Samfélagsmiðlar

Borðað úr búri nágrannanna

Matarmarkaðir eru vinsælir áfangastaðir hjá ferðamönnum og í norrænu höfuðborgunum er mikill metnaður lagður í þessar menningarstofnanir.

 

 

Matarmarkaðir eru vinsælir áfangastaðir hjá ferðamönnum og í norrænu höfuðborgunum er mikill metnaður lagður í þessar menningarstofnanir.

Í Östermalms Saluhall koma íbúar Stokkhólms þegar þeir ætla að elda eitthvað sérstaklega gott eða fá sér góða fyllingu í hádeginu. Það er því hvert sæti skipað um miðjan dag á þessum 126 ára gamla matarmarkaði og fyrir stórhátíðir liggur við að hleypa þurfi inn í hollum. Vinsældir Saluhallen í Stokkhólmi eru þó alls ekki einsdæmi því sambærilegir markaðir eru víða taldir nauðsynlegur hluti af borgarskipulaginu. Nýlega fengu því íbúar Oslóar og Kaupmannahafnar sín hús og í Helsinki er nýlokið viðhaldi á þekktasta matarmarkaði borgarinnar.

Dönum þótti þetta dýrt

Það var hart deilt á verðlagið í Torvehallerne við Nørreport í Köben haustið 2011 þegar markaðurinn opnaði. En eftir að hópurinn stækkaði sem varð háður andasamlokunni hjá Ma Poule, pizzunum hjá Gorm og kaffinu hjá Coffee Collective þá þögnuðu óánægjuraddirnar og í dag heimsækja um 60.000 manns Torvehallerne í viku hverri. Húsin tvö sem hýsa allt góðgætið eru orðin meðal þeirra staða sem laða til sín flesta ferðamenn í Kaupmannahöfn.

Fersk blóð í Helsinki

Túristar eru líka stór hluti þeirra sem fá sér í svanginn í Vanha Kauppahalli (Gamla Saluhallen) við suðurhöfnina í Helsinki. Gengi þess markaðar hefur verið upp og niður frá stofnun hans árið 1889 en hefur blómstrað eftir að ferðaþjónusta borgarinnar fór að dafna. Vanha Kauppahalli er reyndar nýopnað eftir að hafa verið lokað í meira en eitt og hálft ár vegna viðhalds. Tíminn var líka nýttur í að endurnýja úrvalið í húsinu og nú spreyta margir ungir verslunarmenn sig þar í fyrsta skipti. Þrátt fyrir það eru markaðurinn ennþá sagður góður staður til að kynnast finnskri matarmenningu.

Styttist í lokun í Stokkhólmi

Það eru hnoðaðar kjötbollur í gríð og erg við standana í Östermalms Saluhall í Stokkhólmi og þeir sem vilja klassískan sænskan mat í höfuðborginni eru vel settir í þessari fallegu byggingu í útjaðri miðborgarinnar. Bakari hússins kann líka að búa til góða snúða og því hægt að slá margar flugur í einni heimsókn á markaðinn. Húsinu verður reyndar lokað á næsta ári því það er kominn tími á viðhald og á meðan færist starfsemin út á torgið fyrir framan.

Mysuostur og lax

Það er langt í næstu framkvæmd við Mathallen í Osló því húsið var opnað í hittifyrra í útjaðri hins líflega Grünerløkka hverfis. Í Mathallen er mikið lagt upp úr því að gestirnir borði á staðnum og því leita margir ferðamenn þangað. Í Mathallen er líka að finna allt það sem Norðmenn eru þekktir fyrir þegar kemur að mat. Nóg er af laxi, skelfiski og villibráð og auðvitað mysuosti.

Þeir sem vilja gera matarmenningu nágrannaþjóðanna skil ættu að koma við á þessum matarmörkuðum í næstu reisu. Vonandi styttist líka í að við getum boðið gestum okkar inn í þess háttar hús.

