Samfélagsmiðlar

Kröfuharðir Eurovision aðdáendur bóki hótelherbergi sem fyrst

kiev turisti 1

Það eru 233 dagar í Eurovision taki yfir höfuðborg Úkraínu. Framkvæmdastjóri ferðamálaráðs borgarinnar mælir með að áhugasamir hugi að gistingu sem fyrst.
Það hefur legið ljóst fyrir frá því um miðjan maí að Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram í Úkraínu á næsta ári. Þar í landi hafa hins vegar verið vangaveltur í allt sumar um hvort halda ætti keppnina í Kænugarði, í Odessa við Svartahafið eða í Dnipropetrovsk. Niðurstaðan liggur nú fyrir og var það höfuðborgin sem hneppti hnossið en íbúar hennar hafa mikla reynslu af gestgjafahlutverkinu í Eurovision því keppnin fór þar fram árið 2005 og unglingakeppnin árin 2009 og 2013.

Viðvörunin nær ekki til höfuðborgarinnar

Forsvarsmenn ferðamála í Kænugarði hafa fagnað þessari niðurstöðu valnefndarinnar enda binda þeir vonir við að með söngvakeppninni takist að rétta við orðspor borgarinnar. Það hefur nefnilega dregið verulega úr heimsóknum erlendra ferðamanna til Kænugarðs eftir byltinguna í ársbyrjun 2014 sem endaði með flótta fyrrum forseta landsins til Rússlands. Í kjölfarið hófust svo stríðsátök á Krímskaganum sem ennþá blossa upp með reglulegu millibili og þess vegna er nafn Úkraínu að finna á listum fjöldamargra vestrænna ríkja yfir lönd sem þegnunum er ráðlagt að halda sig fjarri. Sú viðvörun nær þó aðeins til austurhluta landsins en ekki höfuðborgarinnar.

Engin vandamál í kringum hátíðarhöld

Þrátt fyrir það þá á Anton Taranenko, forstöðumaður ferðamálaráðs Kænugarðs, von á að margir muni heimsækja borgina í tengslum við Eurovision. „Við búumst við því að hingað komi á bilinu 25 til 30 þúsund erlendir gestir þær tvær vikur sem keppnin stendur yfir og að til viðbótar muni 5 til 10 þúsund Úkraínumenn ferðast til borgarinnar til að taka þátt í gleðinni.“ Aðspurður um ástandið í borginni og landinu sjálfu segir Taranenko að í Úkraínu búi vinaleg þjóð og engin vandamál hafi komið upp í kringum þær hátíðir sem haldnar hafa verið í Kænugarði undanfarin misseri. Hann bætir því hins vegar við að lögregla verði mjög sýnileg í borginni í maí.

Vonast til að hótelverð hækki ekki mikið

Í byrjun þessa mánaðar heimsótti Túristi Kænugarð og getur vitnað um að þar fara erlendir ferðamenn um án vandræða jafnt að degi sem að kveldi, í það minnsta í miðborginni. Söngvakeppnin sjálf fer reyndar fram í ráðstefnuhöll á austurbakka Dniper árinnar en til að mynda er Sjálfstæðistorgið, Maidan Nezalezhnosti, á vesturbakkanum. En torgið er eiginlega miðpunktur borgarinnar og þar í kring er fjöldi gististaða, meðal annars útibú alþjóðlegra hótelkeðja. Og Taranenko ráðleggur þeim Íslendingum sem vilja búa á góðu hóteli í miðborginni að ganga frá pöntun sem fyrst. Hann segir þó eiga von á að framboð á gistingu verði mikið og að verðskrár hótelanna muni ekki rjúka upp vegna söngvakeppninnar.
Ekkert beint flug er í boði frá Íslandi til Úkraínu en flugfélag heimamanna, Ukraine Internationl Airlines, flýgur til margra þeirra borga sem eru hluti að leiðakerfi Keflavíkurflugvallar. Þannig er t.a.m. hægt að fá fljúga með félaginu frá London, Amsterdam, Berlín, Stokkhólmi og Helsinki.

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …