Samfélagsmiðlar

Borðað úr búri nágrannanna

Matarmarkaðir eru vinsælir áfangastaðir hjá ferðamönnum og í norrænu höfuðborgunum er mikill metnaður lagður í þessar menningarstofnanir.

 

 

Matarmarkaðir eru vinsælir áfangastaðir hjá ferðamönnum og í norrænu höfuðborgunum er mikill metnaður lagður í þessar menningarstofnanir.

Í Östermalms Saluhall koma íbúar Stokkhólms þegar þeir ætla að elda eitthvað sérstaklega gott eða fá sér góða fyllingu í hádeginu. Það er því hvert sæti skipað um miðjan dag á þessum 126 ára gamla matarmarkaði og fyrir stórhátíðir liggur við að hleypa þurfi inn í hollum. Vinsældir Saluhallen í Stokkhólmi eru þó alls ekki einsdæmi því sambærilegir markaðir eru víða taldir nauðsynlegur hluti af borgarskipulaginu. Nýlega fengu því íbúar Oslóar og Kaupmannahafnar sín hús og í Helsinki er nýlokið viðhaldi á þekktasta matarmarkaði borgarinnar.

Dönum þótti þetta dýrt

Það var hart deilt á verðlagið í Torvehallerne við Nørreport í Köben haustið 2011 þegar markaðurinn opnaði. En eftir að hópurinn stækkaði sem varð háður andasamlokunni hjá Ma Poule, pizzunum hjá Gorm og kaffinu hjá Coffee Collective þá þögnuðu óánægjuraddirnar og í dag heimsækja um 60.000 manns Torvehallerne í viku hverri. Húsin tvö sem hýsa allt góðgætið eru orðin meðal þeirra staða sem laða til sín flesta ferðamenn í Kaupmannahöfn.

Fersk blóð í Helsinki

Túristar eru líka stór hluti þeirra sem fá sér í svanginn í Vanha Kauppahalli (Gamla Saluhallen) við suðurhöfnina í Helsinki. Gengi þess markaðar hefur verið upp og niður frá stofnun hans árið 1889 en hefur blómstrað eftir að ferðaþjónusta borgarinnar fór að dafna. Vanha Kauppahalli er reyndar nýopnað eftir að hafa verið lokað í meira en eitt og hálft ár vegna viðhalds. Tíminn var líka nýttur í að endurnýja úrvalið í húsinu og nú spreyta margir ungir verslunarmenn sig þar í fyrsta skipti. Þrátt fyrir það eru markaðurinn ennþá sagður góður staður til að kynnast finnskri matarmenningu.

Styttist í lokun í Stokkhólmi

Það eru hnoðaðar kjötbollur í gríð og erg við standana í Östermalms Saluhall í Stokkhólmi og þeir sem vilja klassískan sænskan mat í höfuðborginni eru vel settir í þessari fallegu byggingu í útjaðri miðborgarinnar. Bakari hússins kann líka að búa til góða snúða og því hægt að slá margar flugur í einni heimsókn á markaðinn. Húsinu verður reyndar lokað á næsta ári því það er kominn tími á viðhald og á meðan færist starfsemin út á torgið fyrir framan.

Mysuostur og lax

Það er langt í næstu framkvæmd við Mathallen í Osló því húsið var opnað í hittifyrra í útjaðri hins líflega Grünerløkka hverfis. Í Mathallen er mikið lagt upp úr því að gestirnir borði á staðnum og því leita margir ferðamenn þangað. Í Mathallen er líka að finna allt það sem Norðmenn eru þekktir fyrir þegar kemur að mat. Nóg er af laxi, skelfiski og villibráð og auðvitað mysuosti.

Þeir sem vilja gera matarmenningu nágrannaþjóðanna skil ættu að koma við á þessum matarmörkuðum í næstu reisu. Vonandi styttist líka í að við getum boðið gestum okkar inn í þess háttar hús.

SÉRVALIN HÓTEL Á VEGUM TABLET HOTELS:

PARIS: PARADISPARISFRÁ 17ÞÚS KR.KÖBEN: HOTEL 27 – FRÁ 20ÞÚS KR.LONDON: ROCKWELL – FRÁ 17ÞÚS KR. NEW YORK: NIGHT HOTEL – FRÁ 14ÞÚS KR.

 

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …