Spænska flugfélagið Iberia Express bauð í sumar upp á flug hingað frá Madrír og segir framkvæmdastjóri hjá félaginu að viðtökurnar hafi verið góðar. Spænska flugfélagið Iberia Express bauð í sumar upp á flug hingað frá Madrír og segir framkvæmdastjóri hjá félaginu að viðtökurnar hafi verið góðar.
„Þetta var fyrsta sumarvertíðin okkar í Reykjavík og við erum mjög ánægð með útkomuna. Farþegar okkar sýndu þessari nýju flugleið mikinn áhuga og þá aðallega Spánverjar en við reiknum með að verða valkostur fyrir fleiri Íslendinga í framtíðinni,” segir Silvia Mosquera, framkvæmdastjóri hjá Iberia Express, aðspurð um hvernig viðtökurnar voru við fyrstu flugleið félagsins til Íslands. Hún segir flugáætlun næsta árs ekki tilbúna en það sé til skoðunar að bæta við ferðum hingað vegna þess hversu vel gekk í sumar. „Reykjavík er orðin mjög vinsæll áfangastaður og við viljum vera samkeppnishæf í framboði á flugi þangað.” Mosquera tekur þó fram að ekki sé endanlega komið á hreint hvort félagið haldi áfram Íslandsflugi á næsta ári.
Skyndilega aukning í ferðum til Spánar
Áður en Iberia Express hóf að fljúga hingað í sumar frá Madríd var það aðeins Icelandair sem bauð upp á áætlunarflug þangað. En reyndar aðeins yfir hásumarið en til að mynda framboð á flugi til Barcelona, Alicante og Kanaríeyja miklu meira. Í lok sumars bætti hins vegar Norwegian við flugið hingað frá Madríd og munu vélar félagsins fljúga hingað reglulega í allan vetur. Það verður í fyrsta skipti sem beint flug verður í boði á þessum árstíma milli íslensku og spænsku höfuðborgarinnar.
SMELLTU TIL AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ Á GISTINGU Í MADRÍD