Samfélagsmiðlar

Flokkast verkföll undir óviðráðanlegar aðstæður?

Réttur flugfarþega á skaðabótum fellur niður ef flugi er aflýst vegna vinnustöðvunar samkvæmt reglugerð. Málið er hins vegar ekki svo einfalt í öllum tilvikum.

Í apríl setti kjaradeila starfsmanna Keflavíkurflugvallar allt millilandaflug úr skorðum og nú eru það verkfallsaðgerðir flugmanna Icelandair sem gera flugfarþegum erfitt fyrir. Ferðaplön fjölmarga riðlast og samkvæmt fréttum þá eru margir flugfarþegar efins um rétt sinn.

Á heimasíðu Icelandair kemur fram að farþegar geti fengið miða sína endurgreidda eða breytt þeim ef flugið er fellt niður. Þar er hins vegar ekki minnst á skaðabætur en þegar flugferðum er aflýst með minna en tveggja vikna fyrirvara þá eiga farþegar almennt rétt á fébótum eins og Túristi greindi frá. Hins vegar segir í reglugerð um skaðabætur og réttindi flugfarþega að skyldur flugrekanda falla niður ef óviðráðanlegar aðstæður valda því að flugi er aflýst. Ótryggt stjórnmálaástand, slæm veðurskilyrði og verkföll teljast til þess háttar aðstæðna samkvæmt reglugerðinni. Þýskur dómstóll komst að þeirri niðurstöðu fyrir tveimur árum að flugmannaverkfall hjá Lufthansa væri dæmi um óviðráðanlegar aðstæður og farþegar áttu því ekki rétt á bótum.

Hins vegar segir á heimasíðu Samgöngustofu að verkföll flugrekanda teljist ekki til óviðráðanlegra aðstæðna og í Danmörku hafa reglur Evrópusambandins verið túlkaðar á sama hátt. Reglurnar eru því ekki skýrar og á vef sænsku neytendasamtakanna segir að meta þurfi í hverju tilviki fyrir sig hvað séu óviðráðanlegar aðstæður.

Skaðabótaskyld daginn eftir

Á heimasíðu bresku neytendendasamtakanna Which? kemur fram að Evrópudómstóllinn hafi komist að þeirri niðurstöðu í október árið 2012 að flugfélög eru ekki skaðabótaskyld daginn sem verkfall fer fram en verða hins vegar að greiða bætur daginn eftir. Er nefnt sem dæmi að ef verkfall á mánudegi verði til þess að ferðum er aflýst eigi farþegar sem verða fyrir barðinu ekki rétt á bótum, aðeins endurgreiðslu eða breyttum miða. Á þriðjudeginum eigi farþegar að fá bætur ef ferðum seinkar eða er aflýst. Jafnvel þó verkfallið daginn áður sé orsökin fyrir breyttum flugtímum. Í tilfelli Icelandair gæti hins vegar verið erfitt að segja hvenær verkfalli er lokið því yfirvinnubann flugmanna og flugfreyja er hugsanlega flokkað sem verkfallsaðgerð. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins frá árinu 1995 þá var litið á yfirvinnubann flugumferðastjóra sem sem ígildi verkfalls.

TILBOÐ Á GISTINGU Í BERLÍN OG KAUPMANNAHÖFN

NÝTT: FRÖNSK FJÖLL OG SVISSNESKAR SVEITIR
BÍLALEIGA: GERÐU VERÐSAMANBURÐ Á BÍLALEIGUBÍLUM

Nýtt efni

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …