Samfélagsmiðlar

Brot af því besta á Jótlandi

Eina fastaland Dana liggur vel við höggi á sumrin þegar boðið er upp á nokkrar ferðir í viku héðan til flugvallarins við Lególand.

Í átta af hverjum tíu tilvikum þá velja íslenskir ferðamenn í Danmörku að verja nóttinni á hóteli í Kaupmannahöfn. Á sumrin dreifum við okkur þó betur um landið og sérstaklega þegar áætlunarflug hefst til Billund á vorin. Á Jótlandi er fjöldi staða sem gera tilkall til þess að vera sá besti eða mesti í sínum flokki, alla vega í dönskum samanburði. Hér eru nokkrir af þessum hápunktum Jótlands.

Fallegasti bærinn

Á blómatíma seglskipanna byggðu skipstjórarnir sér reisuleg múrsteinshús með háum stráþökum í bænum Sønderho á eyjunni Fanø. Rúmlega sjötíu þeirra standa ennþá í dag og þorpsmyndin er því mjög heilleg í þessu litla kauptúni sem fékk flest atkvæði í valinu á fallegasta smábænum í Danmörku fyrir ekki svo löngu síðan.

 

 

Vinsæl hjólaleið

Löngu fyrir tíma járnbrauta og bíla lá ein aðal umferðaræð Danmerkur eftir miðju Jótlandi. Þessi 240 kílómetra vegur kallast Hærvejen og nær frá Viborg og suður til þýsku borgarinnar Padburg. Leiðin er vinsæl meðal hjólreiðafólks, sögu sinnar vegna og líka vegna náttúrufegurðarinnar.

Þeir sem vilja heldur hjóla við sjávarsíðuna geta farið bút af hjólaleið númer 1 (National Cykelrute 1). Sú liggur eftir vesturströnd Jótlands frá Rudbøl til Skagen og er um 530 kílómetra löng.

Hraðskreiðir rússibanar

Það kann að skjóta skökku við að í litlum bæ á austurhluta Jótlands sé að finna rússíbana sem kjörinn hefur verið sá sjötti besti í heimi. Tækið, sem gengur undir nafninu Piraten, kostaði rúman milljarð íslenskra króna og er það stærsta og hraðskreiðasta sinnar tegundar í Danmörku. Þessi stóra fjárfesting kom forsvarsmönnum garðsins á bragðið og þar er líka að finna stærsta vatnsrússibana N-Evrópu og Juvelen sem er lengsti rússibani Danmerkur.

Besti veitingastaður Norðurlanda

Þó Henne Kirkeby Kro hafi ekki ennþá hlotið stjörnu í ferðabókum Michelin þá var þessi huggulega sveitakrá kjörinn besti veitingastaður Norðurlanda fyrir tveimur árum síðan. Eftir að hinn breski Paul Cunningham tók við eldhúsi staðarins hafa vinsældir kráarinnar aukist enn frekar. Á kvöldin stendur valið á milli matseðla sem kosta tæpar tuttugu þúsund á mann en í hádeginu eru verðin viðráðanlegri og réttirnir á þrjú til fimm þúsund krónur.

Næst besta ströndin

Árlega stendur dagblaðið Berlingske fyrir kosningu á bestu baðströnd Danmerkur. Síðustu ár hefur Marielyst á Falster sigrað með nokkrum yfirburðum nema í fyrra þegar Bisnap Strand, stutt frá Álaborg, fékk álíka mörg atkvæði. Bisnap Strand þykir mjög barnvæn baðströnd enda aðgrunnt og þau yngstu geta því buslað í sjávarmálinu.

 

Icelandair flýgur til Billund allt að fjórum sinnum í viku frá vori og fram til loka október og Primera Air býður upp á vikulegar ferðir yfir sumarið.

TILBOÐ: 15% AFSLÁTTUR Í KAUPMANNAHÖFN
ORLOFSÍBÚÐIR: Í PARÍSÍ BARCELONA
BÍLALEIGA: GERÐU VERÐSAMANBURÐ Á BÍLALEIGUBÍLUM

Nýtt efni
Kauphöllin

Hlutabréfavísatalan Stoxx Europe 600 náði sína hæsta gilda á föstudaginn og hefur þá hækkað um nærri 70 prósent frá því mars 2020 þegar vísitala fór lægst í upphafi heimsfaraldursins. Vísitala Bloomberg sem fylgist með gengi evrópskra flugfélaga hefur á sama tíma hækkað um 23 prósent. Af stóru evrópsku flugfélögunum er Ryanair það eina þar sem …

Tónlistarmaðurinn hefur á þessum árum lagt inn 689 lög í eigin nafni. En þrátt fyrir afar litlar vinsældir hefur maðurinn fengið útborgaðar um það bil sem svarar 90 milljónum íslenskra króna frá streymisveitunum vegna þess hve oft lögin hafa verið spiluð. Til að fá útborgað um eitt hundrað krónur frá tónlistarstreymisveitu þarf lag að vera …

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …

Skotar hafa löngum verið hrifnir af hafragraut. Fornleifarannsókn á Suðureyjum á vegum Bristolháskóla árið 2022 leiddi í ljós að hafragrautur hefur verið hluti af mataræði þeirra árþúsundum saman. Á miðöldum einkenndist veðurfar í Skotlandi af miklum raka og skornum skammti af sólarljósi. Þar af leiðandi náðu aðeins harðgerðustu korntegundir að vaxa og upp frá því …

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …