Samfélagsmiðlar

Kröfuharðir Eurovision aðdáendur bóki hótelherbergi sem fyrst

kiev turisti 1

Það eru 233 dagar í Eurovision taki yfir höfuðborg Úkraínu. Framkvæmdastjóri ferðamálaráðs borgarinnar mælir með að áhugasamir hugi að gistingu sem fyrst.
Það hefur legið ljóst fyrir frá því um miðjan maí að Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram í Úkraínu á næsta ári. Þar í landi hafa hins vegar verið vangaveltur í allt sumar um hvort halda ætti keppnina í Kænugarði, í Odessa við Svartahafið eða í Dnipropetrovsk. Niðurstaðan liggur nú fyrir og var það höfuðborgin sem hneppti hnossið en íbúar hennar hafa mikla reynslu af gestgjafahlutverkinu í Eurovision því keppnin fór þar fram árið 2005 og unglingakeppnin árin 2009 og 2013.

Viðvörunin nær ekki til höfuðborgarinnar

Forsvarsmenn ferðamála í Kænugarði hafa fagnað þessari niðurstöðu valnefndarinnar enda binda þeir vonir við að með söngvakeppninni takist að rétta við orðspor borgarinnar. Það hefur nefnilega dregið verulega úr heimsóknum erlendra ferðamanna til Kænugarðs eftir byltinguna í ársbyrjun 2014 sem endaði með flótta fyrrum forseta landsins til Rússlands. Í kjölfarið hófust svo stríðsátök á Krímskaganum sem ennþá blossa upp með reglulegu millibili og þess vegna er nafn Úkraínu að finna á listum fjöldamargra vestrænna ríkja yfir lönd sem þegnunum er ráðlagt að halda sig fjarri. Sú viðvörun nær þó aðeins til austurhluta landsins en ekki höfuðborgarinnar.

Engin vandamál í kringum hátíðarhöld

Þrátt fyrir það þá á Anton Taranenko, forstöðumaður ferðamálaráðs Kænugarðs, von á að margir muni heimsækja borgina í tengslum við Eurovision. „Við búumst við því að hingað komi á bilinu 25 til 30 þúsund erlendir gestir þær tvær vikur sem keppnin stendur yfir og að til viðbótar muni 5 til 10 þúsund Úkraínumenn ferðast til borgarinnar til að taka þátt í gleðinni.“ Aðspurður um ástandið í borginni og landinu sjálfu segir Taranenko að í Úkraínu búi vinaleg þjóð og engin vandamál hafi komið upp í kringum þær hátíðir sem haldnar hafa verið í Kænugarði undanfarin misseri. Hann bætir því hins vegar við að lögregla verði mjög sýnileg í borginni í maí.

Vonast til að hótelverð hækki ekki mikið

Í byrjun þessa mánaðar heimsótti Túristi Kænugarð og getur vitnað um að þar fara erlendir ferðamenn um án vandræða jafnt að degi sem að kveldi, í það minnsta í miðborginni. Söngvakeppnin sjálf fer reyndar fram í ráðstefnuhöll á austurbakka Dniper árinnar en til að mynda er Sjálfstæðistorgið, Maidan Nezalezhnosti, á vesturbakkanum. En torgið er eiginlega miðpunktur borgarinnar og þar í kring er fjöldi gististaða, meðal annars útibú alþjóðlegra hótelkeðja. Og Taranenko ráðleggur þeim Íslendingum sem vilja búa á góðu hóteli í miðborginni að ganga frá pöntun sem fyrst. Hann segir þó eiga von á að framboð á gistingu verði mikið og að verðskrár hótelanna muni ekki rjúka upp vegna söngvakeppninnar.
Ekkert beint flug er í boði frá Íslandi til Úkraínu en flugfélag heimamanna, Ukraine Internationl Airlines, flýgur til margra þeirra borga sem eru hluti að leiðakerfi Keflavíkurflugvallar. Þannig er t.a.m. hægt að fá fljúga með félaginu frá London, Amsterdam, Berlín, Stokkhólmi og Helsinki.

Nýtt efni

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …

Stefnt er að því að á hótelinu verði veitingastaður, ráðstefnu- og veislusalur ásamt heilsulind. Síðan er ætlunin að stækka Skógarböðin og tengja þau hótelinu.  Samkvæmt fréttatilkynningu er um að ræða fimm milljarða króna fjárfestingu. Áætlað er að hótelið verði opnað eftir tvö ár, vorið 2026.  „Þetta er virkilega spennandi verkefni sem við hjá Íslandshótelum hlökkum …

Hver hlutur í Icelandair kostaði fyrir opnun Kauphallarinnar í morgun 1 krónu og fjóra aura. Verðið hefur ekki verið svona lágt síðan í nóvember árið 2020 en þá hafði félagið nýverið efnt til hlutafjárútboðs þar sem sölugengið var 1 króna á hlut. Í dag er markaðsvirði Icelandair 43 milljarðar króna og hefur það lækkað um …

Stafræna byltingin gerði fjarvinnu auðveldari og heimsfaraldurinn festi það vinnufyrirkomulag í sessi. Stór og vaxandi hópur fólks nýtir sér þá möguleika sem felast í þessu frelsi - að geta unnið verk sín eiginlega hvar sem er í heiminum, skila unnum verkum af sér án þess að mæta á tiltekinn stað á tilgreindum tíma. Áætlað er …

Sigurð Örn Ágústsson, fyrrum forstjóri Bláfugls, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Play. Um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins og verður Sigurður Örn hluti af framkvæmdastjórn flugfélagsins sem nú telur átta manns, einum fleiri en í yfirstjórn Icelandair. Í tilkynningu segir að Sigurður Örn muni hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert …

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …