Samfélagsmiðlar

Tryggt ferðalag

Það eru sennilega flestir ef ekki allir ferðalangar með ferðatryggingu í gegnum kreditkort eða heimilistryggingu. Það nægir þó ekki alltaf nóg eins og sjá má á þessum dæmum.

Íslenskur ferðamaður sem leitar til læknis í Evrópu er mjög líklega beðinn um að framvísa Evrópska sjúkratryggingakortinu um leið og hann mætir á sjúkrahúsið. Ef ekkert er kortið þá þarf að sækja um bráðabirgðaútgáfu á því hjá Sjúkratryggingum Íslands. Í fyrra þurftu um níu hundruð einstaklingar á þess háttar skyndiafgreiðslu að halda samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni. Það jafngildir því að um þrír íslenskir ferðalangar á dag hafi beðið um bráðabirgðaskirteini á síðasta ári. Það er um það bil tvöfalt fleiri en árið 2012.

Tryggingaskirteini koma líka að góðum notum en evrópskir heilbrigðisstarfsmenn eru líklegri til að biðja um hið samevrópska kort. Það er því vissara að hafa það í veskinu næst þegar haldið er í Evrópureisu. Sjúkratryggingakortið veitir margvísleg réttindi en ekki rétt til heimflutnings til Íslands. Það tekur heldur ekki til kostnaðar sem ekki telst vera beinn sjúkrakostnaður samkvæmt vef Sjúkratrygginga. Kortið kemur því ekki í stað hefðbundinna ferðatrygginga.

Há eigin áhætta

Það er ekki óalgengt að bílaleigur rukki aukalega um fimm þúsund krónur á dag fyrir að fella niður alla sjálfsábyrgð á ökutækjum. Á hefðbundnum bíl getur ábyrgðin numið um tvö hundruð þúsund krónum. Upphæðin er þó mismunandi eftir fyrirtækjum og bílategund. Bílaleigutrygginar eru innifaldar í einstaka kortatryggingum og þarf þá að virkja hana sérstaklega. Í þessum undantekningar tilvikum ber korthafin litla eigin áhættu en annars er leigutakinn ábyrgur fyrir allri sjálfsábyrgðinni.

Gjaldþrot flugfélaga

Þeir sem eru staddir í útlöndum þegar flugfélagið fer í gjaldþrot verða sjálfir að leggja út fyrir nýjum farmiða og gera svo kröfu í þrotabú fyrirtæksins. Sé ferðin ófarin er andvirði flugmiðans tapað nema kreditkortafyrirtækið geti afturkallað greiðsluna. Haustið 2008 fór flugfélagið Sterling í Danmörku í þrot. Fjölmargir urðu þá strandaglópar og í kjölfarið var flugfélögum, sem starfa í Danmörku, gert skylt að bjóða viðskiptavinum sínum að kaupa gjaldþrotatryggingu um leið og flugmiði er pantaður frá Danmörku. Kostar hún tuttugu danskar krónur (um 420 kr.) og er Danmörk eina landið í Evrópu sem hefur tekið upp þessa tryggingu. Besta leiðin fyrir farþega hér á landi til að tryggja sig fyrir tjóni vegna gjaldþrots flugfélags er að kaupa flugið og hótelið saman, svokallaða alferð, af aðila með ferðaskrifstofuleyfi. Þá fæst tjónið bætt með skyldutryggingu sem þess háttar fyrirtæki verða að hafa og viðkomandi verður flogið heim án aukakostnaðar.

BÍLALEIGA: HELMINGI ÓDÝRARA AÐ LEIGJA BÍL Í BYRJUN SUMARS
NÝIR ÁFANGASTAÐIR: VANCOUVER OG GENF
HÓTEL: GERÐU VERÐSAMANBURÐ Á GISTINGU

Nýtt efni

„Aðkoma mín að ferðaþjónustunni hefur verið á ýmsum sviðum og ég hef fengið að starfa í greininni í meira en þrjá áratugi, þar af meira en aldarfjórðung í eigin rekstri. Á þessum árum hefur greinin okkar vaxið úr því að vera næstum því tómstundagaman fyrir áhugasama í það að vera stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar með öllum …

Veitingahúsarekstur á Íslandi getur verið töluverður barningur: Vaktafyrirkomulag er kostnaðarsamt og launin vega mjög þungt í rekstri, verð á hráefni er hátt og opinber gjöld ekki síður, einkum á áfengi. Veitingamenn bíða eins og aðrir að gengið verði frá kjarasamningum og það verði hægt að gera einhverjar áætlanir fram í tímann.  Þegar launin sem greiða …

Kauphöllin

Hlutabréfavísatalan Stoxx Europe 600 náði sína hæsta gilda á föstudaginn og hefur þá hækkað um nærri 70 prósent frá því mars 2020 þegar vísitala fór lægst í upphafi heimsfaraldursins. Vísitala Bloomberg sem fylgist með gengi evrópskra flugfélaga hefur á sama tíma hækkað um 23 prósent. Af stóru evrópsku flugfélögunum er Ryanair það eina þar sem …

Tónlistarmaðurinn hefur á þessum árum lagt inn 689 lög í eigin nafni. En þrátt fyrir afar litlar vinsældir hefur maðurinn fengið útborgaðar um það bil sem svarar 90 milljónum íslenskra króna frá streymisveitunum vegna þess hve oft lögin hafa verið spiluð. Til að fá útborgað um eitt hundrað krónur frá tónlistarstreymisveitu þarf lag að vera …

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …