Samfélagsmiðlar

Icelandair heldur sínu þrátt fyrir fjölgun flugfélaga

Tvöfalt fleiri erlend flugfélög stunda nú Íslandsflug yfir sumarið en fyrir þremur árum síðan. Þrátt fyrir aukninguna þá heldur Icelandair stöðu sinni yfir aðalferðamánuðinn á meðan vegur næststærsta flugfélagsins hefur dregist saman. MEIRA

 

 

Tvöfalt fleiri erlend flugfélög stunda nú Íslandsflug yfir sumarið en fyrir þremur árum síðan. Þrátt fyrir aukninguna þá heldur Icelandair stöðu sinni yfir aðalferðamánuðinn á meðan vegur næststærsta flugfélagsins hefur dregist saman.

Í síðasta mánuði buðu sautján erlend flugfélög upp á áætlunarferðir frá Keflavík en þau voru aðeins níu á sama tímabili árið 2011. Júli er ávallt annasamasti mánuðurinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og farþegafjöldinn nær þá hámarki. Engar opinberar tölur eru til um hvernig hópurinn skiptist niður á flugfélögin.

Metin falla í júlí

Icelandair birtir mánaðarlega tölur um hversu margir ferðast með félaginu en þar sem WOW air, og þar á undan Iceland Express, birtir sjaldan sínar tölur hefur ekki verið hægt að sjá hvernig hlutdeild erlendu félaganna í farþegafjöldanum hefur breyst yfir hásumarið.

Fyrr í þessum mánuði sögðu hins vegar forsvarsmenn WOW air frá því að í júlí síðastliðnum hefðu um 73 þúsund farþegar flogið með félaginu og það væri nýtt met. Túristi hefur beðið um tölur frá WOW air fyrir júlí í fyrra en ekki fengið. Iceland Express setti einnig met í fjölda farþega í júlí árið 2011 þegar það flutti 95 þúsund farþega samkvæmt frétt Mbl.is. Núna eru því til tölur yfir heildarfarþegafjölda íslensku félaganna þessa tvo júlímánuði og þar af leiðandi er hægt að sjá hvernig markaðurinn hefur þróast hvað varðar skiptingu farþega milli íslenskra og erlendra flugfélaga yfir hásumarið.

Næststærsta félagið missir hlutdeild

Icelandair flutti um 355 þúsund farþega í síðasta mánuði eða 64 prósent allra farþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Í júlí árið 2011 var hlutdeild félagsins 62 prósent. Vægi Icelandair er því nánast óbreytt þrátt fyrir að nú fari nærri þriðjungi fleiri um flugvöllinn en fyrir þremur árum síðan. Þegar Iceland Express setti sitt farþegamet í júlí 2011 voru 24 prósent farþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á vegum fyrirtækisins. Í síðasta mánuði voru hins vegar rúmlega 13 prósent farþeganna í Keflavík á leið í eða úr vélum WOW air. Hlutdeild WOW air í metmánuðinum er því nærri helmingi lægri en hlutdeild Iceland Express var þegar félagið setti sitt met fyrir þremur árum. Iceland Express og WOW air hafa verið næststærsti aðilinn í millilandaflugi á eftir Icelandair og af þessum tölum að dæma þá hefur staða þess aðila versnað mjög með tilkomu fleiri erlendra flugfélaga. En eins og áður segir þá hefur ferðunum um Keflavíkurflugvöll í júlímánuði fjölgað um þriðjung á þessum þremur árum og markaðurinn er því mun stærri.

Ögn fleiri farþegar í hverri ferð

Iceland Express flaug til N-Ameríku sumarið 2011 og samkvæmt talningu Túrista fór félagið 130 fleiri ferðir til og frá landinu í júlí það ár en WOW air gerði í síðasta mánuði. Miðað við uppgefinn farþegafjölda frá félögunum þá hafa að jafnaði 156 farþegar setið í vélum Iceland Express þegar félagið setti farþegamet en meðaltalið hjá WOW air hefur verið 152 farþegar í hverri ferð samkvæmt útreikningum síðunnar.

Ferðafjöldinn segir sína sögu

Túristi tekur mánaðarlega saman upplýsingar um umsvifamestu flugfélögin í Keflavík í brottförum talið. Í síðasta mánuði stóð Icelandair fyrir 64,6 prósent brottfara og WOW air 13,8 prósent. Þær tölur eru nærri því nákvæmlega þær sömu og komu fram hér að ofan um hlutdeild flugfélaganna tveggja í farþegafjöldanum í síðasta mánuði. Fjöldi ferða gefur þar af leiðandi skýra mynd af því hvernig farþegar dreifast á milli flugfélaga. En líkt og kom fram í mánaðarlegum talningum Túrista í vetur þá hefur Icelandair nú minna vægi en áður á þeim árstíma.

TENGDAR GREINAR: Áfangastaðir vetrarinsMetmánuður hjá íslensku félögunum

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny

 

Nýtt efni

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …