Samfélagsmiðlar

Airbnb vill ekki upplýsa um hvort umsvifin hafi aukist á Íslandi

Skýringin á því að gistinóttum útlendinga fjölgar hlutfallslega mun minna en erlendum ferðamönnum kann að liggja í aukinni ásókn í óskráða gistingu. Á því sviði er umsvif bandarísku gistimiðlunarinnar Airbnb mikil. Talsmenn fyrirtækisins segjast hins vegar ekki vilja deila upplýsingum úr rekstri sínum á Íslandi á þessum tímapunkti.

reykjavik Tim Wright

Skýringin á því að gistinóttum útlendinga fjölgar hlutfallslega mun minna en erlendum ferðamönnum kann að liggja í aukinni ásókn í óskráða gistingu. Á síðasta ári komu hingað fjörutíu prósent fleiri erlendir ferðamenn en gistinóttum útlendinga fjölgaði aðeins 22 prósent á sama tíma. Hlutfallsleg breyting á þessum tveimur lykilstærðum í ferðaþjónustunni var því mjög ólík í fyrra en árin þar á undan þróuðust þær með svipuðum hætti líkt og Túristi hefur áður greint frá.
Í ár hefur þessi þróun haldið áfram og í ályktun sem Samtök ferðaþjónustunnar sendu frá sér í maí segir að skýringin á þessari breytingu kunni meðal annars að liggja í aukinni heimagistingu sem oftar en ekki hluti af skuggahagkerfi. Í rannsókn sem unnin var fyrir samtökin í kjölfarið kom fram að sala Airbnb á Íslandi hefði nærri tvöfaldast í ár. Talsmenn þessa bandaríska fyrirtækis vilja hins vegar ekki staðfesta þessa tölu né upplýsa um hver þróunin hefur verið í umsvifum þess á íslenska gistimarkaðnum í ár þegar Túristi óskaði eftir því. En í í fyrirspurninni var það tekið fram að upplýsingar frá Airbnb gætu gefið mikilvægar vísbendingar um afhverju þessar tvær fyrrnefndu lykilstærðir í íslenskri ferðaþjónustu þróast allt í einu með mismunandi hætti.

Er Airbnb stærst á íslenskum gistimarkaði?

Sem fyrr segir barst neikvætt svar frá Airbnb en fram til ársbyrjunar 2016 þá höfðu fjölmiðlafulltrúar fyrirtækisins svarað fyrirspurnum Túrista með nokkuð ítarlegum hætti. Í janúar í fyrra fengust til að mynda þær upplýsingar að hjá Airbnb væru að finna 3.903 auglýsingar á íslenskum gistirýmum og fjöldi þeirra hefði tvöfaldast milli ára. Yfir sama tímabil hafði gestum á vegum Airbnb á Íslandi fjölgað um 156 prósent. En allt frá því að þessar upplýsingar fengust hafa talsmenn Airbnb annað hvort tekið neikvætt í fyrirspurnir Túrista eða ekki staðið við orð sín um að upplýsingagjöf. Túristi komst hins vegar í vor yfir upplýsingar frá Airbnb sem sýndu meðal annars að tekjur íslenskra leigusala, innan vébanda fyrirtækisins, voru umtalsvert hærri en starfsbræðra þeirra á hinum Norðurlöndunum. Þar kom líka fram að Airbnb hefði selt 1,3 milljónir gistinátta hér á landi í fyrra en til samanburðar voru gistinætur á íslenskum heilsárshótelum í fyrra samtals 3,9 milljónir samkvæmt tölu Hagstofunnar. Það er aðeins þrisvar sinnum fleiri gistingar en Airbnb miðlaði og þessar tölur eru vísbending um að bandaríska fyrirtækið sé umsvifameira á íslenskum gistimarkaði en stærstu hótelkeðjur landins.

Ráðherra kallar eftir tillögum vegna óskráðrar gistingar

Í dag ber öllum þeim sem bjóða upp á heimagistingu að skrá starfsemina hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu en ennþá hafa aðeins um 500 skráningar borist. Óskráðar gistingar eru sennilega langtum fleiri og nú hefur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, falið ferðamálaráði að kanna hvort möguleg misnotkun eigi sér stað í deilihagkerfinu svokallaða og hvort gisting innan þess, þar á meðal Airbnb, hafi óeðlilegt samkeppnisforskot. „Gerðar verði tillögur um aðgerðir til að hindra svarta atvinnustarfsemi í gistiþjónustu í deilihagkerfinu og metið verði hvort, og þá á hvaða hátt, lögleg en umsvifamikil starfsemi á þessu sviði hafi óeðlilegt samkeppnisforskot gagnvart hefðbundinni gistiþjónustu hvað varðar lagalegt umhverfi,“ segir í erindi ráðherra til ferðamálaráðs.

Nýtt efni
Arnar Guðmundsson, Íslandsstofu

Íslandsstofa vinnur að því að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland, kemur íslenskum fyrirtækjum á framfæri á erlendri grundu og liðkar til eftir bestu getu fyrir erlendri fjárfestingu á fimm sviðum atvinnulífs: orku og grænum lausnum, sjávarútvegi og matvælaframleiðslu, hugviti og tækni, listum og skapandi greinum - og loks ferðaþjónustu. Allt byggist þetta á útflutningsstefnu landsins, sem …

Það voru 27.293 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu hér á landi í mars 2024 sem er aukning um 2 prósent frá sama tíma í fyrra en 2 prósent færri í samanburði við mars 2018. Það ár voru ferðamenn hér flestir en gert er ráð fyrir álíka ferðamannastraumi í ár. Vægi starfsfólks með íslenskan bakgrunn er …

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur slitið viðræðum við franska Renault um að þróa og smíða saman nýja gerð af rafknúnum smábíl á viðráðanlegu verði, sem keppt gæti við ódýrustu kínversku bílana. Hugmyndin var sú að bíllinn yrðu byggður á grunni Twingo-smábílsins frá Renault. Renault hyggst nú upp á eigin spýtur þróa Twingo áfram sem rafbíl og …

„Pittsburgh flugið fer vel af stað og er ánægjulegt að sjá að farþegar frá 25 Evrópulöndum hafa bókað flug með okkur til Pittsburgh um Ísland og þaðan hafa farþegar bókað flug til 30 áfangastaða Evrópumegin," sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilefni af fyrstu áætlunarferð flugfélagsins til bandarísku borgarinnar á fimmtudaginn. Forstjórinn lagði um …

Undirbúningur er á lokastigi um að koma á fót ævintýramiðstöð á Suðurlandi, þar sem gistiaðstaða og þjónusta verður tengd þjónustu, gönguferðum og útivist ævintýragjarnra ferðamanna. Ferðafólk, statt við Skógafoss, í ævintýraleit á Suðurlandi - MYND: ÓJ „Það koma stundum mjög athyglisverð verkefni, eins og þegar reynslumikill aðili úr ævintýraferðaþjónustu, sem hefur verið í slíkum rekstri …

Það er auðvitað eðlilegt að Barselóna, höfuðborg Katalóníu, dragi til sín mikinn fjölda ferðafólks. Borgin er fögur, sögurík og spennandi - en líka dálítið þreytt orðin á öllum þessum vinsældum, hömlulausum gestaganginum. Á síðasta ári gistu yfir 12 milljónir manna borginni, um sjö prósentum færri en 2019. Við bætast síðan allir þeir sem koma í …

Argentíski víniðnaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna óðaverðbólgu, óstöðugs gengis og minnkandi útflutnings. Það virðist þó heldur vera að lyftast brúnin á vínframleiðendum og virðast þeir helst þakka það harkalegri aðhaldsstefnu öfgakennda frjálshyggjumannsins Javier Milei, sem tók við forsetaembættinu í Argentínu í desember. Það tók strax að hægja á verðbólgu á fyrstu mánuðum …

Árið 2023 var 4.240 bókum bætt á lista yfir bannaðar bækur í Bandaríkjunum. Aldrei fyrr hafa jafn margar bækur verið bannaðar á einu ári. En á síðustu árum hefur þeim bókum sem settar eru á þennan bannlista fjölgað ár frá ári. Afleiðingin er sú að aðgengi að bókunum er takmarkað og þær eru fjarlægðar af …