Samfélagsmiðlar

Íslendingar og Svíar höfðu sætaskipti í flugvélunum í sumarbyrjun

stokkholmur djurgarden

Síðustu mánuði hefur íslenskum hótelgestum í Svíþjóð fækkað en á sama tíma fjölgar Svíum hér á landi á ný. Síðustu mánuði hefur íslenskum hótelgestum í Svíþjóð fækkað en á sama tíma fjölgar Svíum hér á landi á ný.
Fjöldi norrænna ferðamanna hér á landi stóð í stað í fyrra en á sama tíma fjölgaði túristum almennt um 30 prósent. Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs er fjöldi danskra og norskra ferðalanga óbreyttur frá því í fyrra á meðan fjórðungi fleiri Svíar hafa heimsótt landið og ríflega fimmtungi fleiri Finnar.
Hjá Svíunum má rekja breytinguna til mun fleiri ferða hingað í vor og sumar því á fyrsta fjórðungi ársins voru sænsku ferðamennirnir hér álíka margir og þeir voru fyrstu þrjá mánuðina í fyrra.

Flugferðum fjölgar og ferðamönnum líka

Líkleg skýring á þessum viðsnúningi í vor er sú að í maí hóf WOW air að fljúga til Västerås flugvallar, 100 kílómetrum norðvestur af Stokkhólmi, en fram að því var Icelandair eina félagið með áætlunarflug til Svíþjóðar. Þotur Icelandair fljúga eina til þrjár ferðir á dag til Arlanda flugvallar við Stokkhólm og frá vori og fram á haust til Gautaborgar. Ástæðan fyrir þessari fjölgun Íslandsferða frá Svíþjóð kann líka að liggja í auknum flugsamgöngur milli Íslands og Kaupmannahafnar í ár enda er flugvöllurinn við Kastrup í seilingarfjarlægð fyrir marga íbúa á Skáni, syðsta hluta Svíþjóðar.

Miklu færri Íslendingar í Stokkhólmi

En á sama tíma og sænskum ferðamönnum fjölgar hratt hér á landi þá draga Íslendingar úr heimsóknum sínum til Svíþjóðar. Alla vega þegar litið er til fjölda íslenskra hótelgesta í Svíþjóð en ekki eru til opinberar tölur um íslenska flugfarþega í Svíþjóð. Sérstaklega hefur reisum okkar til Stokkhólms fækkað en í júní sl. keyptu Íslendingar til dæmis nærri sextán hundruð færri gistinætur á hótelum borgarinnar og nemur samdrátturinn 57 prósentum samkvæmt tölum sænsku hagstofunnar. Sænskum gestum á hótelum í Reykjavík og nágrenni fjölgaði hins vegar um 2.507 eða 34,5 prósent. Sveiflurnar eru því í sitthvora áttina síðustu mánuði en þess ber þó að geta að í fyrra þá keyptu Íslendingar tvöfalt fleiri gistingar í Stokkhólmi í samanburði við árið 2014.

WOW færir sig til Arlanda

Fjölmargar Frakklandsferðir Íslendinga í júní gætu verið ein ástæða þess að íslenskum ferðamönnum í Svíþjóð fækkaði í sumarbyrjun en reyndar fjölgaði íslenskum hótelgestum í Kaupmannahöfn í júní sl. þannig að sigurganga Íslendinga á EM skýrir líklega ekki þessar miklu sveiflur. Hver þróunin verður næstu mánuði er erfitt að segja til um en sænska krónan hefur lækkað umtalsvert í samanburði við þá íslensku og Svíþjóðardvöl því ódýrari kostur fyrir íslenska launþega í dag en til að mynda fyrir ári síðan. Nýverið tilkynntu svo forsvarsmenn WOW air að frá og með byrjun nóvember myndi þotur félagsins lenda við Arlanda flugvöll en ekki í Västerås og það eru jákvæð tíðindi fyrir íslenska túrista því ferðalagið frá Arlanda og inn til Stokkhólms er mun þægilegra en frá Västerås. WOW mun fljúga fjórar ferðir í viku og þar með fær Icelandair samkeppni á Arlanda á ný en SAS spreytti sig á flugi milli Stokkhólms og Íslands sumarið 2012. Það er hins vegar ekki útilokað að SAS taki upp þráðinn því líkt og kom fram í viðtali Túrista við einn af stjórnendum SAS þá liggur beint við að félagið bjóði einnig upp á Íslandsflug frá Stokkhólmi líkt og félagið gerir í Ósló og Kaupmannahöfn.

