Samfélagsmiðlar

Vilja fimm þúsund Íslendingar til Kanaríeyja í hverjum mánuði?

tenerife stor

Með auknu flugi WOW air til Las Palmas og Tenerife tvöfaldast framboð fram á ferðum þangað. „Eitthvað mun undan láta”, segir einn viðmælanda Túrista.
Frá því mars síðastliðnum hefur 200 sæta þota á vegum WOW air flogið alla laugardaga til Tenerife og eftir áramót bætast við þriðjudagsferðir þangað á vegum flugfélagsins. Þar með verða vikulega í boði um 750 sæti í flugvélunum sem fara héðan til Tenerife og þar af eru fjögur hundruð á vegum WOW air. Ferðaskrifstofa Íslands, Heimsferðir og Vita sameinast svo um tvær vélar í viku til Tenerife sem er stærst Kanaríeyjanna. Áður en WOW hóf að fljúga þangað sátu þessar þrjár stærstu ferðaskrifstofur landsins einar að sölu ferða til þessa vinsælla áfangastaðar. Gaman ferðir, dótturfélag WOW air, býður nú einnig upp á pakkaferðir til eyjunnar.

Taka líka að taka slaginn á Kanarí

Viðtökurnar við Tenerifeflugi WOW air hafa verið mjög góðar að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur upplýsingafulltrúa WOW air og því hefur félagið ákveðið að hefja einnig áætlunarflug til Las Palmas á Kanarí (Gran Canaria) í febrúar. Um þessar myndir fljúga þangað tvær þotur í viku með farþega ferðaskrifstofanna þriggja en með tilkomu WOW air mun framboð á ferðum til Las Palmas aukast um helming. Þá verður hægt að fljúga þangað með 550 farþega í hverri viku. Heimildarmenn Túrista eru sammála um að áætlunarflug WOW til Tenerife og nú Kanarí komi sér illa fyrir ferðaskrifstofurnar enda ólíklega markaður hér á landi fyrir svona margar ferðir.  Vélarnar eru líka nær eingöngu skipaðar íslenskum ferðalöngum þar sem hingað til hefur eftirspurn eftir Íslandsferðum meðal íbúa Kanaríeyja ekki verið nein. „Eitthvað mun undan láta því markaðurinn fyrir Kanaríferðir hefur ekki stækkað svona mikið frá því í fyrra”, segir einn viðmælanda Túrista innan ferðageirans um þá staðreynd að eftir áramót verður vikulega hægt að ferja um 1300 Íslendinga í viku til Kanaríeyja sem er um tvöfalt meira framboð á flugsætum en á sama tíma í fyrra.

Tímasetning vekur athygli

Það vekur einnig athygli þeirra sem til þekkja að WOW air hefur áætlunarflug til Las Palmas um miðjan febrúar þegar eftirspurn eftir ferðum þangað er í minna í lagi. Stór hluti þeirra Íslendinga sem ferðast til Kanarí fer nefnilega þangað strax eftir áramót og dvelur í fjórar til tólf vikur. „Hingað til hefur ekki verið eins auðvelt að selja ferðir þangað í febrúar”, segir Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Íslands, aðspurð um flug WOW til Kanarí. Hún segist þó fagna auknu flugi en segir framboðið verða í meira lagi með tilkomu flugfélagsins. Þórunn útilokar hins vegar ekki að kaupa sæti í vélum WOW en í dag fljúga farþegar Ferðaskrifstofu Íslands til Kanarí og Tenerife í leiguflugi Icelandair og Primera Air. „Við erum sérfræðingar í að pakka saman flugi og hótelum”, bætir Þórunn við og segir ferðaskrifstofuna nýta sér allt flug til og frá landinu fyrir farþega sína.

Pakkaferðir eða aðeins flug?

Sala á farmiðum með WOW air til Las Palmas hófst í vikunni og í dag er hægt að fá flug hjá félaginu, báðar leiðir með farangri, á tæpar sextíu þúsund krónur í febrúar og fram á vorið. Til samanburðar kostar flugið, eitt og sér, rétt rúmlega hundrað þúsund hjá Ferðaskrifstofu Íslands og Vita. Samanburður á verði flugfélaga og ferðaskrifstofa er hins vegar ekki einfaldur því ferðaskrifstofurnar leggja meginárherslu á pakkaferðir þar sem flug, hótel og fararstjórn er innifalin. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, dregur þó ekki dul á að þessi viðbót í flugi til Kanaríeyja geti haft áhrif á verðið. „Við mætum samkeppni eins og við höfum ávallt gert með því að bjóða hagstæð verð,” segir hann í svari til Túrista.

Skortur á gistingu á Kanaríeyjum í kortunum

Íslendingar eru ekki einir um að fjölmenna til Kanaríeyja yfir vetrarmánuðina því ferðir þangað njóta einnig mikilla vinsælda meðal frændþjóðanna. Þar hafa sólarlandaferðir til Egyptalands einnig selst vel yfir köldustu mánuðina en vegna ótryggs ástands þar í landi síðustu ár hefur eftirspurnin eftir ferðum til spænska eyjaklasans aukist. Nú hafa bresk og rússnesk stjórnvöld ráðlagt þegnum sínum að halda sig fjarri Egyptalandi og það gæti haft þau áhrif að skortur verði á lausum hótelherbergjum á Kanarí og Tenerife í vetur. Þeir sem kaupa sér aðeins flugmiða til eyjanna á næstunni ættu því að huga að gistingu um leið.
SMELLTU HÉR TIL AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ Á HÓTELUM Á KANARÍ OG TENERIFE

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …