Samfélagsmiðlar

Borðað úr búri nágrannanna

Matarmarkaðir eru vinsælir áfangastaðir hjá ferðamönnum og í norrænu höfuðborgunum er mikill metnaður lagður í þessar menningarstofnanir.

 

 

Matarmarkaðir eru vinsælir áfangastaðir hjá ferðamönnum og í norrænu höfuðborgunum er mikill metnaður lagður í þessar menningarstofnanir.

Í Östermalms Saluhall koma íbúar Stokkhólms þegar þeir ætla að elda eitthvað sérstaklega gott eða fá sér góða fyllingu í hádeginu. Það er því hvert sæti skipað um miðjan dag á þessum 126 ára gamla matarmarkaði og fyrir stórhátíðir liggur við að hleypa þurfi inn í hollum. Vinsældir Saluhallen í Stokkhólmi eru þó alls ekki einsdæmi því sambærilegir markaðir eru víða taldir nauðsynlegur hluti af borgarskipulaginu. Nýlega fengu því íbúar Oslóar og Kaupmannahafnar sín hús og í Helsinki er nýlokið viðhaldi á þekktasta matarmarkaði borgarinnar.

Dönum þótti þetta dýrt

Það var hart deilt á verðlagið í Torvehallerne við Nørreport í Köben haustið 2011 þegar markaðurinn opnaði. En eftir að hópurinn stækkaði sem varð háður andasamlokunni hjá Ma Poule, pizzunum hjá Gorm og kaffinu hjá Coffee Collective þá þögnuðu óánægjuraddirnar og í dag heimsækja um 60.000 manns Torvehallerne í viku hverri. Húsin tvö sem hýsa allt góðgætið eru orðin meðal þeirra staða sem laða til sín flesta ferðamenn í Kaupmannahöfn.

Fersk blóð í Helsinki

Túristar eru líka stór hluti þeirra sem fá sér í svanginn í Vanha Kauppahalli (Gamla Saluhallen) við suðurhöfnina í Helsinki. Gengi þess markaðar hefur verið upp og niður frá stofnun hans árið 1889 en hefur blómstrað eftir að ferðaþjónusta borgarinnar fór að dafna. Vanha Kauppahalli er reyndar nýopnað eftir að hafa verið lokað í meira en eitt og hálft ár vegna viðhalds. Tíminn var líka nýttur í að endurnýja úrvalið í húsinu og nú spreyta margir ungir verslunarmenn sig þar í fyrsta skipti. Þrátt fyrir það eru markaðurinn ennþá sagður góður staður til að kynnast finnskri matarmenningu.

Styttist í lokun í Stokkhólmi

Það eru hnoðaðar kjötbollur í gríð og erg við standana í Östermalms Saluhall í Stokkhólmi og þeir sem vilja klassískan sænskan mat í höfuðborginni eru vel settir í þessari fallegu byggingu í útjaðri miðborgarinnar. Bakari hússins kann líka að búa til góða snúða og því hægt að slá margar flugur í einni heimsókn á markaðinn. Húsinu verður reyndar lokað á næsta ári því það er kominn tími á viðhald og á meðan færist starfsemin út á torgið fyrir framan.

Mysuostur og lax

Það er langt í næstu framkvæmd við Mathallen í Osló því húsið var opnað í hittifyrra í útjaðri hins líflega Grünerløkka hverfis. Í Mathallen er mikið lagt upp úr því að gestirnir borði á staðnum og því leita margir ferðamenn þangað. Í Mathallen er líka að finna allt það sem Norðmenn eru þekktir fyrir þegar kemur að mat. Nóg er af laxi, skelfiski og villibráð og auðvitað mysuosti.

Þeir sem vilja gera matarmenningu nágrannaþjóðanna skil ættu að koma við á þessum matarmörkuðum í næstu reisu. Vonandi styttist líka í að við getum boðið gestum okkar inn í þess háttar hús.

SÉRVALIN HÓTEL Á VEGUM TABLET HOTELS:

PARIS: PARADISPARISFRÁ 17ÞÚS KR.KÖBEN: HOTEL 27 – FRÁ 20ÞÚS KR.LONDON: ROCKWELL – FRÁ 17ÞÚS KR. NEW YORK: NIGHT HOTEL – FRÁ 14ÞÚS KR.

 

Nýtt efni

Stærsti bílaframleiðandi heims lætur ekki haggast þó hann hafi mætt nokkru andstreymi að undanförnu. Hluthafafundur Toyota endurnýjaði traust sitt á 10 manna stjórn fyrirtækisins í dag, þar á meðal á formanninum, Akio Toyoda, sem verið hefur í forystusveit fjölskyldufyrirtækisins frá aldamótum. Hann vék úr starfi forstjóra fyrir rúmu ári og varð stjórnarformaður. Nú hefur þessi …

Hér á landi hefur fjöldi erlendra vegabréfa við vopnaleitina á Keflavíkurflugvelli verið helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni. Á hinum Norðurlöndunum er ekki hægt að stunda svona talningu á flugvöllum enda margir sem koma landleiðina. Gistinætur útlendinga eru því aðalmælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni hjá frændum okkar og samtals voru þær 15,3 milljónir …

Búist er við að 38 prósenta hækkun tolla á innflutta rafbíla frá Kína hægi á sókn framleiðenda þar inn á Evrópumarkað. Hins vegar verður það aðeins tímabundið. Kínverskir framleiðendur hafa þegar náð sterkri stöðu í tæknimálum og getu til að framleiða á hagkvæman hátt - þeir ráða yfir allri aðfangakeðju framleiðslu sinnar. Að auki munu …

Fyrstu helgina í júní stefndi í verkfall flugmanna Norwegian í Noregi en samningar tókust á elleftu stundu. Flugfélagið hafði áður samið við danska og spænska flugmenn en þeir norsku kröfðust hlutfallslega meiri hækkunar og vísuðu til þess að laun þeirra stæðust ekki samanburð við starfsbræður sína í Evrópu vegna þess hve veik norska krónan er. …

„Það umfangsmikið verkefni að opna nýja álmu við flugstöð. Byggingin þarf að uppfylla fjölmargar kröfur yfirvalda , m.a. um innréttingar, eldvarnir, umhverfiskröfur og vinnuaðstæður. Það þarf líka að setja upp flókinn tækjabúnað, sem þarnast sérhæfðrar þekkingar og margra stunda þjálfun ef hann á að skila sínu hlutverki. Það gildir um nýjan öryggisbúnað flugvallarins," segir í …

Suður-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai veðjar á fjórða stærsta bílamarkað heims, Indland. Stærstu markaðirnir eru Kína, Bandaríkin og Japan - en Indlandsmarkaður vex hratt og mikil sala er í litlum og sparneytnum gerðum bíla. Á síðasta ári keypti dótturfélag Hyundai á Indlandi verksmiðjur General Motors í Maharashtra í vestanverðu landinu með það fyrir augum að auka framleiðslu …

Icelandair sagði 82 starfsmönnum upp fyrir síðustu mánaðamót en þær uppsagnir náðu ekki til áhafna flugfélagsins. Nú er hins vegar komið að þeim hópi því fyrir helgi fengu 57 flugmenn uppsagnarbréf og eins voru 26 flugstjórar færðir í stöðu flugmanna. Við þá breytingu lækka laun viðkomandi um fimmtung samkvæmt því sem FF7 kemst næst.  Flugmönnum …