Samfélagsmiðlar

Icelandair situr ekki lengur eitt að Edmonton

Hingað til hefur íslenska félagið verið það eina sem flýgur allt árið frá Edmonton í Kanada til Evrópu. Nú ætlar hins vegar eitt stærsta flugfélag heims að blanda sér í slaginn.

 

Hingað til hefur íslenska félagið verið það eina sem flýgur allt árið frá Edmonton í Kanada til Evrópu. Nú ætlar hins vegar eitt stærsta flugfélag heims að blanda sér í slaginn.

Það vakti mikla athygli í Edmonton í Kanada þegar Icelandair hóf að fljúga þangað í byrjun mars. Evrópsk flugfélög höfðu nefnilega ekki sýnt þessari fimmtu fjölmennustu borg Kanada neinn áhuga og eina beina flugið til Evrópu, sem íbúum Edmonton hafði staðið til boða, voru þrjár ferðir í viku til London með Air Canada. Kanadíska flugfélagið hætti hins vegar að fljúga þessa leið yfir háveturinn eftir að Icelandair tilkynnti um komu sína til Alberta fylkis.

Fengu góðar viðtökur

Upphaflega stóð til að flug Icelandair til Edmonton yrði aðeins í boði yfir aðalferðamannatímann en viðtökurnar voru það góðar að stuttu eftir að miðarnir fóru í sölu var ákveðið að starfrækja þessa flugleið allt árið um kring. Þá hafði Túristi það eftir Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa Icelandair, að hann minntist þess ekki að félagið hefði áður fjölgað ferðum og lengt tímabil áður en áætlunarflug til áfangastaðar hæfist. Þessi góði árangur Icelandair í Kanada hefur greinilega vakið athygli í fluggeiranum því í vor ætlar KLM, eitt stærsta flugfélag Evrópu, að hefja áætlunarflug milli Amsterdam og Edmonton samkvæmt tilkynningu. Hollenska félagið mun fljúga fjórum sinnum í viku til Edmonton, líkt og Icelandair gerir, en mun notast við nokkru stærri þotur en Icelandair hefur á sínum snærum.

Fleiri ferðir og miklu fleiri ferðamenn

Í ár fjölgaði áfangastöðum Icelandair í Kanada úr tveimur í fjóra og flugu vélar félagsins þangað allt að sextán sinnum í viku sem er meira en tvöfalt fleiri ferðir en í fyrra. Þessi viðbót hefur skilað sér í mikilli aukningu kanadískra ferðamanna hér á landi. Fyrstu tíu mánuðu ársins komu hingað 35 þúsund Kanadabúar sem er fjölgun um nærri tvo þriðju frá sama tíma í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Til samanburðar hefur erlendum ferðamönnum á Íslandi fjölgað um nærri fjórðung í ár.

Nýtt efni

Þegar blaðamaður gengur inn á Dill á Laugavegi 59 um miðjan dag í miðri viku er starfsfólkið að undirbúa kvöldið, útbúa ýmislegt fyrirfram sem fylgir 18 rétta matseðli kvöldsins. Það kostar vinnu og hæfileika að tryggja að gestir njóti þeirrar upplifunar sem þeir vænta með því að bóka borð löngu fyrirfram á þessum íslenska Michelin-stað.  …

„Íbúar þessa lands búa í ósamþykktu atvinnuhúsnæði á meðan ferðafólk gistir í íbúðarhúsnæði,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, í óundirbúinni fyrirspurn á Alþingi í gær. Þar gagnrýndi hún þær reglur sem settar voru í tíð Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur í ráðuneyti ferðamála árið 2018. Sagði Kristrún reglurnar gera fyrirtækjum, með fjölda íbúða í skammtímaleigu til …

Ég hitti dræverinn minn við terminalinn í Keflavík. Hann var að koma úr transferi  frá Selfossi. Ég spurði  hvort hann væri á Sprinternum, „Nei ég er á nýja Benzinum  hjá  Ice-eitthvað. En hvað eigum við að taka marga pax spurði hann og eru allir með vácera eða eiga þeir að borga kontant?“  Daman á deskinum …

Nú eru 10 þotur á vegum Play í háloftunum en þær voru sex fyrir ári síðan. Umsvifin hafa því aukist  um meira en helming og í nýliðnum nóvember flutti félagið 107 þúsund farþega. Það er viðbót um 42 prósent frá sama tíma í fyrra. Viðbótin er minni en sem nemur auknu framboði og sætanýtingin var …

Rebecca Yarros er sex barna móðir. Hún þjáist af sjaldgæfum sjúkdómi sem kallast Ehlers-Danlos og hún á erfitt með svefn. Í mörg ár hefur hún vaknað um miðjar nætur og legið andvaka tímunum saman. Á hinum svefnlausu nóttum vandi hún sig á að setjast upp og lesa svokallaðar ástarsögur eða romance á fræðimáli bókaútgefenda. Þegar …

Vefmiðillinn Túristi hóf sitt ferðalag fyrir 14 árum en í dag birtist hann lesendum undir nýju nafni og í breyttum búningi, sem ekki er þó fullskapaður heldur í mótun: FF7 - Frásagnir og fréttir alla daga. Áfram verða ferðamál í öndvegi en leitað fanga víðar, birtar áhugaverðar og skemmtilegar frásagnir af ýmsu tagi og fréttir …

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir

Aðlögunarhæfni er meðal helstu styrkleika ferðaþjónustunnar. Það sýndi hún vel í kórónaveirufaraldrinum og það á örugglega eftir að reyna á þennan eiginleika aftur. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, kom inn á þetta í ávarpi sínu á morgunfundi SAF og SA um skattspor ferðaþjónustunnar. Ekki er langt síðan Þórdís Kolbrún gegndi starfi utanríkisráðherra og …

Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur, kynnti niðurstöður skýrslu sem Reykjavík Economics vann fyrir SAF um skattspor ferðaþjónustunnar - um það hvert raunverulegt framlag hennar er til samfélagsins. Byggt er á tölum frá 2022 og er meginniðurstaðan sú að skattspor ferðaþjónustunnar hafi verið rúmir 92 milljarðar króna en rúmir 155 milljarðar ef virðisaukaskattur er meðtalinn. Þetta eru …