Samfélagsmiðlar

Snjallsímaforrit fyrir ferðalagið

Vegabréf, greiðslukort og farsími eru sennilega þeir þrír hlutir sem enginn ferðamaður vill gleyma heima. Hér eru nokkur forrit sem geta gert snjallsímann að ennþá betri ferðafélaga.

Smekklegar ferðabækur

Það er sennilega óhætt fullyrða að ferðamenn smelli oftar af en þeir sem sitja heima og varla hefur dregið úr myndagleðinni eftir að snjallsímarnir komu til sögurnar. Myndunum deilum við svo oft með fólkinu heima á Facebook eða Instagram. Steller er hins vegar forrit fyrir þá sem vilja leggja meiri metnað í ferðafréttirnar. Hér er hægt að búa til myndabækur með stuttum textum í látlausum umbúðum að hætti hússins. Þegar bókin er tilbúin til útgáfu er hægt að deila henni á samfélagsmiðlunum, senda hana í tölvupósti á vel útvalda eða bara halda henni fyrir sjálfan sig.

Heimasíða Steller

Fyrir einmana hótelgesti

Sumir eiga erfitt með að vera einir á ferð og hafa engan til að tala við í morgunmatnum eða á hótelbarnum. Forritið HelloTel kemur þessum hópi fólks til bjargar með því að tengja saman gesti á ákveðnu hóteli eða á ákveðnu svæði. Forritinu svipar því til stefnumótaappsins Tinder og hefur fengið á sig nokkuð vafasaman stimpil.

Heimasíða Hellotel

Þjórfé og margskiptir reikningar

Það krefst dálítillar hugarleikfimi að reikna út hversu mikið þjórfé á að gefa í útlöndum og það er ekki alltaf einfalt að skipta reikningi jafnt á milli nokkurra. Appið Tipulator leysir þessi tvö vandamál því þar er hægt að setja inn upphæð reikningins, velja prósentutölu fyrir þjórfé og deila niðurstöðunni niður á fjölda greiðenda á skemmtilegri hátt en vasareikninirinn býður upp á.

Ferðamyndband

Með Cameo í símanum er hægt að útbúa allt að tveggja mínútna löng myndbönd sem eru samansett úr sex sekúndna myndskeiðum. Það má því gera einum degi eða jafnvel heilli ferð skil í einu vídeói. Notandinn getur svo skreytt verkin með tónlist, texta og alls kyns grafík.

Heimasíða Cameo

Ferðagögnin

Í stað þess að prenta út staðfestingar frá flugfélögum, hótelum og bílaleigum þá sendir þú þær til Tripit og þær birtast í framhaldinu í forritinu í réttri tímaröð. Allar tímasetningar og bókunarnúmer eru því aðgengilegar á einum stað.

Heimasíða Tripit

Almenningssamgöngur

Það er hægt að spara peninga og tíma í stórborgunum með því að taka strætó og lestir. Það getur hins vegar verið flókið fyrir aðkomufólk að átta sig á strætóleiðum en þar kemur Citymapper forritið að góðu gagni og finnur út úr því hvernig hægt er að ferðast á milli staða að hætti heimamanna. Þeir sem eru hjólandi geta líka fengið upplýsingar um bestu leiðina með þessu forriti. Google maps hefur líka álíka góðar upplýsingar en það er ánægjulegt að geta stundum notast við eitthvað annað er forrit frá Google. Enn sem komið er þá eru aðeins nokkrar borgir inn í Citymapper.

Heimasíða Citymapper

Nýtt efni

Kynnisferðir hf. hagnaðist um rúmlega 1,3 milljarða króna á síðasta ári og tvöfaldaðist hann á milli ára. Tekjur félagsins námu 14,5 milljörðum króna og jukust um 30 prósent frá í fyrra. „Við erum afar stolt af þeim árangri sem náðist í rekstri félagsins á síðasta ári þrátt fyrir hátt vaxtastig og aðrar krefjandi ytri aðstæður. …

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ríkisstjórn hans með Janet Yellen, fjármálaráðherra, fremsta í flokki, hafa nú kynnt fyrstu opinberu leiðbeiningarnar fyrir markað með kolefniseiningar þar í landi. Leiðbeininginum er ætlað auka líkurnar á því að kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum séu af nægilegum gæðum og að verkefnin sem liggi þeim til grundvallar skili raunverulegum árangri, …

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …

Icelandair sagði í dag upp 82 starfsmönnum en um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Í tilkynningu er bent á að Icelandair hafi á árunum 2021 til 2023 ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn og góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn. Nú er …

Miklar breytingar eru við sjóndeildarhringinn í grænlenskri ferðaþjónustu. Ný flugstöð verður tekin í notkun í Nuuk 28. nóvember. Síðan er ráðgert að ljúka framkvæmdum við nýjar flugstöðvar í Ilulissat og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fyrir lok ársins 2026. Nú sinna Air Greenland og Icelandair Grænlandsflugi en færi ættu að skapast til að laða að fleiri flugfélög. …

Þýski Volkswagen ætlar ekki að játa sig sigraðan í baráttunni um markaðinn fyrir ódýrar gerðir rafbíla, þar sem kínverskir framleiðendur hafa náð góðri fótfestu og boða enn frekari landvinninga. Fyrr í mánuðinum runnu út í sandinn viðræður fornu fjendanna Volkswagen og franska Renault um að standa sameiginlega að þróun og smíði nýs rafknúins alþýðubíls til …