Samfélagsmiðlar

Flest sumarflug til Kaupmannahafnar

cph terminal

Þó flugleiðunum frá Keflavíkurflugvelli fjölgi hratt þá er gamla höfuðborgin áfram sá staður sem oftast er flogið til frá Íslandi. Alla vega yfir sumarmánuðina. Þó flugleiðunum frá Keflavíkurflugvelli fjölgi hratt þá er gamla höfuðborgin áfram sá staður sem oftast er flogið til frá Íslandi. Alla vega yfir sumarmánuðina.
Farþegar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar gátu valið úr áætlunarferðum til 70 áfangastaða í ágúst og þar af voru nokkrar borgir sem ekki voru hluti af leiðakerfi flugvallarins á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir sífellt aukið úrval af flugi hafa flugsamgöngurnar ekki verið tíðari til nokkurrar borgar í sumar en til Kaupmannahafnar sem hefur lengi, ásamt London, verið sú borg sem oftast er flogið til frá Íslandi. Í heildina voru farnar 589 ferðir til Kaupmannahafnar í sumar eða að jafnaði 6,4 brottfarir á dag. Næst mesta traffíkin var til London en þangað settu þoturnar á Keflavíkurflugvelli stefnuna 518 sinnum sl. þrjá mánuði samkvæmt daglegum talningum Túrista.

Nálægðin við Svíþjóð og vinsældir Danmerkur hjá Íslendingum

Ástæðurnar fyrir sterkri stöðu Kaupmannahafnarflugsins hér á landi liggja meðal annars í þeirri staðreynd að flugvöllurinn þar í borg er sá stærsti á Norðurlöndum og vafalítið millilenda margir íslenskir og erlendir farþegar þar á leið sinni til og frá Íslandi, til að mynda ferðafólk frá Asíu. Dönskum túristum hér á landi hefur hins vegar ekki fjölgað í sumar en aftur á móti hefur sænskum ferðamönnum fjölgað í sumar en góðar lestarsamgöngur eru milli suðurhluta Svíþjóðar og Kaupmannahafnarflugvöllar. Það er því óhætt að fullyrða að stór hluti Svía á Íslandi fljúgi hingað í gegnum Danmörku. Farþegaflutningar Icelandair og WOW air milli Evrópu og N-Ameríku hafa líka mikið að segja enda eru skiptifarþegar um helmingur þeirra sem sitja um borð í vélum félaganna. Sterk tengsl milli Íslands og Danmörku hafa einnig mikið að segja en þar í landi búa þúsundir Íslendinga og íslenskar hótelgestir eru mun stærri hópur í Kaupmannahöfn eru til að mynda í Ósló og Stokkhólmi. 

London kemst á toppinn á ný

Það er hins vegar útlit fyrir að breska höfuðborgin verði sá staður sem oftast er flogið til frá Íslandi í haust og vetur enda munu þá fimm flugfélög etja kappi á flugleiðinni. En í London dreifist umferðin hins vegar á fjóra flugvelli en í Kaupmannahöfn er bara einn, sá sem oft er kenndur við Kastrup. Þangað fljúga Icelandair og WOW air auk SAS sem hóf að fljúga til Íslands frá Danmörku á ný í vor og mun halda því áfram í allan vetur. 

Nærri tvöföldun á nokkur flugleiðum

Með tilkomu Kanadaflugs WOW air hefur flug framboð á flugi til tveggja fjölmennustu borga landsins aukist töluvert eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Ferðirnar til Toronto voru til að mynda nærri tvöfalt fleiri í ágúst en á sama tíma í fyrra þegar Icelandair var eitt um flugið þangað. Bæði íslensku félögin bættu svo Montreal við leiðakerfi sín í maí og sú borg hefur því verið fastur liður á topp 20 listanum í sumar yfir þá staði sem oftast er flogið til frá Keflavíkurflugvelli. Hlutfallslega hefur ferðunum þó fjölgað mest til Minneapolis en í sumar hefur hið bandaríska Delta flogið þessa leið daglega og eins hefur Icelandair boðið upp á tíðari ferðir þangað.

Nýtt efni

Heldur færri beiðnum um vegabréfsáritun var hafnað á Schengen-svæðinu 2023 miðað við árið á undan, 1,6 milljónum eða 15,8 prósentum af heildarfjölda áritana í stað 17,9 prósenta. Flestum beiðnum var að venju hafnað í Frakklandi eða 436.893, samkvæmt frétt SchengenNews, en Frakkar taka líka við flestum beiðnum. Þau ríki sem koma næst á eftir á …

Þegar nýtt íslenskt flugfélag fer í loftið þá er Kaupmannahöfn ávallt meðal fyrstu áfangastaða. Þannig var það í tilfelli Iceland Express, sem þó var ekki fullgilt flugfélag, Wow Air og Play. Hjá öllum þremur var stefnan ekki sett á Stokkhólm fyrr en fleiri þotur höfðu bæst í flotann. Play fór sína fyrstu ferð til sænsku …

Árið 2023 varð landsvæði sem nam tvöfaldri stærð Lúxemborgar eldum að bráð í Evrópu - meira en hálf milljón hektara gróðurlendis eyðilagðist. Samkvæmt upplýsingum Evrópska upplýsingakerfins um gróðurelda (European Forest Fire Information System - EFFIS) voru 37 prósent umrædds lands þakin runnum og harðblaðaplöntum en á 26 prósentum óx skógur.  Auk gríðarlegs tjóns vistkerfisins fylgdu …

Kopar er nú meðal eftirsóttustu hráefna í iðnaði og verð á honum hækkar ört - svipað og gerðist með hráolíuna á áttunda áratugnum eftir að olíuframleiðendur í Arabalöndunum settu viðskiptabann á Bandaríkin og bandalagsríki þeirra vegna stuðnings við Ísrael í Yom Kippur-stríðinu. Mikil hækkun á verði kopars á mörkuðum skýrist raunar að hluta af auknum …

Ísland komst fyrst á kortið hjá United Airlines vorið 2018 þegar félagið hóf áætlunarflug hingað frá New York. Síðar bætti bandaríska flugfélagið við ferðum hingað frá Chicago og í báðum tilvikum voru brottfarir í boði frá frá vori og fram á haust. Í fyrra varð ekkert út Íslandsflugi United frá New York en í lok …

Ferjan Sæfari leggst að bryggju í Sandvík, þorpi Grímseyjar, um hádegisbil eftir um þriggja klukkustunda siglingu frá Dalvík. Ferjan stoppar ekki lengi í eyjunni í þetta sinn heldur leggur aftur af stað frá Grímsey klukkan 14. Dagsferðalangar í Grímsey á veturna stoppa því aðeins í tæpar tvær klukkustundir í eyjunni en leggja á sig meira …

Mótun ferðamálastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira en 100 manns að þeirri vinnu. Drög að tillögu til þingsályktunar voru birti í febrúar og …

Þrátt fyrir takmarkað framboð á flugi innan Evrópu þá eru fargjöld ekki á uppleið og verðþróunin er neytendum í hag nú í sumarbyrjun að sögn forstjóra og fjármálastjóra Ryanair sem kynntu nýtt ársuppgjör félagsins nú í morgun. Reikningsár þessa stærsta lágfargjaldaflugfélags Evrópu lauk í lok mars sl. og þar var niðurstaðan hagnaður upp á 1,9 …