Samfélagsmiðlar

Innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli til skoðunar

Bombardier Q400

Millilending við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og leið út í heim gæti orðið raunhæfur kostur fyrir íslenska farþega og erlenda ferðamenn í nánustu framtíð. Millilending við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og leið út í heim gæti orðið raunhæfur kostur fyrir íslenska farþega og erlenda ferðamenn í nánustu framtíð.
Síðustu þrjú sumur hefur Flugfélag Íslands boðið upp á sumarflug milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar. Stjórnendur fyrirtækisins kanna nú möguleikan á því að starfrækja flugið utan háannatíma. „Við erum ekki komnir með endanlega niðurstöðu í það hvort og þá hvenær við gætum hafið flug frá Keflavíkurflugvelli til Akureyrar á öðrum árstímum en nú er. Það er enn til skoðunar en við vonumst til að það liggi fyrir á næstu vikum”, segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, aðspurður um innanlandsflugsflug félagsins frá Keflavíkurflugvelli. Ef niðurstaða stjórnenda Flugfélags Íslands verði sú að auka umsvifin í þessari stærstu flughöfn landsins þá yrði starfsemin þar alltaf viðbót við núverandi markað á Reykjavíkurflugvelli að sögn Árna.

Tenging fyrir ferðamenn og heimamenn

Líkt og kom fram í grein Túrista í síðustu viku þá telja forsvarsmenn ferðamála á Norðurlöndum það vera mjög mikilvægt, fyrir dreifingu ferðamanna í sínum löndum, að boðið sé upp á innanlandsferðir frá aðalflugvelli hvers lands. Keflavíkurflugvöllur nýtur hins vegar þeirrar sérstöðu að þaðan fljúga allar þotur til útlanda ef frá eru taldar sumarferðir til Akureyrar. Erlendir ferðamenn sem ætla í innanlandsflug verða því að koma sér á Reykjavíkurflugvöll. Á sama hátt getur fólk á landsbyggðinni ekki flogið til útlanda frá sínum heimaflugvelli með millilendingu á Keflavíkurflugvelli, öfugt við það sem íbúar í dreifðari byggðum á hinum Norðurlöndunum geta gert. Sú staða gæti hins vegar breyst með auknu innanlandsflugi frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Tímaspursmál hvenær hlutirnir ganga upp

„Það geta tækifæri falist í því að tengja með enn ríkari hætti millilandaflug og innanlandsflug, sér í lagi yfir vetrartímann,“ segir Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar aðspurður um hvort samtökin líti þessa tengingu flugferða sömu augum og forsvarsmenn ferðamála á Norðurlöndunum. „Að vissu leyti er verið að bjóða upp á slíka lausn því Flugfélag Íslands hefur undanfarin þrjú sumur boðið upp á beint flug frá Keflavík til Akureyrar. Viðtökur hafa verið þokkalegar, en forsvarsmenn fyrirtækisins telja þó mikilvægt að skoða þessa lausn áfram,“ segir Skapti Örn. „Innviðir hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu á landsbyggðinni hafa batnað og framboð á afþreyingu aukist. Það er vonandi tímaspursmál hvenær hlutirnir fara að ganga upp og framboð og eftirspurn haldist betur í hendur.“ Skapti Örn segir vetrarferðamennsku á landsbyggðinni hafa verið að sækja í sig veðrið. „Norðurland er sannarlega komið á kortið sem ákjósanlegur vetraráfangastaður, t.d. fyrir þá sem sækja í snjó og skíði. Þá á Austurland mikið inni, enda er þar m.a. að finna framúrskarandi skíðasvæði. Það myndi því styrkja ferðaþjónustu á þessum svæðum ef betur gengi að tengja saman millilandaflug og innanlandsflug.“

Aukning í ár

Þegar litið er til tímabilsins 2011 til 2016 þá sést að farþegafjöldinn á Keflavíkurflugvelli hefur nær tvöfaldast en samdráttur hefur orðið á öðrum flugvöllum landsins. Staðan hefur hins vegar batnað í ár að sögn Skapta. „Það sem af er þessu ári höfum við verið að sjá 30 prósent aukningu í fjölda erlendra ferðamanna sem nýta sér innanlandsflug og er það í línu við aukningu á komum erlendra ferðamanna til landsins,“ segir Skapti Örn. „Þá eru merki um að Íslendingar nýti sér innanlandsflug í ríkari mæli og helst það í hendur við kaupmáttaraukningu í landinu.“
Samkvæmt flugtölum frá Islavia þá fjölgaði farþegum á innanlandsflugvöllunum um 7 prósent fyrstu sjö mánuði þessa árs en aukning á Keflavíkurflugvelli nemur nærri 35 prósentum.

Nýtt efni

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …

Toyota í Japan tilkynnti í morgun að framleiðsla fyrirtækisins hefði aukist um sjö prósent í janúar og að þetta væri þrettándi mánuðurinn í röð sem fleiri bílar væru framleiddir en í sama mánuði árið á undan. Meginskýringin er sögð mikil eftirspurn í Bandaríkjunum. Í janúar runnu rúmlega 740 þúsund fleiri Toyotur af færiböndum verksmiðjanna en …