Samfélagsmiðlar

Kanadísk flugmálayfirvöld hafna Iceland Expess módelinu

newleaf

Flugmálayfirvöld í Kanada segja aðeins flugrekendur notast við heitið flugfélag í markaðssetningu á áætlunarflugi. Þar með stefna þau í hættu rekstri ferðaskipuleggjandi sem ætlaði að feta sömu leið og Iceland Express og WOW air fóru á sínum tíma Flugmálayfirvöld í Kanada segja aðeins flugrekendur notast við heitið flugfélag í markaðssetningu á áætlunarflugi. Þar með stefna þau í hættu rekstri ferðaskipuleggjandi sem ætlaði að feta sömu leið og Iceland Express og WOW air fóru á sínum tíma.
Í þau tíu ár sem Iceland Express hélt uppi áætlunarflugi til og frá Íslandi var félagið aldrei með flugrekstrarleyfi. Fyrirtækið fékk því erlenda aðila með tilskilin flugrekstrarleyfi til að annast flugið fyrir sig. WOW air fylgdi sama módeli í upphafi en fékk sitt eigið flugrekstrarleyfi í október árið 2013.

Allir mega nota heitið flugfélag

Töluverð umræða varð um þetta fyrirkomulag haustið 2012 þegar WOW air tók yfir Iceland Express. Þá sagði nefnilega í tilkynningu frá WOW air að fyrirtækið hefði tekið tekið yfir allan flugrekstur Iceland Express. Í kjölfarið benti Flugmálastjórn, nú Samgöngustofa, á að svo hefði ekki verið og í tilkynningu stofnunarinnar sagði jafnframt: „…hugtakið flugfélag ekki skilgreint í lögum um loftferðir né kemur fyrir í reglugerðum byggðum á þeim lögum. Hvaða aðili sem er getur því í raun nefnt starfsemi sína flugfélag og ferðaskipuleggjendurnir Iceland Express og WOW air hafa gert það.“ 

Norðmenn og Kanadamenn banna íslensku leiðina

Með þessari yfirlýsingu gáfu íslensk flugmálayfirvöld það út að notkun á heitinu flugfélag er ekki aðeins bundin við fyrirtæki með flugrekstrarleyfi. Skömmu áður höfðu hins vegar norsk yfirvöld bannað þarlendu flugfélagi að fara íslensku leiðina og í síðustu viku gerðu starfsbræður þeirra í Kanada það sama. Þá neituðu kanadísk flugmálayfirvöld ferðaskipuleggjandanum Newleaf um leyfi til að starfrækja nýtt áætlunarflug sitt á sömu forsendum og Iceland Express og WOW air gerðu. Félagið hefur því seinkað jómfrúarflugi sínu og neyðst til að endurgreiða þá farmiða sem seldir höfðu verið. Forsvarsmenn Newleaf hafa hins vegar ekki gefið upp vonina og biðja Kanadamenn um að leggja sér lið með því að senda póst á samgönguráðherra landsins og biðja hann um að beita sér í málinu. 

Fagnar komu WOW til Kanada

Jim Young, forstjóri Newleaf, bendir á, svari til Túrista, að í dag fljúgi um 5 milljónir Kanadamanna yfir landamærin til Bandaríkjanna með bandarískum lággjaldaflugfélögum. „Við viljum hafa möguleika á því sama héðan frá Kanada.“ Young segist hins vegar fagna því að WOW air ætli að hefja flug til landsins í vor og segir það spennandi að geta boðið farþegum íslenska flugfélagsins að ferðast áfram með Newleaf til annarra áfangastaða í Kanada. En Newleaf hyggst, fyrst um sinn, einbeita sér að flugi til borga sem stóru flugfélögin sinna ekki sérstaklega í dag.

Nýtt efni

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ríkisstjórn hans með Janet Yellen, fjármálaráðherra, fremsta í flokki, hafa nú kynnt fyrstu opinberu leiðbeiningarnar fyrir markað með kolefniseiningar þar í landi. Leiðbeininginum er ætlað auka líkurnar á því að kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum séu af nægilegum gæðum og að verkefnin sem liggi þeim til grundvallar skili raunverulegum árangri, …

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …

Icelandair sagði í dag upp 82 starfsmönnum en um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Í tilkynningu er bent á að Icelandair hafi á árunum 2021 til 2023 ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn og góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn. Nú er …

Miklar breytingar eru við sjóndeildarhringinn í grænlenskri ferðaþjónustu. Ný flugstöð verður tekin í notkun í Nuuk 28. nóvember. Síðan er ráðgert að ljúka framkvæmdum við nýjar flugstöðvar í Ilulissat og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fyrir lok ársins 2026. Nú sinna Air Greenland og Icelandair Grænlandsflugi en færi ættu að skapast til að laða að fleiri flugfélög. …

Þýski Volkswagen ætlar ekki að játa sig sigraðan í baráttunni um markaðinn fyrir ódýrar gerðir rafbíla, þar sem kínverskir framleiðendur hafa náð góðri fótfestu og boða enn frekari landvinninga. Fyrr í mánuðinum runnu út í sandinn viðræður fornu fjendanna Volkswagen og franska Renault um að standa sameiginlega að þróun og smíði nýs rafknúins alþýðubíls til …

Þegar landamæri opnuðu á ný eftir heimsfaraldurinn fylltust þoturnar og flugfélögin gátu hækkað farmiðaverðið það mikið að mörg þeirra skiluðu í fyrra meiri hagnaði en oft áður. Hækkandi tekjur af hverju flugsæti náðu þannig að vega upp á móti háu olíuverði, hækkandi launakostnaði og aukinni verðbólgu. Núna eru hins vegar vísbendingar um að hinni uppsöfnuðu …