Samfélagsmiðlar

Snjallsímaforrit fyrir ferðalagið

Vegabréf, greiðslukort og farsími eru sennilega þeir þrír hlutir sem enginn ferðamaður vill gleyma heima. Hér eru nokkur forrit sem geta gert snjallsímann að ennþá betri ferðafélaga.

Smekklegar ferðabækur

Það er sennilega óhætt fullyrða að ferðamenn smelli oftar af en þeir sem sitja heima og varla hefur dregið úr myndagleðinni eftir að snjallsímarnir komu til sögurnar. Myndunum deilum við svo oft með fólkinu heima á Facebook eða Instagram. Steller er hins vegar forrit fyrir þá sem vilja leggja meiri metnað í ferðafréttirnar. Hér er hægt að búa til myndabækur með stuttum textum í látlausum umbúðum að hætti hússins. Þegar bókin er tilbúin til útgáfu er hægt að deila henni á samfélagsmiðlunum, senda hana í tölvupósti á vel útvalda eða bara halda henni fyrir sjálfan sig.

Heimasíða Steller

Fyrir einmana hótelgesti

Sumir eiga erfitt með að vera einir á ferð og hafa engan til að tala við í morgunmatnum eða á hótelbarnum. Forritið HelloTel kemur þessum hópi fólks til bjargar með því að tengja saman gesti á ákveðnu hóteli eða á ákveðnu svæði. Forritinu svipar því til stefnumótaappsins Tinder og hefur fengið á sig nokkuð vafasaman stimpil.

Heimasíða Hellotel

Þjórfé og margskiptir reikningar

Það krefst dálítillar hugarleikfimi að reikna út hversu mikið þjórfé á að gefa í útlöndum og það er ekki alltaf einfalt að skipta reikningi jafnt á milli nokkurra. Appið Tipulator leysir þessi tvö vandamál því þar er hægt að setja inn upphæð reikningins, velja prósentutölu fyrir þjórfé og deila niðurstöðunni niður á fjölda greiðenda á skemmtilegri hátt en vasareikninirinn býður upp á.

Ferðamyndband

Með Cameo í símanum er hægt að útbúa allt að tveggja mínútna löng myndbönd sem eru samansett úr sex sekúndna myndskeiðum. Það má því gera einum degi eða jafnvel heilli ferð skil í einu vídeói. Notandinn getur svo skreytt verkin með tónlist, texta og alls kyns grafík.

Heimasíða Cameo

Ferðagögnin

Í stað þess að prenta út staðfestingar frá flugfélögum, hótelum og bílaleigum þá sendir þú þær til Tripit og þær birtast í framhaldinu í forritinu í réttri tímaröð. Allar tímasetningar og bókunarnúmer eru því aðgengilegar á einum stað.

Heimasíða Tripit

Almenningssamgöngur

Það er hægt að spara peninga og tíma í stórborgunum með því að taka strætó og lestir. Það getur hins vegar verið flókið fyrir aðkomufólk að átta sig á strætóleiðum en þar kemur Citymapper forritið að góðu gagni og finnur út úr því hvernig hægt er að ferðast á milli staða að hætti heimamanna. Þeir sem eru hjólandi geta líka fengið upplýsingar um bestu leiðina með þessu forriti. Google maps hefur líka álíka góðar upplýsingar en það er ánægjulegt að geta stundum notast við eitthvað annað er forrit frá Google. Enn sem komið er þá eru aðeins nokkrar borgir inn í Citymapper.

Heimasíða Citymapper

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …