel kunnugir höfuðborg Danmerkur á meðan sú sænska er óplægður akur hjá mörgum. Hér er dagskrá að góðum degi í þessum keimlíku bæjum og reikningurinn er svo gerður upp í lokin.

Gönguferð um Gamla stan eftir hádegismatinn liggur vel við höggi og kostar ekki krónu. Mynd: Nicho Södling

Í Stokkhólmi fá heimamenn sér kanel- eða kardemommubollu með kaffinu og þess háttar tvenna smakkast óaðfinnanlega á Snickarbacken 7 og kostar 1050 krónur. Í miðborg Kaupmannahafnar eru ávallt notalegt að setjast inn á Paludan við Fiolstræde 10. Þar kostar kaffi og franskt horn (því miður er danskt vínarbrauð sjaldséð á þarlendum kaffihúsum) nákvæmlega það sama og í Stokkhólmi.

Nýlistin í morgunsárið

Sennilega er Louisiana safnið á Sjálandi forvitnilegasta nýlistasafn Norðurlanda en þar sem það er dágóðan spöl fyrir utan borgina verður að láta sér nægja heimsókn á Statens Museum for Kunst og borga 2300 krónur fyrir aðganginn (frítt inn á fastasýninguna). Miði inn á Moderna safnið á Skeppsholmen kostar hins vegar 2100 krónur.

Klassískt í hádeginu

Svíar eru aldir upp við heitan mat í hádeginu og ekkert er eins sígilt á þarlendum matseðli og kjötbollur. Bakfickan í Óperunni er góður staður fyrir þess háttar veislu og kostar hún 3000 krónur. Hádegis hakkabuff á Toldbod Bodega í Kaupmannahöfn stendur ávallt fyrir sínu og kostar 2450 krónur.

Kennileiti og kaupmenn

Stuttan spöl frá Óperunni er Gamla stan og það kostar ekkert að ganga um hinar þröngu götur sem liggja bakvið konungshöllina. Það þarf ekki heldur að taka upp veskið á leið frá Tolbod Bodega niður að slotti Margrétar Þórhildar og svo áfram niður að Nýhöfn. Það versnar hins vegar í því þegar gengið er niður Strikið eða Biblioteksgatan og svo virðist sem H&M veldið rukki örlítið meira í Svíþjóð en Danmörku. Alla vega miðað við gengið í dag enda sænska krónan sterk um þessar mundir.

Fjölskylduskemmtun

Tívolí í Kaupmannahöfn er sá staður í borginni sem laðar til sín flesta ferðamenn. Þar kostar 2050 krónur inn fyrir fullorðinn. Gröna lund á Djurgården bíður upp á álíka rússibanareið og rukkar 1900 inn. Það er aðeins ódýrara í stærstu tækin í Tívolí en Gröna lund.

Kvöldmatur

Nú skal gera vel við sig og velja veitingastað sem hefur notið vinsælda meðal sælkera um langt árabil og er flokkaður sem Bib Gourmand (mikið fyrir peninginn) í matarbiblíu Michelin. Rolf´s Kök við Tégnergatan 41 býður upp klassíska rétti undir sænskum áhrifum og má reikna með 9000 krónum fyrir þrjá góða rétti. Á Famo við Saxogade 3 kostar fjögurra rétta ítölsk máltíð 7700 krónur. Vín með mat er oftar ódýrara í Danmörku en Svíþjóð.

Þegar reikningurinn er gerður upp þá er prógrammið aðeins ódýrara í höfuðborg Danmerkur en munurinn er innan skekkjumarka.

 

Nýtt efni

Þegar blaðamaður gengur inn á Dill á Laugavegi 59 um miðjan dag í miðri viku er starfsfólkið að undirbúa kvöldið, útbúa ýmislegt fyrirfram sem fylgir 18 rétta matseðli kvöldsins. Það kostar vinnu og hæfileika að tryggja að gestir njóti þeirrar upplifunar sem þeir vænta með því að bóka borð löngu fyrirfram á þessum íslenska Michelin-stað.  …

„Íbúar þessa lands búa í ósamþykktu atvinnuhúsnæði á meðan ferðafólk gistir í íbúðarhúsnæði,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, í óundirbúinni fyrirspurn á Alþingi í gær. Þar gagnrýndi hún þær reglur sem settar voru í tíð Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur í ráðuneyti ferðamála árið 2018. Sagði Kristrún reglurnar gera fyrirtækjum, með fjölda íbúða í skammtímaleigu til …

Ég hitti dræverinn minn við terminalinn í Keflavík. Hann var að koma úr transferi  frá Selfossi. Ég spurði  hvort hann væri á Sprinternum, „Nei ég er á nýja Benzinum  hjá  Ice-eitthvað. En hvað eigum við að taka marga pax spurði hann og eru allir með vácera eða eiga þeir að borga kontant?“  Daman á deskinum …

Nú eru 10 þotur á vegum Play í háloftunum en þær voru sex fyrir ári síðan. Umsvifin hafa því aukist  um meira en helming og í nýliðnum nóvember flutti félagið 107 þúsund farþega. Það er viðbót um 42 prósent frá sama tíma í fyrra. Viðbótin er minni en sem nemur auknu framboði og sætanýtingin var …

Rebecca Yarros er sex barna móðir. Hún þjáist af sjaldgæfum sjúkdómi sem kallast Ehlers-Danlos og hún á erfitt með svefn. Í mörg ár hefur hún vaknað um miðjar nætur og legið andvaka tímunum saman. Á hinum svefnlausu nóttum vandi hún sig á að setjast upp og lesa svokallaðar ástarsögur eða romance á fræðimáli bókaútgefenda. Þegar …

Vefmiðillinn Túristi hóf sitt ferðalag fyrir 14 árum en í dag birtist hann lesendum undir nýju nafni og í breyttum búningi, sem ekki er þó fullskapaður heldur í mótun: FF7 - Frásagnir og fréttir alla daga. Áfram verða ferðamál í öndvegi en leitað fanga víðar, birtar áhugaverðar og skemmtilegar frásagnir af ýmsu tagi og fréttir …

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir

Aðlögunarhæfni er meðal helstu styrkleika ferðaþjónustunnar. Það sýndi hún vel í kórónaveirufaraldrinum og það á örugglega eftir að reyna á þennan eiginleika aftur. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, kom inn á þetta í ávarpi sínu á morgunfundi SAF og SA um skattspor ferðaþjónustunnar. Ekki er langt síðan Þórdís Kolbrún gegndi starfi utanríkisráðherra og …

Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur, kynnti niðurstöður skýrslu sem Reykjavík Economics vann fyrir SAF um skattspor ferðaþjónustunnar - um það hvert raunverulegt framlag hennar er til samfélagsins. Byggt er á tölum frá 2022 og er meginniðurstaðan sú að skattspor ferðaþjónustunnar hafi verið rúmir 92 milljarðar króna en rúmir 155 milljarðar ef virðisaukaskattur er meðtalinn. Þetta eru …