Samfélagsmiðlar

Soltinn í Seattle

Mættu með tóman maga í matarkistu miðborgar Seattle. Þar er nefnilega mikið úrval af girnilegum skyndibita fyrir ferðamenn.

Í meira en öld hafa íbúar Seattle getað sótt sér í matinn á Pike Place Market niðri við höfnina. Þessi bændamarkaður er einn sá elsti í Bandaríkjunum og er fyrir löngu orðið eitt af kennileitum borgarinnar. Ferðalangar eru því fjölmennir á svæðinu en heimamenn láta það ekki slá sig út af laginu og markaðurinn enn meðal þess sem íbúarnir kunna best við í borginni.

En þar sem erfitt er að taka með sér nautasteikur, krækling eða grænmeti heim úr fríinu þá verða ferðamenn að láta sér nægja að borða á staðnum. Og það er sko ekki amalegt hlutskipti.

Hér eru fjórir skyndibitastaðir sem vert er að mæla með á markaðssvæðinu.

Penne í ostabúð

Það gerist víst ekki hversdagslegra á bandarískum heimilum en að bjóða upp á Mac & Cheese, pasta í ostasósu. Í ostabúðinni Beecher´s er þessum rétti lyft upp á hátt plan enda er osturinn búinn til að staðnum og matargestir geta horft á ostagerðamanninn að störfum á meðan þeir snæða. Lítið box af Mac & Cheese kostar rúma fimm dollara (tæpar 600 krónur) og þar sem rétturinn er ansi mettandi þá dugar minni skammturinn. Sérstaklega þar sem það þarf að gera fleiri stöðum skil. Beecher’s er á horni Pine St. og Pike. Pl. beint á móti aðalbyggingu markaðarins.

Besta súpa landsins ár eftir ár

Fyrir nokkrum árum síðan sendi kokkurinn á Pike Place Chowder inn uppskrift í eina þekktustu súpukeppni Bandaríkjanna. Hann vann og hefur haldið fyrsta sætinu allar götur síðan. Aðstandendum keppninnar til mikillar mæðu því skiljanlega minnkar áhuginn á keppninni þegar gullið er eiginlega veitt fyrirfram. Þeir sem vilja bragða á þessum matarmiklu súpum ættu að rata á góðu lyktina í Post Alley, huggulegu húsasundi við markaðinn. New England Clam Chowder er verðlaunasúpa staðarins og kostar skammturinn um 5 dollara.

Hressandi engiferdrykkur

Við hliðina á súpustaðnum er Rachel´s Ginger Beer til húsa. Drykkur hússins er blandaður úr fersku engiferi og hann rífur svo sannarlega í hálsinn, þó á jákvæðan hátt og það er ekki laust við að allur kroppurinn fagni þessari hressandi blöndu um leið og áhrifa hans gætir í öllu kerfinu. Það er líka seldir kokteilar á staðnum.

Kleinuhringir hússins

Í aðalbyggingu Pike Place Market er að finna hinn raunverulega matarmarkað þar sem sælkerar Seattle geta keypt í matinn. En ætli margir þeirra freistist ekki til að taka með sér poka af litlum kleinuhringjum frá Daily Dozen Doughnuts sem seldir eru eftir vigt. Lítill poki af þessum djúpsteiktu sprengjum kostar um þrjá dollara (340 krónur) og feitin er fljót að setja mark sitt á bréfpokann. Það er því um að gera að háma góðgætið í sig á staðnum. En þeir sem vilja kaffi með geta sótt það á fyrsta Starbucks staðinn sem er einmitt á markaðnum. Þar er þó alla jafna löng röð.

Hótel hússins

Þeir sem vilja gista sem næst þessum freistingum ættu að kanna stöðuna á hinu sjarmerandi hóteli Inn at the Market sem er rétt við markaðinn. Þeir heppnu fá útsýni úr herberginu yfir markaðinn og Elliot flóa.

Icelandair býður upp á daglegar ferðir til Seattle og þó borgin sé á vesturströndinni þá er flugferðin þangað aðeins tæpum tveimur tímum lengri en til Boston og New York.

LESTU LÍKA: VEGVÍSIR FYRIR SEATTLE

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …