Samfélagsmiðlar

Opna þarf Flugstöð Leifs Eiríkssonar þrisvar sinnum á jóladag

fle 860

Þó íslensku flugfélögin geri ávallt hlé á áætlun sinni þann 25. desember þá er Íslandsflug á dagskrá hjá Delta og Airberlin þennan hátíðardag. Þó íslensku flugfélögin geri ávallt hlé á áætlun sinni þann 25. desember þá er Íslandsflug á dagskrá hjá Delta og Airberlin þennan hátíðardag.
Um kaffileytið á jóladag í hittifyrra lenti á Keflavíkurflugvelli farþegaþota á vegum easyJet sem hélt svo tilbaka til Genfar tæpum tveimur tímum síðar. Segja má að þessi flugferð hingað frá Sviss hafi sætt töluverðum tíðindum því fram til þessa var löng hefð fyrir því að allt flug, til og frá landinu, lægi niðri þennan eina dag ársins. Öfugt við það sem tíðkast annars staðar því til að mynda eru áætlunarferðir frá morgni til kvölds á jóladag, sem og alla aðra daga, á helstu flughöfnum Norðurlanda. Og þotur flestra þeirra erlendu flugfélaga sem hingað fljúga eru í loftinu á jóladag en þó ekki á leið til og frá Keflavíkurflugvelli. 

Mörg hundruð farþegar um flugstöðina

Stjórnendur easyJet endurtóku hins vegar ekki leikinn í fyrra og felldu niður ferðir félagsins til Íslands á jóladag. Þá hafði Túristi það eftir Guðna Sigurðssyni, talsmanni Isavia, að það hefði verið nefnt við starfsmenn easyJet að fyrirtækið væri það eina sem nýtti sér íslenska flugvöllinn á þessum degi. Guðni sagðist þó ekki vita hvort sú ábending hafi verið ástæðan fyrir því að breska flugfélagið breytti áætlun sinni. Hvað sem því líður er ljóst að easyJet mun ekki heldur bjóða upp á jóladagsferðir til og frá Íslandi í ár. Hins vegar munu þrjár þotur leggja upp að Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 25. desember nk. Sú fyrsta er á vegum Delta Air Lines og mun hún lenda á Keflavíkurflugvelli í morgunsárið og fljúga tilbaka til New York um klukkan níu. Í hádeginu kemur svo fyrri vél Airberlin til landsins frá Dusseldorf og um hálf fjögur leytið kemur sú seinni frá Berlín. Í flugvélunum þremur eru samtals sæti fyrir hátt í 600 farþega og því má gera ráð fyrir að á bilinu 700 til eitt þúsund farþegar fari um Flugstöð Leifs Eiríkssonar á jóladag. En líkt og kom fram í frétt Túrista um flug easyJet í hittifyrra þá er ætlast til að verslanir séu opnar í flugstöðinni fyrir allar brottfarir og það eru því ekki aðeins flugvallarstarfsmenn og öryggisverðir sem kallaðir verða út til að sinna farþegunum. Einnig þarf að bjóða upp á sætaferðir út á flugvöll enda óhætt að fullyrða að bróðurpartur farþeganna verði erlendir ferðamenn. Umstangið í kringum þessar þrjár ferðir verður því töluvert.

Sama verð til Hawaii og heim aftur eins og aðra leiðina til New York 

Þeir sem geta hugsað sér að verja hluta af jóladegi í háloftnum og bóka núna farmiða með Delta til New York þurfa að borga 188.735 krónur fyrir flugið út. Hins vegar kostar flugmiði, báðar leiðir, aðeins 63.675 kr. ef dvalið er úti til 5. janúar.  Farmiði með Delta, báðar leiðir, kostar sem sagt þrisvar sinnum minna en miði aðra leiðina. Já, verðlagningin í fluggeiranum er oft sérstök og sem dæmi má nefna að sá sem bókar flug með Delta héðan á jóladag til Hawaii, með millilendingu í New York, og heim aftur þann 5. janúar borgar líka 188 þúsund krónur fyrir flugmiðann. Farið með Airberlin til Berlínar eða Dusseldorf á jóladag kostar í dag rúmar 13 þúsund krónur og skiptir þá engu hvort einnig er bókað heimflug eða ekki.

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …