Samfélagsmiðlar

Soltinn í Seattle

Mættu með tóman maga í matarkistu miðborgar Seattle. Þar er nefnilega mikið úrval af girnilegum skyndibita fyrir ferðamenn.

Í meira en öld hafa íbúar Seattle getað sótt sér í matinn á Pike Place Market niðri við höfnina. Þessi bændamarkaður er einn sá elsti í Bandaríkjunum og er fyrir löngu orðið eitt af kennileitum borgarinnar. Ferðalangar eru því fjölmennir á svæðinu en heimamenn láta það ekki slá sig út af laginu og markaðurinn enn meðal þess sem íbúarnir kunna best við í borginni.

En þar sem erfitt er að taka með sér nautasteikur, krækling eða grænmeti heim úr fríinu þá verða ferðamenn að láta sér nægja að borða á staðnum. Og það er sko ekki amalegt hlutskipti.

Hér eru fjórir skyndibitastaðir sem vert er að mæla með á markaðssvæðinu.

Penne í ostabúð

Það gerist víst ekki hversdagslegra á bandarískum heimilum en að bjóða upp á Mac & Cheese, pasta í ostasósu. Í ostabúðinni Beecher´s er þessum rétti lyft upp á hátt plan enda er osturinn búinn til að staðnum og matargestir geta horft á ostagerðamanninn að störfum á meðan þeir snæða. Lítið box af Mac & Cheese kostar rúma fimm dollara (tæpar 600 krónur) og þar sem rétturinn er ansi mettandi þá dugar minni skammturinn. Sérstaklega þar sem það þarf að gera fleiri stöðum skil. Beecher’s er á horni Pine St. og Pike. Pl. beint á móti aðalbyggingu markaðarins.

Besta súpa landsins ár eftir ár

Fyrir nokkrum árum síðan sendi kokkurinn á Pike Place Chowder inn uppskrift í eina þekktustu súpukeppni Bandaríkjanna. Hann vann og hefur haldið fyrsta sætinu allar götur síðan. Aðstandendum keppninnar til mikillar mæðu því skiljanlega minnkar áhuginn á keppninni þegar gullið er eiginlega veitt fyrirfram. Þeir sem vilja bragða á þessum matarmiklu súpum ættu að rata á góðu lyktina í Post Alley, huggulegu húsasundi við markaðinn. New England Clam Chowder er verðlaunasúpa staðarins og kostar skammturinn um 5 dollara.

Hressandi engiferdrykkur

Við hliðina á súpustaðnum er Rachel´s Ginger Beer til húsa. Drykkur hússins er blandaður úr fersku engiferi og hann rífur svo sannarlega í hálsinn, þó á jákvæðan hátt og það er ekki laust við að allur kroppurinn fagni þessari hressandi blöndu um leið og áhrifa hans gætir í öllu kerfinu. Það er líka seldir kokteilar á staðnum.

Kleinuhringir hússins

Í aðalbyggingu Pike Place Market er að finna hinn raunverulega matarmarkað þar sem sælkerar Seattle geta keypt í matinn. En ætli margir þeirra freistist ekki til að taka með sér poka af litlum kleinuhringjum frá Daily Dozen Doughnuts sem seldir eru eftir vigt. Lítill poki af þessum djúpsteiktu sprengjum kostar um þrjá dollara (340 krónur) og feitin er fljót að setja mark sitt á bréfpokann. Það er því um að gera að háma góðgætið í sig á staðnum. En þeir sem vilja kaffi með geta sótt það á fyrsta Starbucks staðinn sem er einmitt á markaðnum. Þar er þó alla jafna löng röð.

Hótel hússins

Þeir sem vilja gista sem næst þessum freistingum ættu að kanna stöðuna á hinu sjarmerandi hóteli Inn at the Market sem er rétt við markaðinn. Þeir heppnu fá útsýni úr herberginu yfir markaðinn og Elliot flóa.

Icelandair býður upp á daglegar ferðir til Seattle og þó borgin sé á vesturströndinni þá er flugferðin þangað aðeins tæpum tveimur tímum lengri en til Boston og New York.

LESTU LÍKA: VEGVÍSIR FYRIR SEATTLE

Nýtt efni

Þegar blaðamaður gengur inn á Dill á Laugavegi 59 um miðjan dag í miðri viku er starfsfólkið að undirbúa kvöldið, útbúa ýmislegt fyrirfram sem fylgir 18 rétta matseðli kvöldsins. Það kostar vinnu og hæfileika að tryggja að gestir njóti þeirrar upplifunar sem þeir vænta með því að bóka borð löngu fyrirfram á þessum íslenska Michelin-stað.  …

„Íbúar þessa lands búa í ósamþykktu atvinnuhúsnæði á meðan ferðafólk gistir í íbúðarhúsnæði,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, í óundirbúinni fyrirspurn á Alþingi í gær. Þar gagnrýndi hún þær reglur sem settar voru í tíð Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur í ráðuneyti ferðamála árið 2018. Sagði Kristrún reglurnar gera fyrirtækjum, með fjölda íbúða í skammtímaleigu til …

Ég hitti dræverinn minn við terminalinn í Keflavík. Hann var að koma úr transferi  frá Selfossi. Ég spurði  hvort hann væri á Sprinternum, „Nei ég er á nýja Benzinum  hjá  Ice-eitthvað. En hvað eigum við að taka marga pax spurði hann og eru allir með vácera eða eiga þeir að borga kontant?“  Daman á deskinum …

Nú eru 10 þotur á vegum Play í háloftunum en þær voru sex fyrir ári síðan. Umsvifin hafa því aukist  um meira en helming og í nýliðnum nóvember flutti félagið 107 þúsund farþega. Það er viðbót um 42 prósent frá sama tíma í fyrra. Viðbótin er minni en sem nemur auknu framboði og sætanýtingin var …

Rebecca Yarros er sex barna móðir. Hún þjáist af sjaldgæfum sjúkdómi sem kallast Ehlers-Danlos og hún á erfitt með svefn. Í mörg ár hefur hún vaknað um miðjar nætur og legið andvaka tímunum saman. Á hinum svefnlausu nóttum vandi hún sig á að setjast upp og lesa svokallaðar ástarsögur eða romance á fræðimáli bókaútgefenda. Þegar …

Vefmiðillinn Túristi hóf sitt ferðalag fyrir 14 árum en í dag birtist hann lesendum undir nýju nafni og í breyttum búningi, sem ekki er þó fullskapaður heldur í mótun: FF7 - Frásagnir og fréttir alla daga. Áfram verða ferðamál í öndvegi en leitað fanga víðar, birtar áhugaverðar og skemmtilegar frásagnir af ýmsu tagi og fréttir …

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir

Aðlögunarhæfni er meðal helstu styrkleika ferðaþjónustunnar. Það sýndi hún vel í kórónaveirufaraldrinum og það á örugglega eftir að reyna á þennan eiginleika aftur. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, kom inn á þetta í ávarpi sínu á morgunfundi SAF og SA um skattspor ferðaþjónustunnar. Ekki er langt síðan Þórdís Kolbrún gegndi starfi utanríkisráðherra og …

Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur, kynnti niðurstöður skýrslu sem Reykjavík Economics vann fyrir SAF um skattspor ferðaþjónustunnar - um það hvert raunverulegt framlag hennar er til samfélagsins. Byggt er á tölum frá 2022 og er meginniðurstaðan sú að skattspor ferðaþjónustunnar hafi verið rúmir 92 milljarðar króna en rúmir 155 milljarðar ef virðisaukaskattur er meðtalinn. Þetta eru …