Samfélagsmiðlar

Boðar hámarksverð á drykkjarvatn í flugstöðvum

flugfarthegi

Þar sem farþegar mega ekki taka með sér vatn að heiman í flugið þá er óverjandi að þeir geti ekki svalað þorsta sínum í flugstöðvum gegn sanngjarni þóknun að mati forsvarsmanna Evrópusambandsins. Þar sem farþegar mega ekki taka með sér vatn að heiman í flugið þá er óverjandi að þeir geti ekki svalað þorsta sínum í flugstöðvum gegn sanngjarni þóknun að mati forsvarsmanna Evrópusambandsins.
Í nærri áratug hefur sú regla gilt að flugfarþegar mega aðeins taka með sér vökva í gegnum öryggisleita sem kemst fyrir í 100 millilítra umbúðum. Það er rétt um tveir sopar af drykkjarvatni og þeir sem vilja svala þorstanum áður en farið er um borð í flugvélina þurfa þá oftast að kaupa sér vatn eða biðja um það með öðrum veitingum. Vissulega er einnig hægt að fá vatns úr klósettkrönum og vatnshönum. Líklega enda hins vegar flestir á því að kaupa sér vatnsflöskur og þær reynast oft vera mun dýrari á flugvöllunum en út í bæ. Þessu vill Violeta Bulc, sem á sæti í framkvæmdastjórn ESB, breyta og vinnur nú að nýrri reglugerð sem tryggir öllum farþegum á flughöfnum innan ESB svæðisins hálfslítra vatnsflöskur sem ekki mega kosta meira en eina evru, um 140 krónur. Samkvæmt frétt hins danska Politiken eiga flöskurnar að vera á boðstólum um leið og fólk kemur í gegnum öryggisleitina svo það þurfi ekki að þramma um alla flugstöðina til að finna þetta sérstaka ESB vatn.
Líkt og kom fram í frétt Mbl.is nýverið þá voru vatnshanar settir upp í Flugstöð Leifs Eiríkssonar nýverið þar sem ekki var kalt kranavatn á salernum flugstöðvarinnar.

Sex af níu flugfélögum rukka fyrir vatnið

Þeir farþegar sem vilja spara sér vatnskaupin í flugstöðvum og heldur fá sér eitthvað í háloftunum þurfa oftar en ekki að borga fyrir vatnið þar. Til að mynda rukka sex af þeim níu flugfélögum sem fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli í vetur fyrir allar veitingar um borð, þar á meðal vatnið. Kosta vatnsflöskurnar á bilinu 250 til 390 krónur líkt og sjá má í nýlegri verðkönnun Túrista á flugvélamat. Aðeins hjá Airberlin, British Airways og Icelandair eru drykkkir innifaldir í fargjaldinu.
VILTU FÁ TÚRISTAGREINAR OG FERÐATILBOÐ Í PÓSTHÓLFIÐ ÞITT? – SMELLTU HÉR TIL AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ Á GISTINGU Í PARÍS

Nýtt efni

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …

Toyota í Japan tilkynnti í morgun að framleiðsla fyrirtækisins hefði aukist um sjö prósent í janúar og að þetta væri þrettándi mánuðurinn í röð sem fleiri bílar væru framleiddir en í sama mánuði árið á undan. Meginskýringin er sögð mikil eftirspurn í Bandaríkjunum. Í janúar runnu rúmlega 740 þúsund fleiri Toyotur af færiböndum verksmiðjanna en …