Hinn geðþekki leikari og sjónvarpsmaður Stephen Fry býður farþega velkomna á Heathrow flugvöll í London með því að fara yfir nokkrar óskrifaðar reglur í samskiptum heimamanna.
Bretar líta á biðraðir sem gæðastimpil, vilja helst af öllu tala um veðrið og klappa þegar glas brotnar. Þetta fullyrðir Stephen Fry í nýju myndbandi sem nú birtist á skjánum hjá öllum þeim sem tengjast þráðlausu neti Heathrow flugvallar eða taka hraðlestina þaðan til Lundúna. Markmiðið er að setja útlendinga aðeins inn í hlutina áður en þeir byrja að blanda geði við Bretanna.
Stephen Fry kennir ferðamönnum breska mannasiði
6. janúar 2016
