Samfélagsmiðlar

Er ódýrara að gera sér glaðan dag í Kaupmannahöfn eða Stokkhólmi?

Það eru flestir orðnir vel kunnugir höfuðborg Danmerkur á meðan sú sænska er óplægður akur hjá mörgum. Hér er dagskrá að góðum degi í þessum keimlíku bæjum og reikningurinn er svo gerður upp í lokin.

Gönguferð um Gamla stan eftir hádegismatinn liggur vel við höggi og kostar ekki krónu. Mynd: Nicho Södling

Í Stokkhólmi fá heimamenn sér kanel- eða kardemommubollu með kaffinu og þess háttar tvenna smakkast óaðfinnanlega á Snickarbacken 7 og kostar 1050 krónur. Í miðborg Kaupmannahafnar eru ávallt notalegt að setjast inn á Paludan við Fiolstræde 10. Þar kostar kaffi og franskt horn (því miður er danskt vínarbrauð sjaldséð á þarlendum kaffihúsum) nákvæmlega það sama og í Stokkhólmi.

Nýlistin í morgunsárið

Sennilega er Louisiana safnið á Sjálandi forvitnilegasta nýlistasafn Norðurlanda en þar sem það er dágóðan spöl fyrir utan borgina verður að láta sér nægja heimsókn á Statens Museum for Kunst og borga 2300 krónur fyrir aðganginn (frítt inn á fastasýninguna). Miði inn á Moderna safnið á Skeppsholmen kostar hins vegar 2100 krónur.

Klassískt í hádeginu

Svíar eru aldir upp við heitan mat í hádeginu og ekkert er eins sígilt á þarlendum matseðli og kjötbollur. Bakfickan í Óperunni er góður staður fyrir þess háttar veislu og kostar hún 3000 krónur. Hádegis hakkabuff á Toldbod Bodega í Kaupmannahöfn stendur ávallt fyrir sínu og kostar 2450 krónur.

Kennileiti og kaupmenn

Stuttan spöl frá Óperunni er Gamla stan og það kostar ekkert að ganga um hinar þröngu götur sem liggja bakvið konungshöllina. Það þarf ekki heldur að taka upp veskið á leið frá Tolbod Bodega niður að slotti Margrétar Þórhildar og svo áfram niður að Nýhöfn. Það versnar hins vegar í því þegar gengið er niður Strikið eða Biblioteksgatan og svo virðist sem H&M veldið rukki örlítið meira í Svíþjóð en Danmörku. Alla vega miðað við gengið í dag enda sænska krónan sterk um þessar mundir.

Fjölskylduskemmtun

Tívolí í Kaupmannahöfn er sá staður í borginni sem laðar til sín flesta ferðamenn. Þar kostar 2050 krónur inn fyrir fullorðinn. Gröna lund á Djurgården bíður upp á álíka rússibanareið og rukkar 1900 inn. Það er aðeins ódýrara í stærstu tækin í Tívolí en Gröna lund.

Kvöldmatur

Nú skal gera vel við sig og velja veitingastað sem hefur notið vinsælda meðal sælkera um langt árabil og er flokkaður sem Bib Gourmand (mikið fyrir peninginn) í matarbiblíu Michelin. Rolf´s Kök við Tégnergatan 41 býður upp klassíska rétti undir sænskum áhrifum og má reikna með 9000 krónum fyrir þrjá góða rétti. Á Famo við Saxogade 3 kostar fjögurra rétta ítölsk máltíð 7700 krónur. Vín með mat er oftar ódýrara í Danmörku en Svíþjóð.

Þegar reikningurinn er gerður upp þá er prógrammið aðeins ódýrara í höfuðborg Danmerkur en munurinn er innan skekkjumarka.

 

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …