Samfélagsmiðlar

Breiðþotur WOW munu nýtast í flug til fjölda áfangastaða

skuli mogensen wow

Tveir áfangastaðir á vesturströnd Bandaríkjanna eru forsenda þess að ná sem mestu út úr nýjum breiðþotum WOW air. Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, segir félagið ganga það vel að ekki sé þörf á meðeigendum.

Frá og með næsta sumri mun WOW air bjóða upp flug til Los Angeles og San Francisco líkt og tilkynnt var í gær. Að hefja áætlunarflug til þessara tveggja stórborga á vesturströnd Bandaríkjanna á sama tíma er eitt allra stærsta stökk sem WOW air hefur tekið og leit er að hliðstæðum dæmum í íslenskri flugsögu.

SAS og Norwegian, tvö stærstu flugfélög Norðurlanda, hafa bætt þessum tveimur áfangastöðum við leiðakerfi sín síðustu misseri og hafa þær ákvarðanir fengið töluvert umtal í skandinavísku ferða- og viðskiptapressunni enda kallar flug til vesturstrandar Bandaríkjanna á miklar fjárfestingar. Því er til að mynda haldið fram að SAS þurfi að bæta við sig nokkrum tugum áhafnarmeðlima til að manna hverja af þeim fjórum Airbus 330 breiðþotum sem félagið mun brátt taka í gagnið.

WOW air ætlar að leigja þrjár þess háttar þotur til að fljúga með sína farþega til Los Angeles og San Francisco og yrði því líklega bæta við sig ríflega hundrað áhafnarmeðlimum bara fyrir nýju vélarnar þrjár. Það liggur því beinast við að spyrja Skúla Mogensen, forstjóra og eiganda, WOW air hvernig flugfélagið hans geti hafið flug til beggja þessara áfangastaða á einu bretti. Skúli segir að til að ná hámarks nýtingu á nýju flugvélunum þá hafi þurft að bæta við tveimur áfangastöðum á vesturströndinni en hann segir að vélarnar muni líka nýtast til að auka sætaframboð til Washington og Boston en þangað munu vélar WOW air fljúga daglega á næsta ári.

Forstjórinn bendir jafnframt á að staðsetning Íslands sé lykilatriði. „Á meðan SAS verður að fylla heila þotu í Stokkhólmi til að geta flogið til Los Angeles þá getum við flogið með farþegar alls staðar úr Evrópu til Íslands og þaðan áfram til Los Angeles.

Munurinn á Icelandair og WOW kemur fram í Montrealfluginu

Rekstur Icelandair hefur um áratugaskeið byggst upp á þessu módeli en miðað við áform næsta árs ætlar WOW air að saxa verulega á forskot Icelandair á næstu misserum. Bæði félög munu t.a.m. að hefja flug til Montreal í Kanada í maí nk. og fljúga þangað fjórum sinnum í viku. Icelandair þó aðeins frá vori og fram á haust en WOW air allt árið um kring.

Að mati Skúla endurspeglist munurinn á viðskipamódelum flugfélaganna tveggja í þessu dæmi. „Við seljum nær alla okkar farmiða á netinu, erum í beinum samskiptum við viðskiptavinina og getum betur stillt af verðin en þeir sem selja í gegnum þriðja aðila. Lággjaldamódelið er búið að sanna sig í flugi innan N-Ameríku, Asíu og Evrópu og það virkar líka í flugi yfir hafið líkt og við höfum sýnt fram á. Við teljum því að núna sé rétti tímapunkturinn til að taka næstu skref og sjáum tækifæri í að fjölga áfangastöðum í N-Ameríku og Evrópu.”

Að sögn Skúla verða nýju breiðþoturnar einnig nýttar til að flytja enn fleiri farþega á stærstu áfangastaði WOW í Evrópu, það er London, Kaupmannahöfn, París og Amsterdam. Hann telur að einnig verði not fyrir stærri vélar í fluginu til Dublin en sú borg bættist við leiðakerfi WOW sl. vor og hefur flugið þangað gengið mjög vel. Eins er ekki útilokað að tvær stærstu flughafnir Þýskalands, Frankfurt og Munchen, bætist í nánustu framtíð við leiðakerfi WOW en þessar tvær borgir eru helsta vígi Lufthansa og þangað flýgur Icelandair allt árið um kring.

Hefja þarf stækkun flugstöðvarinnar

Skortur á afgreiðslutímum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur verið í umræðunni síðustu misseri og aðspurður um hvort WOW air hafi tryggt sér tíma á Keflavíkurflugvelli fyrir nýja flugið segir Skúli að staðan fyrir næsta ári sé fín en það sé fyrirsjáanlegt að það skapist mikill flöskuháls í flughöfninni á næstu árum og því mikilvægt sé að hrinda af stað framkvæmdum við hið svokallaða „Masterplan” Isavia án frekari tafa.

Ekki þörf á nýjum fjárfestum

Skúli er eini eigandi WOW air en hann vill ekki meina að þessi auknu umsvif félagsins kalli á breiðari eigendahóp. „Það er engin þörf á því að fá inn nýja fjárfesta því það gengur einfaldlega það vel hjá okkur. Í október vorum við til dæmis með 92 prósent sætanýtingu á öllum okkar stöðum sem er ótrúlega hátt hlutfall í október. En ef það kæmu inn fleiri fjárfestar þá gæti ég ekki leyft mér að hlaupa eins hratt og ég geri í dag.“

Nýtt efni

Þegar blaðamaður gengur inn á Dill á Laugavegi 59 um miðjan dag í miðri viku er starfsfólkið að undirbúa kvöldið, útbúa ýmislegt fyrirfram sem fylgir 18 rétta matseðli kvöldsins. Það kostar vinnu og hæfileika að tryggja að gestir njóti þeirrar upplifunar sem þeir vænta með því að bóka borð löngu fyrirfram á þessum íslenska Michelin-stað.  …

„Íbúar þessa lands búa í ósamþykktu atvinnuhúsnæði á meðan ferðafólk gistir í íbúðarhúsnæði,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, í óundirbúinni fyrirspurn á Alþingi í gær. Þar gagnrýndi hún þær reglur sem settar voru í tíð Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur í ráðuneyti ferðamála árið 2018. Sagði Kristrún reglurnar gera fyrirtækjum, með fjölda íbúða í skammtímaleigu til …

Ég hitti dræverinn minn við terminalinn í Keflavík. Hann var að koma úr transferi  frá Selfossi. Ég spurði  hvort hann væri á Sprinternum, „Nei ég er á nýja Benzinum  hjá  Ice-eitthvað. En hvað eigum við að taka marga pax spurði hann og eru allir með vácera eða eiga þeir að borga kontant?“  Daman á deskinum …

Nú eru 10 þotur á vegum Play í háloftunum en þær voru sex fyrir ári síðan. Umsvifin hafa því aukist  um meira en helming og í nýliðnum nóvember flutti félagið 107 þúsund farþega. Það er viðbót um 42 prósent frá sama tíma í fyrra. Viðbótin er minni en sem nemur auknu framboði og sætanýtingin var …

Rebecca Yarros er sex barna móðir. Hún þjáist af sjaldgæfum sjúkdómi sem kallast Ehlers-Danlos og hún á erfitt með svefn. Í mörg ár hefur hún vaknað um miðjar nætur og legið andvaka tímunum saman. Á hinum svefnlausu nóttum vandi hún sig á að setjast upp og lesa svokallaðar ástarsögur eða romance á fræðimáli bókaútgefenda. Þegar …

Vefmiðillinn Túristi hóf sitt ferðalag fyrir 14 árum en í dag birtist hann lesendum undir nýju nafni og í breyttum búningi, sem ekki er þó fullskapaður heldur í mótun: FF7 - Frásagnir og fréttir alla daga. Áfram verða ferðamál í öndvegi en leitað fanga víðar, birtar áhugaverðar og skemmtilegar frásagnir af ýmsu tagi og fréttir …

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir

Aðlögunarhæfni er meðal helstu styrkleika ferðaþjónustunnar. Það sýndi hún vel í kórónaveirufaraldrinum og það á örugglega eftir að reyna á þennan eiginleika aftur. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, kom inn á þetta í ávarpi sínu á morgunfundi SAF og SA um skattspor ferðaþjónustunnar. Ekki er langt síðan Þórdís Kolbrún gegndi starfi utanríkisráðherra og …

Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur, kynnti niðurstöður skýrslu sem Reykjavík Economics vann fyrir SAF um skattspor ferðaþjónustunnar - um það hvert raunverulegt framlag hennar er til samfélagsins. Byggt er á tölum frá 2022 og er meginniðurstaðan sú að skattspor ferðaþjónustunnar hafi verið rúmir 92 milljarðar króna en rúmir 155 milljarðar ef virðisaukaskattur er meðtalinn. Þetta eru …