Samfélagsmiðlar

Í fyrsta skipti áætlunarflug til Ísrael

wow gma Friðrik Örn Hjaltested

Þotur WOW air munu fljúga til Tel Aviv fjórum sinnum í viku en aldrei áður hefur verið í boði beint flug milli landanna tveggja. Þotur WOW air munu fljúga til Tel Aviv fjórum sinnum í viku en aldrei áður hefur verið í boði beint flug milli landanna tveggja. Ísraelar hafa hingað til aðallega sótt Ísland heim á sumrin og gista helst á Suðurlandi.
WOW air mun hefja áætlunarflug til Tel Aviv í Ísrael þann 12. september en líkt og Túristi greindi frá í desember þá var sótt um afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli fyrir beint flug þaðan til ísraelsku borgarinnar í tengslum við gerð loftferðasamnings milli landanna tveggja. Sala flugsæta hefst á morgun samkvæmt tilkynningu frá WOW air og þar segir jafnframt að flogið verði fjórum sinnum í viku, á þriðjudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum. „Aldrei fyrr hefur verið boðið upp á beint áætlunarflug til Ísrael frá Íslandi og það er gaman að geta átt þátt í því að marka tímamót í íslenskri flugsögu. Ísrael er land mikillar menningar og það fá farþegar okkar að upplifa á frábærum verðum, í glænýjum flugvélum,“ segir Skúli Mogensen forstjóri og eigandi WOW air, í tilkynningu.  
Flugferðin héðan til Ben Gurion flugvallar í Tel Aviv mun taka um 7 klukkutíma.

Vilja fjölga flugleiðum til landsins

Tel Aviv er næst stærsta borg Ísrael og státar af fögrum ströndum og iðandi mannlífi. Þaðan er hægt að fara í dagsferðir á merka staði á borð við Dauðahafið, Jerúsalem og Bethlehem. Loftslagið í Ísrael er hlýtt og milt en meðalhiti þar allt árið um kring er um 20 gráður. Ágúst mánuðurinn er almennt sá hlýjasti þar sem meðalhitinn getur farið upp í 30 gráður. „Við bjóðum WOW air velkomið til Ísrael en við höfum lagt mikla áherslu á að fjölga flugleiðum til Ísrael. Ég er viss um að þessi nýja leið muni leiða til aukningar á ferðamönnum til Ísrael frá Íslandi, Bandaríkjunum og Kanada sem er í takt við þá þróun sem við höfum séð síðastliðna mánuði,“ segir Yariv Levin ferðamálaráðherra Ísraels í tilkynningu frá WOW.

Gista helst á Suðurlandi

Ísraelskir ferðamenn eru ekki teknir með í talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli en samkvæmt tölum Hagstofunnar þá keyptu Ísraelar nærri 33 þúsund gistinætur hér á landi í fyrra. Fjölgaði nóttunum lítilega milli ára en athygli vekur að Ísraelar gista mun frekar út á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Þannig er um fimmta hver nótt sem ísraelskir ferðamenn bóka hér á landi í höfuðborginni en þriðja hver á Suðurlandi. Þannig hefur það verið síðustu tvö ár en árið 2014 voru gistinæturnar á Suðurlandi jafn margar og í Reykjavík. Hins vegar hafa Íslandsferðir Ísraela takmarkast við hásumarið og hafa þeir til að mynda nýtt sér vel sumarflug Lufthansa hingað til lands líkt og kom fram í viðtali Túrista við framkvæmdastjóra þýska flugfélagsins.

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …