Samfélagsmiðlar

Gist á splunkunýju hóteli

Það er víðar en hér á landi sem hóteleigendur eru stórhuga og reisa nýja gististaði. Hér eru nokkrir nýir af nálinni í borgunum sem íslenskir túristar venja komur sínar til.

Það er ekki óalgengt að hægt sé að fá vænan afslátt á nýjum hótelum. Alla vega rétt á meðan starfsfólkið er að ná áttum í húsinu, iðnaðarmenn ljúka störfum og bókunardeildin lærir á markaðinn. Samkvæmt lauslegri athugun er hægt að gera ágætis kaup á gistinginu á þessum fjórum hótelum sem eiga það eitt sameiginlegt að þar hafa fáir eytt nóttinni.

Miss Clara – fimm stjörnur í Stokkhólmi

Lengi vel var starfræktur stúlknaskóli í virðulegri byggingu rétt við Hötorget í miðborg Stokkhólms. Kynjaskipting í sænskum skólum heyrir hins vegar sögunni til og húsnæðinu hefur verið breytt í lúxus hótel sem ber heitið Miss Clara. Herbergin eru flest með stórum gluggum og er mælst til þess að gestirnir gefi sér tíma til að setjast á púðana í gluggakistunni og horfa út breiðgötuna Sveavägen og kirkju Adolfs Friðriks. Í dag er Miss Clara ódýrasta fimm stjörnu hótelið í Stokkhólmi og kostar nóttin um þrjátíu þúsund krónur.

Sjá heimasíðu Miss Clara

Wake Up – ódýrt í miðborg Kaupmannahafnar

Rétt við aðallestarstöðina í Kaupmannahöfn stendur grátt háhýsi Wake up. Hótelinu var ætlað að svara kalli ferðamanna eftir ódýrri gistingu í höfuðborginni og það virðist hafa gengið eftir því í síðustu viku opnaði nýtt útibú Wake up við Borgergade, stuttan spöl frá Kóngsins nýjatorgi. Sem fyrr er fókusinn er á ódýra gistingu í hjarta borgarinnar. Billegustu herbergin eru á tæpar átta þúsund íslenskar.

Sjá heimasíðu Wake Up Copenhagen

Ace Hotel – Vagg og velta í London

Fyrir fimmtán árum síðan var ekki algengt að hótel væru til húsa í hráum byggingum og innréttuðum með notuðum mubblum. Í dag þykir þetta hins vegar móðins þökk sé stofnanda Ace hótelsins í Seattle. Í haust opnaði fyrsti evrópski gististaður Ace í Shoreditch hverfinu í London og þar halda menn tryggð við formúluna sem hefur fengið svo góðan hljómgrunn meðal ferðamanna síðustu ár. Þrátt fyrir rokkaraútlitið þá kostar sitt að búa á Ace hótelinu og nóttin er á um tuttugu og fimm þúsund krónur.

Sjá heimasíðu Ace Hotel í London

Room Mate Amsterdam – Herbergisfélagi í Amsterdam

Nýjasti gististaður spænsku hótelkeðjunnar Room Mate heiti Aitana og er til húsa á manngerði eyju stuttan spöl frá aðallestarstöðina í Amsterdam. Herbergisgluggarnir ná frá hólfi niður í gólf í þessu glerháhýsi og útsýnið því gott, sérstaklega frá efstu hæðunum. Ódýrustu herbergin eru á um sextán þúsund krónur.

Sjá heimasíðu Room Mate hótelsins í Amsterdam

 

Nýtt efni

Kynnisferðir hf. hagnaðist um rúmlega 1,3 milljarða króna á síðasta ári og tvöfaldaðist hann á milli ára. Tekjur félagsins námu 14,5 milljörðum króna og jukust um 30 prósent frá í fyrra. „Við erum afar stolt af þeim árangri sem náðist í rekstri félagsins á síðasta ári þrátt fyrir hátt vaxtastig og aðrar krefjandi ytri aðstæður. …

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ríkisstjórn hans með Janet Yellen, fjármálaráðherra, fremsta í flokki, hafa nú kynnt fyrstu opinberu leiðbeiningarnar fyrir markað með kolefniseiningar þar í landi. Leiðbeininginum er ætlað auka líkurnar á því að kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum séu af nægilegum gæðum og að verkefnin sem liggi þeim til grundvallar skili raunverulegum árangri, …

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …

Icelandair sagði í dag upp 82 starfsmönnum en um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Í tilkynningu er bent á að Icelandair hafi á árunum 2021 til 2023 ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn og góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn. Nú er …

Miklar breytingar eru við sjóndeildarhringinn í grænlenskri ferðaþjónustu. Ný flugstöð verður tekin í notkun í Nuuk 28. nóvember. Síðan er ráðgert að ljúka framkvæmdum við nýjar flugstöðvar í Ilulissat og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fyrir lok ársins 2026. Nú sinna Air Greenland og Icelandair Grænlandsflugi en færi ættu að skapast til að laða að fleiri flugfélög. …

Þýski Volkswagen ætlar ekki að játa sig sigraðan í baráttunni um markaðinn fyrir ódýrar gerðir rafbíla, þar sem kínverskir framleiðendur hafa náð góðri fótfestu og boða enn frekari landvinninga. Fyrr í mánuðinum runnu út í sandinn viðræður fornu fjendanna Volkswagen og franska Renault um að standa sameiginlega að þróun og smíði nýs rafknúins alþýðubíls til …