Samfélagsmiðlar

Verkfalli Norwegian lokið

bjornkjos

Á morgun munu vélar næststærsta flugfélags Norðurlanda taka á loft á ný eftir tíu daga hlé. Á morgun munu vélar næststærsta flugfélags Norðurlanda taka á loft á ný eftir tíu daga hlé. Þar með komast flugsamgöngur innan Skandinavíu í samt horf. Deiluaðilar segja það leitt að ferðaplön 150.000 farþegar hafi riðlast vegna verkfallsins.
Um mánaðarmótin lögðu sjötíu flugmenn Norwegian flugfélagsins niður störf og 650 flugmenn í viðbót fóru í verkfall á miðvikudaginn. Þessar aðgerðir hafa lamað að hluta samöngur innan Skandinavíu en flug Norwegian til annarra landa hefur ekki orðið eins illa úti. Til að mynda þurfi Norwegian aðeins að fella niður eitt flug til Íslands. Talið er að 150.000 farþegar hafi orðið að sætta sig við breytta ferðatilhögun vegna verkfallsins. 

3 ára ráðningasamningar

Launamál voru ekki lykilatriði í þessari kjaradeilu því hún snérist fyrst og fremst um atvinnuöryggi. Flugmennirnir vildu að ráðningasamningar þeirra yrðu færðir í móðurfélag Norwegian í stað þess að vera hjá einu af dótturfélögunum. Telja forsvarsmenn flugmannanna nefnilega líkur á að forsvarsmenn Norwegian ætli að reyna að ráða inn ódýrara vinnuafl til að sinna fluginu frá útlöndum og aðeins bjóða verktakasamninga líkt og tíðkast hjá Ryanair, stærsta lággjaldaflugfélagi Evrópu. Samkvæmt frétt Aftenposten tryggir nýi samningurinn flugmönnunum þriggja ára ráðningu og samræmingu á kjörum á öllum starfsstöðvum Norwegian í Skandinavíu. Laun hækka hins vegar ekki umfram almenna kjarasamninga. Á móti sættust flugmennirnir meðal annars á skert lífeyrisréttingi og lægri tryggingagreiðslur.

Íslenskir flugmenn voru tilbúnir til að aðstoða

Á meðan á samningaviðræðum stóð grunuðu sökuðu flugmennirnir stjórnendur Norwegian um að reyna verkfallsbrot með því að fá erlendar áhafnir til að fljúga vélunum. Hótuðu þeir að allar vélar Norwegian yrðu stöðvaðar af stéttarfélögum flugmanna út í heimi. Í viðtali við Túrista sagði Hafsteinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, félagsmenn sína reiðubúna til að leggja flugmönnum Norwegian lið yrði þess óskað.

Norwegian flýgur til Íslands frá Ósló og Bergen en í dag var ferð félagsins hingað frá höfuðborg Noregs felld niður vegna verkfallsins.

 
Nýtt efni

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …

Norska flugfélagið Norwegian gerði upp annan ársfjórðung í gær en hlutabréf í félaginu féllu um 16 prósent í síðustu viku þegar afkomuspá ársins var lækkuð. Fjárfestar tóku þó uppgjör gærdagsins vel því bréfin hækkuðu um fimm af hundraði. Niðurstaðan hljóðaði upp á 477 milljónir norskra króna í hagnað fyrir skatt eða 6,1 milljarð íslenskra kr. …

Play mun fækka flugferðunum sínum til Norður-Ameríku um fjórðung í vetur í samanburði við þann síðasta líkt og FF7 greindi frá. Til viðbótar hefur félagið gert breytingar á flugáætlun sinni til Evrópu. Í sumum tilfellum fjölgar ferðunum en þeim fækkar í öðrum. Þannig gerir áætlunin fyrir september ráð fyrir tíu prósent færri ferðum en í …

Play er með fjóra áfangastaði Bandaríkjunum og einn í Kanada og býður félagið nú upp á daglegar ferðir til þeirra allra nærri allt árið um kring. Yfir vetrarmánuðina hefur Play þó dregið úr framboði en næsta vetur verður niðurskurðurinn meiri en áður. Næstkomandi nóvember er aðeins reiknað með 99 brottförum frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna og …

Nú í vikunni hafa mælingar í Noregi og Bandaríkjunum sýnt að verðlag í þessum tveimur löndum hjaðnar hraðar en greinendur höfðu reiknað með. Það sama er upp á teningnum í Svíþjóð en í morgun birti hagstofan þar í landi nýjar verðlagsmælingar sem sýna að verðbólga sl. 12 mánuði mælist nú 2,6 prósent. Ef vaxtakostnaður er …

Gengi hlutabréf í Icelandair hefur nú fallið um 61 prósent síðustu 12 mánuði og kostar hver hlutur í dag 86 aura. Í hlutafjárútboðinu sem efnt var til í september 2020, til að koma flugfélaginu í gegnum heimsfaraldurinn, var hluturinn seldur á 1 krónu. Stuttu eftir útboðið fór gengið eins langt niður og það er í …

Á fyrri helmingi ársins komu aðeins færri Bandaríkjamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir tíðari flugferðir. Há verðbólga vestanhafs er væntanlega ein af skýringunum á þessum samdrætti enda hafa skuldsettir Bandaríkjamenn nú minna á milli handanna. Nú gæti hagur þess hóps vænkast því verðlag í Bandaríkjunum lækkaði meira í síðasta mánuði …