Leita skal álits EFTA dómstólsins í deilunni um úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. Samkeppniseftirlitið heldur samt sínu striki og kannar málið annað árið í röð. MEIRA
Leita skal álits EFTA dómstólsins í deilunni um úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. Samkeppniseftirlitið heldur samt sínu striki og kannar málið annað árið í röð.
Deilan um afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli mun dragast á langinn. Málið hefur verið til meðferðar í nærri eitt og hálft ár og í gær skaut Hæstiréttur því til EFTA dómstólsins til að fá úr því skorið hver fari með valdið til að úthluta tímunum. Samkeppniseftirlitið hefur áður sagt það á færi Isavia, rekstraraðila flugvallarins og fór fram á að WOW air fengi ákveðna tíma á Keflavíkurflugvelli til að hefja flug til Bandaríkjanna. Forsvarsmenn Isavia sögðu málið samt ekki á sinni könnu þar sem úthlutunin færi eftir alþjóðlegum reglum.
Ekki er vitað hvenær niðurstaða EFTA dómstólsins liggur fyrir óvíst hvort nokkuð gerist í málinu þangað til. Forsvarsmenn WOW air hættu við flug til Bandaríkjanna í sumar meðal annars vegna þess drátts sem varð á málinu. Hvaða áhrif niðurstaða Hæstaréttar í gær hefur á áform WOW air um að hefja flug til Bandaríkjanna á næsta ári vill Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi, ekki tjá sig um að svo stöddu.
Nýtt mál í gangi
Samkeppniseftirlitið hefur á ný tekið til skoðunar ferlið við úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli fyrir næsta sumar að beiðni WOW air. Samkvæmt upplýsingum frá eftirlitinu þá hefur niðurstaða Hæstaréttar frá í gær ekki áhrif á rekstur þess máls á þessu stigi. Samkeppniseftirlitið stefnir að því að taka afstöðu til ný erindisins í haust.
Forsaga málsins:
Síðastliðið haust komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að WOW air skildi fá úthlutaða afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli milli klukkan sjö og átta á morgnana og milli fjögur og hálfsex seinnipartinn til að hefja flug til Bandaríkjanna. Engin pláss eru laus á þessum tíma dags fyrir flug til landa utan Schengen svæðisins þar sem Icelandair nýtir þau öll. Hafði WOW air áður fengið tíma um klukkustund undan og eftir þessum tveimur dagspörtum. Isavia, rekstraraðili Keflavíkurflugvallar, kærði úrskurðinn og sagði málið ekki á sinni könnu því úthlutunin færi eftir alþjóðlegum reglum og væri framkvæmd af hlutlausum samræmingastjóra. Í lok febrúar sl. felldi áfrýjunarnefnd samkeppnismála úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Skömmu áður höfðu forsvarsmenn WOW air gefið út að ekkert yrði úr fluginu vestur um haf í ár og kærðu þeir í kjölfarið ákvörðun áfrýjunarnefndarinnar kröfðust ógildingar á úrskurði hennar. Við málsmeðferð kærumálsins óskuðu Isavia og Icelandair eftir því að leitað yrði ráðgefandi álits EFTA dómstólsins um stöðu samræmingarstjóra flugvallarins og við því varð Hæstiréttur en héraðsdómur hafði komist að annarri niðurstöðu.
NÝJAR GREINAR: ÁFANGASTAÐIR VETRARINS – ÁFANGASTAÐIR SEM GÆTU FALLIÐ NIÐUR
HÓTEL: GERÐU VERÐSAMANBURÐ Á HÓTELUM
BÍLALEIGA: HVAÐ KOSTAR AÐ LEIGJA BÍL Í ÚTLÖNDUM