Samfélagsmiðlar

Spurningar og svör: Skúli Mogensen forstjóri WOW air

Eigandi og forstjóri WOW air gerir ráð fyrir að farþegum félagsins fjölgi um nærri tvo þriðju í ár og segir kostnað fyrirtækisins vera mun lægri en keppinautanna.

skuli mogensen

Í vetur hafa farþegar WOW þurft að borga undir handfarangur sem er þyngri en 5 kíló. Var það rétt ákvörðun að innleiða þetta handfarangursgjald?
Við erum lággjaldaflugfélag og leitum allra leiða til að tryggja allra lægsta verðið fyrir flugsætið og að fólk greiði eingöngu fyrir þá þjónustu sem það notar. Handfarangursgjaldið er hluti af þeirri stefnu. Sætanýting og bókunarstaða WOW air hefur aldrei verið betri þannig að við erum mjög ánægð með okkar lággjaldastefnu.

Mun WOW air stofna fríðindaklúbb þar sem farþegar geta safnað punktum sem nota má sem greiðslu á flugmiða?
Ekki á næstunni.

Í lok mars hefst Ameríkuflug ykkar og þið hafið sagt að á næsta ári bætist nýir bandarískir áfangastaðir við leiðakerfi ykkar. Eruð þið búin að finna staðina? 
Við gerum ráð fyrir að fjöldi farþega hjá WOW air vaxi um 65 prósent í ár og að það verði áfram góður vöxtur á næsta ári. Við munum kynna áætlun fyrir árið 2016 í haust eins og venja er.

Hvaða áhrif hefur það haft á markaðinn að easyJet, næststærsta lággjaldaflugfélag Evrópu, er farið að bjóða upp á ríflega hundrað ferðir í mánuði hingað til Íslands?
Easyjet hefur stækkað markaðinn með sinni innkomu og vakið athygli á Íslandi á sínum mörkuðum sem er jákvætt fyrir heildina. Eins og fyrr segir þá erum við að vaxa um 65 prósent á milli ára og gerum ráð fyrir að halda áfram að vaxa mjög ört næstu árin með tilkomu N-Ameríku og tengiflugs sem mun svo aftur styrkja leiðakerfi okkar í Evrópu. Við berum vissulega virðingu fyrir góðum keppinautum en teljum okkur fyllilega samkeppnisfæra enda með lægri kostnaðarstrúktur en öll flugfélög sem við erum að keppa við, þar með talið Easyjet. CASK Easyjet (einingakostnaður, innsk. blm.) er ca. 8.2 US cent á meðan CASK hjá WOW í ár er áætlaður ca. 5.5 US cent. Við getum því boðið lægri fargjöld en keppinautar okkar en samt verið með jákvæða afkomu. CASK hjá WOW var 7.3 US cent í fyrra. Þessi mikla lækkun á milli ára kemur aðallega til vegna mun betri flugvélanýtingar með tilkomu Bandaríkjaflugs, lægri eldsneytiskostnaðar og hlutfallslegri lækkun yfirbyggingar miðað við 65 prósent aukningar í heildartekjum, þ.e.a.s. heildartekjur eru að aukast um 65 prósent en yfirbyggingin um innan við 10 prósent. Við erum að ná fram stærðarhagkvæmni í fyrsta sinn.

Hlutfall íslenskra farþega hefur lækkað hjá Icelandair síðustu ár og samkvæmt upplýsingum frá erlendu flugfélögunum sem hingað fljúga þá eru Íslendingar í algjörum minnihluta hjá þeim. Hvert er vægi íslenskri farþega hjá WOW air?

Fjöldi íslenskra farþega og hlutfall er mjög misjafnt eftir áfangastað en á heildina litið þá er meiri hlutfallsleg aukning erlendis frá.

WOW air keypti í síðasta mánuði sínar fyrstu flugvélar. Vélarnar eru metnar á 30 milljarða. Er hagkvæmara fyrir WOW að eiga vélar í stað þess að leigja?
WOW air hefur vaxið mjög hratt og við gerum ráð fyrir að halda þeim vexti áfram næstu árin. Þá er skynsamlegt að blanda þessu saman þ.e.a.s, bæði að kaupa og leigja vélar. Það gefur okkur sveigjanleika sem er mikilvægt í flugrekstri.

Á morgun birtast svör Birkis Hólm Guðnasonar, framkvæmdatjóra Icelandair.

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …