Samfélagsmiðlar

Flugleiðir sem gætu fallið niður

Það hafa verið sett nokkur met í ferðaþjónustunni hér á landi í sumar og eftirspurn eftir flugmiðum til og frá Íslandi líklega aldrei verið meiri. Til nokkurra áfangastaða hafa farmiðarnir þó verið óvenju ódýrir í sumar eða reglulega á tilboði. Það er því ekki víst að allar borgirnar í leiðakerfi Icelandair og WOW air verði í boði næsta sumar. MEIRA

 

 

Það hafa verið sett nokkur met í ferðaþjónustunni hér á landi í sumar og eftirspurn eftir flugmiðum til og frá Íslandi líklega aldrei verið meiri. Til nokkurra áfangastaða hafa farmiðarnir þó verið óvenju ódýrir í sumar eða reglulega á tilboði. Það er því ekki víst að allar borgirnar í leiðakerfi Icelandair og WOW air haldist inni mikið lengur.

Í upphafi árs kostaði ódýrasta farið með Icelandair til Sankti Pétursborgar í ágúst um fimmtíu þúsund krónur. Tveimur mánuðum síðar var hins vegar mikið úrval af ódýrari farmiðum til borgarinnar og vegna verkfalla starfsmanna Icelandair varð ekkert úr flugi þangað í upphafi sumars. „Við felldum niður flug til Sankti Pétursborgar í júni en héldum áætlun óbreyttri í júlí og ágúst og eftirspurn hefur verið ágæt. Enn er of snemmt að segja til með framhaldið á þessu flugi á næsta ári, það er í skoðun eins og aðrar leiðir og niðurstaðan liggur ekki fyrir,” segir Guðjón Arngrímsson, talsmaður Icelandair, aðspurður um hvort hann telji líklegt að félagið fjölgi eða fækki ferðum sínum til Sankti Pétursborgar á næsta ári.

Tilboð í sumar

Tilboðsverð WOW air voru mun lægri í upphafi sumars en þau voru á sama tíma í fyrra líkt og Túristi greindi frá. Í júní buðust reglulega farmiðar á undir tíu þúsund krónur en þannig var það ekki í síðasta sumar. Félagið hélt áfram að auglýsa farmiða á 9.990 krónur til Dusseldorf og Stuttgart í júlí og aftur í byrjun ágúst bauð WOW air farmiða til þýsku borganna, auk Vilníus og Amsterdam, á 7.990 krónur. Svo ódýrir farmiðar eru vanalega ekki í boði á þessum árstíma. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir tilboðið þó ekki til marks um að sala á flugsætum til þessara borga hafi verið dræm. Þvert á móti hafi áfangastaðirnir fjórir gengið mjög vel í sumar. Hún segir ástæðu tilboðsins einfaldlega hafa verið þá að markmið WOW air sé að fylla vélarnar í lok sumars.

Uppstokkun ekki óeðlileg

Það var boðið upp á áætlunarflug til fimmtíu og tveggja borga frá Keflavík í júlí og þó íslensku flugfélögin tvö hafi sett farþegamet í þeim mánuði er ekki sjálfgefið að allir áfangastaðir gangi jafn vel. Í ár hefur til að mynda dregið mikið úr fjölgun rússneskra ferðamanna hér á landi sem er vísbending um að eftirspurn eftir Íslandsflugi frá Sankti Pétursborg sé að dala. Hvað varðar ástandið í Þýskalandi þá fljúga þrjú stærstu flugfélög Þjóðverja hingað á sumrin hafa þau íslensku stundum þurft að bíða lægri hlut í samkeppninni. Þannig hætti Icelandair flugi til Berlínar fyrir nokkrum árum og WOW air gafst upp á flugi til Kölnar. Í júlí voru farnar 225 áætlunarferðir frá Keflavík til sjö þýskra borga og áhugavert verður að sjá hvort sú tala lækki næsta sumar. Að sama skapi er spurning hvort íslensku flugfélögin geti att kappi við spænska lággjaldaflugfélagið Vueling á heimavelli í Barcelona. WOW air hefur t.a.m. reglulega boðið upp á tilboð til spænsku borgarinnar síðustu vikur og sömu sögu er að segja um Lyon í Frakklandi.

Sumardagskrá Icelandair og WOW air fyrir næsta sumar verður opinber á næstunni og þá kemur í ljós hvort nýir áfangastaðir bætist við og aðrir verði kvaddir. 

Nýtt efni

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …

Toyota í Japan tilkynnti í morgun að framleiðsla fyrirtækisins hefði aukist um sjö prósent í janúar og að þetta væri þrettándi mánuðurinn í röð sem fleiri bílar væru framleiddir en í sama mánuði árið á undan. Meginskýringin er sögð mikil eftirspurn í Bandaríkjunum. Í janúar runnu rúmlega 740 þúsund fleiri Toyotur af færiböndum verksmiðjanna en …

Við þeim sem fara um Ráðhústorg í Kaupmannahöfn þessa dagana blasir við risastór auglýsing frá Icelandair. Velunnari FF7 var þar á ferð í vikunni og sendi meðfylgjandi mynd. Auglýsingin er á húsi númer fjögur við Ráðhústorg og fyrir hornið á vegg sem snýr að H.C. Andersen Boulevard, sem er mikil umferðaræð í gegnum miðborgina. Unnið …

Tæknirisinn Apple hefur síðastliðinn áratug unnið að þróun rafknúinna og sjálfstýrðra ökutækja sem þó aldrei hafa verið formlega kynnt. Og það verður varla úr þessu því nú hefur þessari þróunarvinnu verið hætt samkvæmt frétt Bloomberg. Þriðjungurinn af þeim mörg hundruð manns sem unnið hafa að bílaverkefninu verða færð yfir á svið gervigreindar hjá Apple en …

Útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli lokaði í janúar og við fjármálaþjónustu í flugstöðinni tók Change Group sem hátti hagkvæmasta tilboðið í þennan rekstur í útboði sem Isavia efndi til í fyrra. Ennþá er Change Group þó ekki komin með tilskilin leyfi til að sinna gjaldeyrisviðskiptum hér á landi samkvæmt því sem FF7 kemst næst og …

Hún er svo vinsæl, bandaríski rithöfundurinn Sarah J. Maas, að þegar þriðja bindið í Crescent City-bókaflokknum kom út þann 30. janúar síðastliðinn stóðu aðdáendur hennar í löngum röðum í vetrarkuldanum fyrir framan bókabúðirnar sem höfðu ákveðið að opna búðir sínar á miðnætti á útgáfudeginum í New York og víðar um Bandaríkin. Þessar raðir fyrir framan …

Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að af öllum mat sem framleiddur er í heiminum fari um þriðingur í ruslið, eða 1,3 milljarðar tonna á ári. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að á heimsvísu fari um 17 prósent af öllum mat í matvöruverslunum, á veitingastöðum og á heimilum í ruslið. Það er gríðarlegt magn af prýðisgóðri næringu sem þar fer …