Samfélagsmiðlar

Ferðaskrifstofurnar keppast við að bjóða tilboð á sólarlandaferðum

strond fotspor chris sardegne

Þeir sem eru akkúrat núna að spá í að bóka ferð á suðrænar slóðir í byrjun sumars geta valið úr úrvali tilboða. Þeir sem eru akkúrat núna að spá í að bóka ferð á suðrænar slóðir í byrjun sumars geta valið úr úrvali tilboða.
Brottfarirnar til sólarlanda strax eftir skólaslit eru vanalega vinsælar og svo er vafalítið einnig í ár. Samt sem áður má í dag finna töluvert af ferðum til Spánar, Tyrklands og Krítar í júní á niðursettu verði. Framboðið af afsláttarferðum er reyndar mest nú í maí en þeir sem vilja frekar út yfir hásumarið geta líka bókað ferðir með vænum afslætti. Ástæðan fyrir öllum þessum tilboðum kann að vera sú að þúsundir Íslendinga ætla að vera á pöllunum í Frakklandi þgar íslenska karlalandsliðið tekur þátt í Evrópumótinu í júní. Líklega mun stór hluti þeirra nýta ferðina og gera Frakklandi góð skil en ekki bara fljúga út til að kíkja á einn leik. Frakklandsreisan mun því fara langt með að tæma ferðasjóð fjölskyldunnar og þar með dregur almennt úr eftirspurn eftir öðrum ferðum. Þeir sem eru að leita að sólarlandaferð fyrir sumarið geta þessa dagana gert ágætis kaup eins og sjá má á þessari upptalningu:

Heimsferðir: 
2 fyrir 1 í maí
50 þúsund kr. bókunarafsláttur 
Nazar:
2 fyrir 1 í fjölda ferða til Antalya í Tyrklandi í júní og fram í byrjun júlí
Sumarferðir
Mallorca, Kanarí og Almería með afslætti í sumar
Úrval-Útsýn

Tilboðsferðir í allt sumar
Vita
Reisur til Krítar í sumar en maíferðir til Spánar á sérkjörum

Nýtt efni

Þegar stjórnendur Easyjet ákváðu að hefja flug til Keflavíkurflugvallar árið 2012 gerðu þeir aðeins ráð fyrir áætlunarflugi hingað yfir sumarmánuðina frá London. Viðtökurnar voru hins vegar það góðar að þeir bættu strax við vetrarflugi. Segja má að sú viðbót hafi valdið straumhvörfum í íslenskri ferðaþjónustu því í kjölfarið komu hingað miklu fleiri breskir ferðamenn yfir …

Stærsti bílaframleiðandi heims lætur ekki haggast þó hann hafi mætt nokkru andstreymi að undanförnu. Hluthafafundur Toyota endurnýjaði traust sitt á 10 manna stjórn fyrirtækisins í dag, þar á meðal á formanninum, Akio Toyoda, sem verið hefur í forystusveit fjölskyldufyrirtækisins frá aldamótum. Hann vék úr starfi forstjóra fyrir rúmu ári og varð stjórnarformaður. Nú hefur þessi …

Hér á landi hefur fjöldi erlendra vegabréfa við vopnaleitina á Keflavíkurflugvelli verið helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni. Á hinum Norðurlöndunum er ekki hægt að stunda svona talningu á flugvöllum enda margir sem koma landleiðina. Gistinætur útlendinga eru því aðalmælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni hjá frændum okkar og samtals voru þær 15,3 milljónir …

Búist er við að 38 prósenta hækkun tolla á innflutta rafbíla frá Kína hægi á sókn framleiðenda þar inn á Evrópumarkað. Hins vegar verður það aðeins tímabundið. Kínverskir framleiðendur hafa þegar náð sterkri stöðu í tæknimálum og getu til að framleiða á hagkvæman hátt - þeir ráða yfir allri aðfangakeðju framleiðslu sinnar. Að auki munu …

Fyrstu helgina í júní stefndi í verkfall flugmanna Norwegian í Noregi en samningar tókust á elleftu stundu. Flugfélagið hafði áður samið við danska og spænska flugmenn en þeir norsku kröfðust hlutfallslega meiri hækkunar og vísuðu til þess að laun þeirra stæðust ekki samanburð við starfsbræður sína í Evrópu vegna þess hve veik norska krónan er. …

„Það umfangsmikið verkefni að opna nýja álmu við flugstöð. Byggingin þarf að uppfylla fjölmargar kröfur yfirvalda , m.a. um innréttingar, eldvarnir, umhverfiskröfur og vinnuaðstæður. Það þarf líka að setja upp flókinn tækjabúnað, sem þarnast sérhæfðrar þekkingar og margra stunda þjálfun ef hann á að skila sínu hlutverki. Það gildir um nýjan öryggisbúnað flugvallarins," segir í …

Suður-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai veðjar á fjórða stærsta bílamarkað heims, Indland. Stærstu markaðirnir eru Kína, Bandaríkin og Japan - en Indlandsmarkaður vex hratt og mikil sala er í litlum og sparneytnum gerðum bíla. Á síðasta ári keypti dótturfélag Hyundai á Indlandi verksmiðjur General Motors í Maharashtra í vestanverðu landinu með það fyrir augum að auka framleiðslu …