Yfir sumarið og um helgar býður Arlanda Express ódýrari lestarmiða milli Arlanda flugvallar og Stokkhólms. Sjá hér.

Nýtt efni
Arnar Guðmundsson, Íslandsstofu

Íslandsstofa vinnur að því að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland, kemur íslenskum fyrirtækjum á framfæri á erlendri grundu og liðkar til eftir bestu getu fyrir erlendri fjárfestingu á fimm sviðum atvinnulífs: orku og grænum lausnum, sjávarútvegi og matvælaframleiðslu, hugviti og tækni, listum og skapandi greinum - og loks ferðaþjónustu. Allt byggist þetta á útflutningsstefnu landsins, sem …

Það voru 27.293 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu hér á landi í mars 2024 sem er aukning um 2 prósent frá sama tíma í fyrra en 2 prósent færri í samanburði við mars 2018. Það ár voru ferðamenn hér flestir en gert er ráð fyrir álíka ferðamannastraumi í ár. Vægi starfsfólks með íslenskan bakgrunn er …

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur slitið viðræðum við franska Renault um að þróa og smíða saman nýja gerð af rafknúnum smábíl á viðráðanlegu verði, sem keppt gæti við ódýrustu kínversku bílana. Hugmyndin var sú að bíllinn yrðu byggður á grunni Twingo-smábílsins frá Renault. Renault hyggst nú upp á eigin spýtur þróa Twingo áfram sem rafbíl og …

„Pittsburgh flugið fer vel af stað og er ánægjulegt að sjá að farþegar frá 25 Evrópulöndum hafa bókað flug með okkur til Pittsburgh um Ísland og þaðan hafa farþegar bókað flug til 30 áfangastaða Evrópumegin," sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilefni af fyrstu áætlunarferð flugfélagsins til bandarísku borgarinnar á fimmtudaginn. Forstjórinn lagði um …

Undirbúningur er á lokastigi um að koma á fót ævintýramiðstöð á Suðurlandi, þar sem gistiaðstaða og þjónusta verður tengd þjónustu, gönguferðum og útivist ævintýragjarnra ferðamanna. Ferðafólk, statt við Skógafoss, í ævintýraleit á Suðurlandi - MYND: ÓJ „Það koma stundum mjög athyglisverð verkefni, eins og þegar reynslumikill aðili úr ævintýraferðaþjónustu, sem hefur verið í slíkum rekstri …

Það er auðvitað eðlilegt að Barselóna, höfuðborg Katalóníu, dragi til sín mikinn fjölda ferðafólks. Borgin er fögur, sögurík og spennandi - en líka dálítið þreytt orðin á öllum þessum vinsældum, hömlulausum gestaganginum. Á síðasta ári gistu yfir 12 milljónir manna borginni, um sjö prósentum færri en 2019. Við bætast síðan allir þeir sem koma í …

Argentíski víniðnaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna óðaverðbólgu, óstöðugs gengis og minnkandi útflutnings. Það virðist þó heldur vera að lyftast brúnin á vínframleiðendum og virðast þeir helst þakka það harkalegri aðhaldsstefnu öfgakennda frjálshyggjumannsins Javier Milei, sem tók við forsetaembættinu í Argentínu í desember. Það tók strax að hægja á verðbólgu á fyrstu mánuðum …

Árið 2023 var 4.240 bókum bætt á lista yfir bannaðar bækur í Bandaríkjunum. Aldrei fyrr hafa jafn margar bækur verið bannaðar á einu ári. En á síðustu árum hefur þeim bókum sem settar eru á þennan bannlista fjölgað ár frá ári. Afleiðingin er sú að aðgengi að bókunum er takmarkað og þær eru fjarlægðar af …