Samfélagsmiðlar

Hvernig er að fljúga með Vueling?

Spænska lággjaldaflugfélagið Vueling hóf að fljúga til Íslands fyrir nokkrum árum síðan frá heimahöfn sinni í Barcelona. Túristi flaug með félaginu í fyrsta skipti nýverið.

vueling airbus

 

Fargjöldin
Hægt er að velja á milli þriggja mismunandi tegunda af farmiðum. Basic kallast þeir ódýrustu og um er að ræða berstrípaða flugmiða. Þeir sem vilja innrita tösku og velja sér sæti um leið geta keypt Optima farmiða og Excellence er fyrir þá sem vilja allt innifalið og líka aðgang að hinum svokölluðu betri stofum flugstöðvanna.

Innritun
Allt að fjórum dögum fyrir brottför er hægt að innrita sig í flugið á heimasíðu flugfélagsins eða í gegnum app. Miðana má svo geyma í símanum og því óþarfi að prenta út nema maður kjósi það sérstaklega.

Sætin
Flugfloti Vueling samanstendur aðallega af Airbus A320 vélum með sæti fyrir 180 farþega. Og eins og hjá öðrum lággjaldafélögum þá sitja allir á sama farrými en hægt er að borga aukalega fyrir meira fótapláss, t.d. við neyðarútgang. Útsendari Túrista, sem er tæplega 190 sm á hæð, sat í hefðbundnu sæti og á leiðinni til Barcelona var rýmið fyrir lappirnar gott. Það skrifast þó ekki á rýmið milli sætaraða heldur þá staðreynd að í vélinni voru nýmóðins flugsæti sem eru með þynnri og mjórri sætisbökum en áður tíðkaðist. Með þessari nýjung verður til auka pláss milli sætisraða sem kemur sér vel fyrir þá lappalöngu. Ókosturinn er hins vegar sá að sætin eru ekki eins mjúk og borðin eru nokkru minni, álíka breið og meðalstór spjaldtölva. Á leiðinni heim frá Barcelona var vélin hins vegar útbúin hefðbundnum sætum sem eru mýkri og stærri en þá varð fótaplássið um leið minna.

Maturinn
Flugið milli Barcelona og Keflavíkurflugvallar tekur rúma fjóra tíma og á heimleiðinni er lagt í hann frá Terminal 1 á El Prat um kvöldmatarleytið. Það er því hætt við að hungrið segi til sín eftir flugtak. Stærstu réttirnir sem eru á boðstólum eru langlokur með annars vegar með hráskinku og osti og hins vegar með tómötum og fetaosti. Þó þær séu ekkert lostæti þá eru þær mun betri en hinar klassískur baguette með brauðskinku og osti sem lengi hafa verið í boði í Íslandsflugi. Brauðmetið hjá Vueling kostar 6,5 evrur (um 790 kr.) og fyrir sömu upphæð má fá barnabox fyrir þau yngstu en innihaldið er heldur óhollt. Fyrir litla vatnsflösku greiðir maður 2,1 evru (255 kr.), kaffið og gos er á 2,6 evrur (320kr.) og bjórinn á 3,5 (420 kr). Þeir sem vilja byrja eða enda ferðalagið með cava borga 5,5 evrur (670 kr.)fyrir litla flösku.

Lesefni
Flugtímarit Vueling heitir Ling og eins og gefur að skilja er þar fókusað á ferðatengt efni og þá auðvitað um áfangastaði Vueling. Þarna eru stutt viðtöl við heimafólk, hugmyndir að dagskrá í ferðalaginu og þess háttar. Tímaritið er skreytt með skemmtilega teiknuðum kortum og ljósmyndirnar eru meira í anda dagblaða en glanstímarita. Og til marks um hversu ferskt rit Ling er þá þar ekki að finna hin klassíska leiðara forstjóra flugfélagsins sem sennilega fáir sakna enda eru þeir sjaldnast annað en auglýsingatexti settur í ögn hátíðlegri búning.

Þjónustan um borð
Líkt og gerist og gengur í fluginu þá hefst sala á veitingum um leið og sætisljósin slökkna og þeir svöngu þurfa því ekki að bíða lengi. Áhafnarmeðlimir Vueling eru duglegir við að ganga um farþegarýmið og taka rusl.
SJÁ HEIMASÍÐU VUELING

Nýtt efni

Biðinni er brátt lokið og eftirvæntingarfullir aðdáendur írska rithöfundarins Sally Rooney getað andað léttar því að í liðinni viku var tilkynnt af The Wylie Agency, umboðsskrifstofu rithöfundarins, að ný bók væri væntanleg frá henni þriðjudaginn 24. september 2024.  Alex Bowler, talsmaður Faber & Faber, enska forlags rithöfundarins, sendi líka frá sér tilkynningu í tilefni af væntanlegri  …

Farþegar á Keflavíkurflugvelli gátu að jafnaði valið á milli nærri 10 brottfara á dag til höfuðborgar Bretlands í síðasta mánuði. Þetta er viðbót um eina ferð frá sama tíma í fyrra ef tillit er tekið til þess að nú er hlaupaár. London var sú borg sem oftast var flogið til frá Keflavíkurflugvelli í febrúar samkvæmt …

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …