Samfélagsmiðlar

Farmiðar á 3 til 15 þúsund kr. til meira en 30 evrópskra borga í júní

edinborg berlin paris

Aldrei áður hefur úrvalið af flugi héðan til Evrópu verið jafn mikið og fargjöldin eru í mörgum tilfellum mjög lág þó stutt sé í brottför. Aldrei áður hefur úrvalið af flugi héðan til Evrópu verið jafn mikið og fargjöldin eru í mörgum tilfellum mjög lág þó stutt sé í brottför.
Aðfaranótt laugardags og sunnudags fljúga þotur lággjaldaflugfélagsins Transavia frá Íslandi til Parísar og sá sem bókar miða í dag fær farið á 7000 til 7500 krónur, aðra leið. Ódýrasti miðinn með WOW til borgarinnar í næstu viku er á 9 þúsund. Ef Prag heillar meira en París þá er hægt að komast þangað fyrir 15 þúsund krónur með Czech Airlines í næturflugi á fimmtudag en ef þú býður til sunnudags þá kostar farmiðinn með Wizz Air aðeins tæpar 6.200 krónur. Þetta ungverska lággjaldaflugfélag býður álíka lág fargjöld í þessari og næstu viku til Búdapest, Gdansk og Varsjár en ódýrasti farmiðinn, í ört vaxandi Íslandsflugi félagsins, er hins vegar til pólsku borgarinnar Katowice i næstu viku. Sá kostar aðeins 3.090 krónur en 1.970 krónur fyrir meðlimi í afsláttarklúbbi Wizz Air

Bretland, Írland, Skandinavía og Sviss

Til höfuðborgar Skotlands er hægt að fljúga í vikunni með WOW fyrir 6 þúsund en 8.400 kr. með easyJet. Farmiðar með breska lággjaldaflugfélaginu til Manchester næstu daga eru á innan við 12 þúsund krónur og til Genfar í Sviss býður easyJet sætið á 8 þúsund krónur í júní og 6.400 kr. til Basel. Ódýrasta farið með WOW til London og Amsterdam er á 10 þúsund kr. og hægt er að fá far með félaginu í júní til Cork, Bristol og Lyon í Frakklandi á 6 þúsund. Aðeins dýrara er að bóka lægstu fargjöld félagsins til Kaupmannahafnar, Stokkhólms, Brussel og Dublin. Með Icelandair og Air Iceland Connect má komast til Belfast á tæpar 15 þúsund í lok vikunnar og fyrir sama verð til Aberdeen eftir helgi og þar er innrituð taska innifalin.

Spánn og Ítalía

Í sumar er samkeppnin í flugi héðan til Barcelona meiri en áður og það sem eftir lifir mánaðar á Vueling eftir að fljúga sjö ferðir til borgarinnar frá Keflavíkurflugvelli og í dag eru farmiðarnir á annars vegar 9.500 krónur en hins vegar 15 þúsund. Það er líka hægt að fljúga heðan til Barcelona með Norwegian og ódýrustu miðarnir í þessari viku kosta rétt tæpar 9 þúsund krónur. 14.999 kr. kostar ódýrasta sætið í áætlunarferðir WOW til Barcelona næstu vikur. Það er jafn mikið og farmiði með Primera Air til ítölsku borgarinnar Trieste kostar. Til Alicante má líka komast ódýrt eins og Túristi greindi frá um helgina.

Úr miklu að moða í Þýskalandi

Lággjaldafélagið Eurowings, sem er í eigu Lufthansa, flýgur hingað á sumrin frá nokkrum þýskum borgum og sá sem pantar í dag far með félaginu til Berlínar í júní borgar í mesta lagi tæpar 15 þúsund krónur sem er aðeins dýrara en lægsta fargjald WOW. Ódýrustu farmiðarnir með Eurowings til Kölnar, Dusseldorf og Hamborg eru líka í sumum tilvikum á innan við 15 þúsund krónur næstu 2 vikur. Með Germania er hægt að finna álíka ódýra farmiða til Dresden, Nurnberg, Bremen og Friedrichshafen.

Aukagjöld bætast við

Öll dæmin hér að ofan eiga við farmiða, aðra leiðina, frá Keflavíkurflugvelli en allur gangur á því hvort heimflugið kosti það sama, minna eða miklu meira. Þeir sem vilja ferðast með meira en handfarangur þurfa í nær öllum tilvikum að borga aukalega fyrir innritaðar töskur. Á sumum flugleiðum bjóða fleiri en tvö flugfélög upp á áætlunarferðir og þá getur verið kostur að fljúga út með einu félagi en heim með öðru, auðvelt er að skoða þess háttar með því að nota bókunarvél Momondo.
Nýta má þessa leitarvél hér til að bera saman verð á gistingu og hér er samansafn á síðum fyrir þá sem vilja heldur leigja íbúð eða hús í útlöndum.

Nýtt efni

Fyrstu fimm mánuði ársins hefur verð á flugmiðum frá Íslandi til útlanda verið ódýrara en á sama tímabili í fyrra. Í maí lækkaði verðið um 5,7 prósent samkvæmt nýjum mælingum Hagstofunnar en til samanburðar hækkaði verðlag almennt um 6,2 prósent á milli ára. Verðmælingar Hagstofunnar ná til fleiri flugfélaga en þeirra íslensku en þau standa …

Þess hefur verið beðið að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti um refsitolla á innflutning kínverskra rafbíla. Kínversk stjórnvöld hafa verið sökuð um óeðlilega mikinn ríkisstuðning við innlenda framleiðendur og var þetta meðal umræðuefna í Evrópuferð forseta Kína nýverið. Ný tollheimta myndi þýða milljarða evra aukalegar álögur á kínverska rafbílaframleiðendur.  Xi-Jingping, forseti Kína - MYND: Britta Pedersen/dpa-Zentralbild/dpa/Alamy Nú …

Það er stundum margt um ferðamanninn á Skólavörðustíg og á Laugavegi. Einhverjir tuða vegna þessa, segjast vilja endurheimta miðborgina, en fleiri gera sér grein fyrir því að ferðamenn hafa glætt miðborgina nýju lífi. Það er svo annað mál að ferðamannafjöldi leiðir gjarnan til einhæfni í þjónustu: Ferðamannamenn í miðborginni - MYND: ÓJ Minjagripaverslunum fjölgar óhæfilega, …

Kynnisferðir hf. hagnaðist um rúmlega 1,3 milljarða króna á síðasta ári og tvöfaldaðist hann á milli ára. Tekjur félagsins námu 14,5 milljörðum króna og jukust um 30 prósent frá í fyrra. „Við erum afar stolt af þeim árangri sem náðist í rekstri félagsins á síðasta ári þrátt fyrir hátt vaxtastig og aðrar krefjandi ytri aðstæður. …

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ríkisstjórn hans með Janet Yellen, fjármálaráðherra, fremsta í flokki, hafa nú kynnt fyrstu opinberu leiðbeiningarnar fyrir markað með kolefniseiningar þar í landi. Leiðbeininginum er ætlað auka líkurnar á því að kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum séu af nægilegum gæðum og að verkefnin sem liggi þeim til grundvallar skili raunverulegum árangri, …

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …