Samfélagsmiðlar

Bílaleigubílar við Leifsstöð dýrastir en þó þriðjungi ódýrari en í fyrra

Þrátt fyrir styrkingu krónunnar þá kostar minna að bóka bílaleigubíl við Flugstöð Leifs Eiríkssonar núna en í fyrra. Íslendingar á leiðinni út í sumar geta líka bókað sér ódýari bíla en munurinn á milli mánaða er töluverður.

island anders jilden

Síðastliðið sumar og í hittifyrra þurftu ferðamenn hér á landi að borga að lágmarki um 9 þúsund krónur á dag fyrir afnot af bílaleigubíl sem afhentur var við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og leigður í 2 vikur. Í dag er ódýrasta meðalverðið hins vegar 6.209 krónur eða um helmingi lægra. Þrátt fyrir verðlækkunina þá er bílaleiguverðið við Keflavíkurflugvöll nokkru hærra en við flugstöðvar á meginlandi Evrópu samkvæmt árlegum könnunum Túrista sem framkvæmdar eru um mánaðarmótin mars-apríl. Bilið er þó mun minna en áður eins og sjá má á grafinu hér fyrir neðan.
Líkt og í fyrri könnunum Túrista þá var stuðst við leitarvél Rentalcars sem er eitt umsvifamesta fyrirtæki heims í miðjun bílaleigubíla og í öllum tilvikum er um að ræða bíla með kaskótryggingu og ótakmarkaðan akstur.

Líka lægra verð hjá leigunum sjálfum

Verðlækkunin hér heima nær þó ekki bara til leitarvélar Rentalcars því athuganir Túrista síðustu ár leiða líka í ljós að leiguverðið hjá tveimur af stærstu bílaleigum landsins, Hertz og Avis, hefur líka lækkað. Á sama tíma í fyrra og hittifyrra kostaði ódýrasti bíllinn hjá Hertz við Leifsstöð 203 þúsund krónur fyrir seinni hluta júlímánaðar. Í dag er leigan 132.200 krónur hjá Hertz fyrir þetta sama tímabil. Sá sem leigir hjá Avis greiðir 121.999 krónur en bíll af minnstu gerð hjá bílaleigunni kostaði 220 þúsund í fyrra og 214 þúsund í hittifyrra.
Þessi verðlækkun á íslenska markaðnum á sér stað á sama tíma og krónan hefur styrkst um 15% gagnvart evru og því var viðbúið að leiguverðið hefði hækkað sem því nemur milli ára. Raunin er hins vegar önnur og erlendur ferðamaður sem bókar bílaleigubíl í dag fyrir Íslandsferð sumarsins getur því fundið nokkru ódýrari bílaleigubíl við Keflavíkurflugvöll en síðustu ár.

Ódýrara fyrir íslenska túrista

Íslendingur á leið til Evrópu í sumar borgar líka minna fyrir bílaleigubíl núna en í fyrra við margar af þeim flugstöðum sem flogið er beint til frá Íslandi. Aðeins í Ósló, Genf og París hefur meðalverðið hækkað frá því í fyrra eins og sjá má hér fyrir neðan. Hins vegar má finna helmingi ódýrari bílaleigubíla í Alicante og í Kaupmannahöfn um þessar mundir en í fyrra og hittifyrra. Það getur hins vegar verið mjög mikill verðmunur á milli tímabila og víðast hvar er mun dýrara að hafa leigja bíl seinni hlutann í júlí en í júní eða ágúst. Það á líka við hér á landi því bílarnir eru mun ódýrari í júní en seinna um sumarið.
Rétt er að taka fram að Rentalcars.com er samstarfsaðili Túrista og heldur úti bílaleiguleitarvél síðunnar.

Nýtt efni

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …

Icelandair sagði í dag upp 82 starfsmönnum en um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Í tilkynningu er bent á að Icelandair hafi á árunum 2021 til 2023 ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn og góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn. Nú er …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Bláa lónið í Svartsengi hefur rýmt öll sín athafnarsvæði vegna jarðhræringa við Sundhnúkagígaröðina nú í morgun. Rýmingin gekk vel að því segir í tilkynningu og er gestum þakkaður góður skilningur á stöðunni, starfsmönnum fagleg vinnubrögð og viðbragðsaðilum gott samstarf. Bláa lónið er einn allra vinsælasti viðkomustaður ferðamanna hér á landi en vegna jarðhræringa á Reykjanesi …

Icelandair hefur gripið til hópuppsagna í dag og munu þær ná til ólíkra deilda innan fyrirtækisins að því segir í frétt Vísis. Þar er haft eftir Ásdísi Ýr Pétursdóttur, talskonu Icelandair, að dagurinn í dag sé erfiður en hún geti ekki tjáð sig nánar um stöðuna af virðingu við starfsfólkið. Heimildir FF7 herma að uppsagnirnar …

Miklar breytingar eru við sjóndeildarhringinn í grænlenskri ferðaþjónustu. Ný flugstöð verður tekin í notkun í Nuuk 28. nóvember. Síðan er ráðgert að ljúka framkvæmdum við nýjar flugstöðvar í Ilulissat og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fyrir lok ársins 2026. Nú sinna Air Greenland og Icelandair Grænlandsflugi en færi ættu að skapast til að laða að fleiri flugfélög. …

Þýski Volkswagen ætlar ekki að játa sig sigraðan í baráttunni um markaðinn fyrir ódýrar gerðir rafbíla, þar sem kínverskir framleiðendur hafa náð góðri fótfestu og boða enn frekari landvinninga. Fyrr í mánuðinum runnu út í sandinn viðræður fornu fjendanna Volkswagen og franska Renault um að standa sameiginlega að þróun og smíði nýs rafknúins alþýðubíls til …