Samfélagsmiðlar

534 þúsund farþegar flugu milli Íslands og Kaupmannahafnar

kaupmannahof farthegar

Nærri 100 þúsund fleiri nýttu sér áætlunarflugið milli Keflavíkurflugvallar og stærstu flughafnar Norðurlanda í fyrra. Í fyrsta skipti voru íslensku flugfélögin ekki ein um ferðirnar. Nærri 100 þúsund fleiri nýttu sér áætlunarflugið milli Keflavíkurflugvallar og stærstu flughafnar Norðurlanda í fyrra. Í fyrsta skipti voru íslensku flugfélögin ekki ein um ferðirnar.
Fyrir utan London er Kaupmannahöfn sú borg sem oftast er flogið til frá Keflavíkurflugvelli og hafa ferðirnar þangað staðið undir um tíund af öllu flugi íslensku flugfélaganna tveggja. Þrátt fyrir alla þessa umferð hafa dönsk flugfélög ekki boðið upp á reglulegar ferðir hingað um langt skeið en á því varð breyting í lok vetrar þegar þotur SAS hófu að fljúga hingað daglega frá Kaupmannahöfn. Þar með fjölgaði brottförunum til Danmerkur töluvert og samkvæmt tölum frá Kaupmannahafnarflugvelli þá nýttu 534.307 farþegar sér Íslandsflugið í fyrra en þeir voru um 437 þúsund í fyrra. Farþegunum fjölgaði s.s. um nærri 100 þúsund á milli ára og að jafnaði flugu nærri 1500 farþegar á dag á milli Íslands og Kaupmannahafnar í fyrra. Þess ber að geta að hver farþegi er talinn bæði á leiðinni út og heim. 

2 af þremur með Icelandair 

Daglega fara þotur Icelandair tvær til fimm ferðir til höfuðborgar Danmerkur og í fyrra nýttu rúmlega 354 þúsund farþegar sé þetta áætlunarflug. Það er aukning um 5 prósent frá árinu á undan samkvæmt tölum frá Kaupmannahafnarflugvelli og var Icelandair þrettánda umsvifamesta flugfélagið í þessari stærstu flughöfn Norðurlanda í fyrra. Aðeins eru gefnar upplýsingar um farþegafjölda 20 stærstu flugfélaganna á Kastrup og þar með fást ekki tölur um farþegafjölda WOW air til og frá Kaupmannahöfn eða hversu margir nýttu sér áætlunarflug SAS til Íslands. En út frá heildarfjöldanum og farþegatölu Icelandair þá má sjá að tveir af hverjum þremur farþegum sem flugu milli Keflavíkurflugvallar og Kaupmannahafnar í fyrra sátu í þotum Icelandair. Þetta er nokkru lægra hlutfall en síðustu ár því þá hefur félagið flutt um það bil 3 af hverjum 4 farþegum. Hlutdeild Icelandair í Kaupmannahafnarfluginu hefur því dregist saman þó félagið hafi flutt fleiri farþega til og frá dönsku höfuðborginni í fyrra. Ástæðan fyrir breytingunni er sú að umferðin á flugleiðinni hefur aukist til muna og til að mynda fjölgaði ferðunum í júlí sl. um fjórðung samkvæmt talningum Túrista. Þá var boðið upp á samtals 204 brottfarir héðan til Kaupmannahafnar en yfir hásumarið nær umferðin til borgarinanr hámarki öfugt við það sem gerist í Lundúnarfluginu sem dregst saman á sumrin. 

Fjöldi danskra ferðamanna stendur í stað

Í fyrra komu hingað 50 þúsund danskir ferðamenn sem er sami fjöldi og árið á undan samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Dönskum túristum hér fjölgaði því ekki þrátt fyrir auknar flugsamgöngur. Aftur á móti varð fjórðungs aukning í komum Svía en vegna legu Kaupmannahafnarflugvallar og mikils framboðs á flugi þaðan þá er hann vel nýttur af íbúum Suður-Svíþjóðar. Það er því óhætt að fullyrða að Íslandsflugið frá Kastrup hafi verið ein helsta ástæða þess að sænskum ferðamönnum fjölgaði svo mikið á Íslandi í fyrra. Íslendingar flugu líka oftar til Kaupmannahafnar í fyrra því samkvæmt tölum dönsku hagstofunnar þá fjölgaði íslenskum hótelgestum í borginni um nærri tíund á milli ára. 

Farþegar víða að

Það eru hins vegar ekki aðeins Íslendingar og Danir sem nýta sér flugið milli landanna tveggja. Um helmingur farþega Icelandair og WOW eru skiptifarþegar á leið yfir hafið og millilenda því aðeins hér og koma þar með ekki inn í landið. Áætlanir SAS gerðu líka ráð fyrir því að flug félagsins hingað kæmu frá meginlandi Evrópu líkt og kom fram í viðtali við Túrista við forstöðumann leiðakerfis skandinavíska flugfélagsins.

Nýtt efni

Almennu hlutafjárútboði Play lauk í gær og bárust tilboð upp á 105 milljónir króna en lagt var upp með að selja nýtt hlutafé fyrir allt að 500 milljónir króna. Þátttaka almennings í hlutafjáraukningu Play í nóvember 2022 var heldur ekki í takt við framboð. Þá lögðu stærstu hluthafar félagsins því til 2,3 milljarða króna. Það …

Bandarísk flugfélög hvetja Biden-stjórnina í Bandaríkjunum til að gefa ekki út fleiri flugleyfi fyrir kínverska keppinauta þeirra í flugi milli Kína og Bandaríkjanna. Vísað er til samkeppnishindrana sem flugmálayfirvöld í Kína beita erlend flugfélög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna gaf það út í febrúar að kínversk flugfélög gætu boðið allt að 50 flugferðir á …

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …

Kínverski bílaframleiðandinn Chery virðist vera að ná samningum um að eignast fyrstu verksmiðju sína í Evrópu, nánar tiltekið í katalónska höfuðstaðnum Barselóna á Spáni. Um er að ræða verksmiðju sem Nissan lokaði árið 2021 og er markmið yfirvalda á Spáni og héraðsstjórnarinnar í Katalóníu að endurheimta þau 1.600 störf sem þá glötuðust. Nú hefur katalónski …