Samfélagsmiðlar

Bjórpönkarar bjóða fólki heim til sín

brewdog

Í Aberdeenskíri er að finna brugghús hins dáða en líka umtalaða BrewDog. James Watt, annar stofnendanna, segir íslenska bjóráhugamenn velkomna í heimsókn. Í Aberdeenskíri er að finna brugghús hins dáða en líka umtalaða BrewDog. James Watt, annar stofnendanna, segir íslenska bjóráhugamenn velkomna í heimsókn og mælir með að þeir opni flösku af tímamótaölinu sínu þegar blásið verður til leiks á EM í sumar.
Byltingin í bjórheiminum hefur ólíklega farið framhjá mörgum því úrvalið af öli í búðum og á veitingastöðum er allt annað í dag en fyrir nokkrum árum síðan. Og það er sennilega bara í flugvélunum þar sem við getum ennþá bara fengið líflausan lager í stað bragðmikils öls líkt og það sem James Watt og Martin Dickie hafa bruggað síðastliðinn áratug. Þessir tveir ungu Skotar hófu að spreyta sig á bjórgerð fyrir nærri 10 árum síðan og slógu nær samstundis í gegn. Ölgerðin þeirra, BrewDog, lék því lykilhlutverk í upphafi bjórbyltingarinnar, alla vega á Bretlandi og í nágrannalöndunum. Í dag eru til að mynda nokkrar af þekktust afurðum BrewDog fáanlegar í Vínbúðunum.
Brugghús BrewDog er í skoska bænum Ellon, skammt frá Aberdeen, en þangað hóf Icelandair einmitt að fljúga nýverið. Af því tilefni lagði Túristi nokkrar spurningar fyrir James Watt, annan af stofnendum BrewDog.

Hvers má fólk vænta þegar það heimsækir ykkur í brugghúsið í Aberdeenskíri?
Gestirnir geta sökkt sér ofan í hið merkilega ferli sem bruggun BrewDog afurðanna er. Þið fáið að kynnast öllum stigum ferðalagsins, frá maltinu, humlunum og vatninu og alla leið til pökkunar og flutnings út í heim. Við bjóðum upp á mismunandi túra um brugghúsið sem fólk getur valið á milli. Og á meðan þú er á svæðinu þá geturðu líka heimsótt DogTrap barinn og fengið þér nýbruggaðan bjór. Þeir svöngu verða ekki sviknir af Pieminister Pie en í henni er að finna úrval af framúrskarandi bjórunum okkar og hana skal því ekki láta fara framhjá sér fara.

En hvað skal gera í Aberdeen?
Aberdeen er mjög fjörug borg og þar er mikið að sjá og gera. Mæli sterklega með því að búa á hóteli í miðborg Aberdeen og kynna sér bjórmenningu sem þar blómstrar. Sérstaklega barina okkar tvo, Gallowgate og Castlegate og staði eins og Musa þar sem boðið er upp á frábæran skoskan mat sem hægt er para saman með bjór frá okkur og öðrum sambærilegum bruggurum.

Hver er uppháldsstaðurinn þinn í borginni?
Fyrsti BrewDog bar inn við Gallowgate. Staðsetning hans er epísk, beint í hjarta borgarinnar og þar bjóðum við upp á marga af mest spennandi og eftirsóttustu bjórum veraldar.

Aberdeenskíri er þekkt fyrir gott úrval af Speyside vískí. Hvaða tegund af BrewDog passar best með vískí?
Við mælum með Ship Wrecked; nýjum, sterkum og gylltum bjór sem hefur fengið að liggja í bæði Islay og Speyside vískitunnum. Þessi bjór ber einkenni hins sterka Islay bragðs, reykt torf og ristaðir sykurpúðar, og svo hins mikla og ávaxtaríka Speyside með ferskju, apríkósum og mangó. Algjörlega ljúffengt!
Við erum líka að hleypa BrewDog út í vískiheiminn með nýja eimingarhúsinu okkar, Lone Wolf. Það er líka við höfuðstöðvar okkar í Ellon en í Lone Wolf verður framleitt gin, single-malt vodka og víski og allt handunnið.

Á Íslandi er hægt að fá nokkrar tegundir af BrewDog bjórum. Hvern þeirra myndir þú opna rétt áður flautað er til leiks í fyrsta leik Íslands á EM í sumar?
Það yrði senuþjófurinn sjálfur, Punk IPA, bjórinn sem hóf handverksbjórsbyltinguna.

Á heimasíðu BrewDog geta áhugasamir um heimsókn í brugghúsið í Ellon fundið nánari upplýsingar og á hjá Icelandair má sjá hvað flugið til Aberdeen kostar.
Kjarninn fjallaði nýverið um BrewDog í áhugaverðri grein sem óhætt er að mæla með.

Nýtt efni

Ítalía var mesta vínframleiðsluland heims 2023 en þurfti að sætta sig við að sala dróst saman. Það var reyndar staðan hjá flestum vínframleiðsluþjóðunum. Nú liggja fyrir tölur frá helstu markaðslöndum ítalskra vínframleiðenda: Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Kanada og Japan, en samanlagður útflutningur til þessara landa nemur 56 prósentum af heildinni. Til samanburðar vega þessi markaðslönd 50 prósent …

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Play leitar nú fjárfesta sem vilja leggja félaginu til 1,4 milljarða króna í það minnsta. Stærstu hluthafarnir hafa gefið vilyrði sitt fyrir innspýtingu upp á 2,6 milljarða kr. en sú viðbót er háð því skilyrði að það safnist alla vega 4 milljarðar í nýtt hlutafé. Áður höfðu stjórnendur Play gefið út að þeir þyrftu þrjá …

Mikil umferð farþega var um evrópska flugvelli í janúar, víða fór farþegafjöldinn fram úr því sem var í sama mánuði 2019. Um 46 flugvöllum á Spáni, sem AENA starfrækir, var farþegafjöldinn 18,6 milljónir, sem er 10 prósentum fleiri en í janúar í fyrra. Flestir fóru um flugvöllinn í Madríd nú í janúar síðastliðnum, nærri 4,8 …

Það sem af er ári hefur hægt á eftirspurn á rafbílamarkaði heimsins og framleiðendur bregðast við með því að segja upp starfsfólki, minnka framleiðslukostnað og breyta áætlunum sínum. Þetta bakslag gæti seinkað orkuskiptum í vegasamgöngum.  Þýski gæðabílaframleiðandinn Mercedes-Benz tilkynnti í gær að markmiðum um rafbílavæðingu yrði frestað um fimm ár og sjá til þess að …

Stjórn Volvo Cars ætlar að láta af því verða að minnka hlutinn í sænska rafbílaframleiðandanum Polestar en áformin voru fyrst kynnt í byrjun þessa mánaðar. Fjárfestar tóku tíðindunum vel því hlutabréfin í Volvo hækkuðu í kjölfarið um fjórðung. Endurteknar hlutafjáraukningar Polestar hafa nefnilega haft neikvæð áhrif á gengi Volvo í kauphöllinni í Stokkhólmi samkvæmt frétt …

Notkun á sjálfbæru eldsneyti er besta leiðin til að draga hratt úr losun frá flugsamgöngum, segir Willie Walsh, framkvæmdastjóra Alþjóðasambands flugfélaga, IATA. Hann ræddi mikilvægi þess að minnka losun í ávarpi sínu á flugmálaráðstefnu Changi í Singapúr í vikunni.  Willie Walsh undirstrikaði í ávarpi sínu að flugheimurinn stefndi staðfastlega að kolefnishlutleysi árið 2050: „Við megum …

Vesturland er í útjaðri meginstraums erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Flestir eru þeir á Suðvesturlandi, fara Gullna hringinn og meðfram suðurströndinni - en auðvitað aka margir þeirra eftir Hringveginum í gegnum Borgarfjörð eða halda upp á Snæfellsnes - og áfram sem leið liggur til Vestfjarða með ýmsum útúrdúrum. Við ætlum sem sagt ekki að …