Samfélagsmiðlar

Sólarlandaferðir seljast mun betur en í fyrra

Það er útlit fyrir að miklu fleiri Íslendingar ætli að verja hluta af sumarfríinu á suðrænum slóðum í ár en í fyrra. Forsvarsmenn ferðaskrifstofanna segja framboð á ferðum í sólina hafa aukist.

Það var leiðindaveður víða um land síðasta sumar þó íbúar fyrir norðan og austan hafi sloppið ágætlega. Það vildu því margir komast til útlanda í sumarfríinu og samkvæmt fréttum var fólk tilbúið til að fara hvert sem er svo lengi sem það kæmist í betra veður. Seldust þá margar ferðir upp en í ár hafa forsvarsmenn stærstu ferðaskrifstofa landsins aukið framboð á sólarlandareisum umtalsvert. Ferðaskrifstofan Vita hefur til að mynda fjölgað sætum um þrjátíu prósent, hjá Heimsferðum nemur aukningin tíund og Úrval-Útsýn hefur einnig bætt við sig frá því í fyrra samkvæmt upplýsingum frá forsvarsmönnum ferðaskrifstofanna þriggja.

Krít nýtur vinsælda

Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, segir að miðað við sama tíma í fyrra þá hafa selst um fimmtungi fleiri sæti og að hans sögn eru fjölskyldur farnast að ferðast meira. Margrét Helgadóttir, framkvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar, og Guðrún Sigurgeirsdóttir, framleiðslustjóri Vita, segja einnig að salan hafa gengið mun betur en á síðasta ári. Aðspurð um hvaða áfangastaðir það eru sem seljast best segja Guðrún og Tómas að Krít hafi vinninginn. „Það er eitthvað einstakt við Grikkland sem finnst hvergi annars staðar“, bætir Guðrún við.

Tíðar flugsamgöngur hafa líka sitt að segja um vinsældirnar og nefnir Margrét sem dæmi að til sumra staða er flogið þrisvar í viku á meðan aðeins er í boði ein vikuleg ferð á aðra staði.

Bóka aðeins dýrari gistingu

Síðustu ár hafa fleiri Íslendingar kosið gististaði þar sem allt fæði er innifalið í verðinu. Forsvarsmenn ferðaskrifstofanna þriggja verða hins vegar varir við minni eftirspurn eftir þess háttar hótelum og telur Margrét skýringuna meðal annars vera þá að gengi krónunnar er nú stöðugara og hagstæðara. Hjá Heimsferðum og Vita kjósa nú fleiri gistingu með hálfu fæði og Tómas segir fólk byrjað að bóka aðeins dýrari gistingu en áður. Guðrún nefnir einnig að þeir sem bóka hótel með öllu inniföldu finnist þeir oft missa af því sem áfangastaðurinn hefur upp á að bjóða því þeir verja mestum tíma á hótelsvæðinu. 

TENGDAR GREINAR: Grikkland að hætti Egils HelgasonarKrítverskar kræsingar
TILBOÐ: 10% afsláttur af gistingu á Krít og frí innflutningsgjöf

Nýtt efni

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …

Toyota í Japan tilkynnti í morgun að framleiðsla fyrirtækisins hefði aukist um sjö prósent í janúar og að þetta væri þrettándi mánuðurinn í röð sem fleiri bílar væru framleiddir en í sama mánuði árið á undan. Meginskýringin er sögð mikil eftirspurn í Bandaríkjunum. Í janúar runnu rúmlega 740 þúsund fleiri Toyotur af færiböndum verksmiðjanna en …

Við þeim sem fara um Ráðhústorg í Kaupmannahöfn þessa dagana blasir við risastór auglýsing frá Icelandair. Velunnari FF7 var þar á ferð í vikunni og sendi meðfylgjandi mynd. Auglýsingin er á húsi númer fjögur við Ráðhústorg og fyrir hornið á vegg sem snýr að H.C. Andersen Boulevard, sem er mikil umferðaræð í gegnum miðborgina. Unnið …

Tæknirisinn Apple hefur síðastliðinn áratug unnið að þróun rafknúinna og sjálfstýrðra ökutækja sem þó aldrei hafa verið formlega kynnt. Og það verður varla úr þessu því nú hefur þessari þróunarvinnu verið hætt samkvæmt frétt Bloomberg. Þriðjungurinn af þeim mörg hundruð manns sem unnið hafa að bílaverkefninu verða færð yfir á svið gervigreindar hjá Apple en …

Útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli lokaði í janúar og við fjármálaþjónustu í flugstöðinni tók Change Group sem hátti hagkvæmasta tilboðið í þennan rekstur í útboði sem Isavia efndi til í fyrra. Ennþá er Change Group þó ekki komin með tilskilin leyfi til að sinna gjaldeyrisviðskiptum hér á landi samkvæmt því sem FF7 kemst næst og …

Hún er svo vinsæl, bandaríski rithöfundurinn Sarah J. Maas, að þegar þriðja bindið í Crescent City-bókaflokknum kom út þann 30. janúar síðastliðinn stóðu aðdáendur hennar í löngum röðum í vetrarkuldanum fyrir framan bókabúðirnar sem höfðu ákveðið að opna búðir sínar á miðnætti á útgáfudeginum í New York og víðar um Bandaríkin. Þessar raðir fyrir framan …

Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að af öllum mat sem framleiddur er í heiminum fari um þriðingur í ruslið, eða 1,3 milljarðar tonna á ári. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að á heimsvísu fari um 17 prósent af öllum mat í matvöruverslunum, á veitingastöðum og á heimilum í ruslið. Það er gríðarlegt magn af prýðisgóðri næringu sem þar fer …