SÉRVALIN HÓTEL Á VEGUM TABLET HOTELS:

PARIS: PARADISPARISFRÁ 17ÞÚS KR. KÖBEN: HOTEL 27 – FRÁ 20ÞÚS KR. LONDON: ROCKWELL – FRÁ 17ÞÚS KR. NEW YORK: NIGHT HOTEL – FRÁ 14ÞÚS KR.

 

Nýtt efni

Þegar blaðamaður gengur inn á Dill á Laugavegi 59 um miðjan dag í miðri viku er starfsfólkið að undirbúa kvöldið, útbúa ýmislegt fyrirfram sem fylgir 18 rétta matseðli kvöldsins. Það kostar vinnu og hæfileika að tryggja að gestir njóti þeirrar upplifunar sem þeir vænta með því að bóka borð löngu fyrirfram á þessum íslenska Michelin-stað.  …

„Íbúar þessa lands búa í ósamþykktu atvinnuhúsnæði á meðan ferðafólk gistir í íbúðarhúsnæði,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, í óundirbúinni fyrirspurn á Alþingi í gær. Þar gagnrýndi hún þær reglur sem settar voru í tíð Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur í ráðuneyti ferðamála árið 2018. Sagði Kristrún reglurnar gera fyrirtækjum, með fjölda íbúða í skammtímaleigu til …

Ég hitti dræverinn minn við terminalinn í Keflavík. Hann var að koma úr transferi  frá Selfossi. Ég spurði  hvort hann væri á Sprinternum, „Nei ég er á nýja Benzinum  hjá  Ice-eitthvað. En hvað eigum við að taka marga pax spurði hann og eru allir með vácera eða eiga þeir að borga kontant?“  Daman á deskinum …

Nú eru 10 þotur á vegum Play í háloftunum en þær voru sex fyrir ári síðan. Umsvifin hafa því aukist  um meira en helming og í nýliðnum nóvember flutti félagið 107 þúsund farþega. Það er viðbót um 42 prósent frá sama tíma í fyrra. Viðbótin er minni en sem nemur auknu framboði og sætanýtingin var …

Rebecca Yarros er sex barna móðir. Hún þjáist af sjaldgæfum sjúkdómi sem kallast Ehlers-Danlos og hún á erfitt með svefn. Í mörg ár hefur hún vaknað um miðjar nætur og legið andvaka tímunum saman. Á hinum svefnlausu nóttum vandi hún sig á að setjast upp og lesa svokallaðar ástarsögur eða romance á fræðimáli bókaútgefenda. Þegar …

Vefmiðillinn Túristi hóf sitt ferðalag fyrir 14 árum en í dag birtist hann lesendum undir nýju nafni og í breyttum búningi, sem ekki er þó fullskapaður heldur í mótun: FF7 - Frásagnir og fréttir alla daga. Áfram verða ferðamál í öndvegi en leitað fanga víðar, birtar áhugaverðar og skemmtilegar frásagnir af ýmsu tagi og fréttir …

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir

Aðlögunarhæfni er meðal helstu styrkleika ferðaþjónustunnar. Það sýndi hún vel í kórónaveirufaraldrinum og það á örugglega eftir að reyna á þennan eiginleika aftur. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, kom inn á þetta í ávarpi sínu á morgunfundi SAF og SA um skattspor ferðaþjónustunnar. Ekki er langt síðan Þórdís Kolbrún gegndi starfi utanríkisráðherra og …

Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur, kynnti niðurstöður skýrslu sem Reykjavík Economics vann fyrir SAF um skattspor ferðaþjónustunnar - um það hvert raunverulegt framlag hennar er til samfélagsins. Byggt er á tölum frá 2022 og er meginniðurstaðan sú að skattspor ferðaþjónustunnar hafi verið rúmir 92 milljarðar króna en rúmir 155 milljarðar ef virðisaukaskattur er meðtalinn. Þetta eru …