Samfélagsmiðlar

Fjölgun kanadískra ferðamanna snarstöðvast

Undanfarið ár hefur fjöldi ferðafólks frá Kanada á Íslandi tvöfaldast en í júní varð hins vegar samdráttur þrátt fyrir fleiri flugferðir og nýtt Íslandsflug Air Canada. Með aukinni umferð verður Keflavíkurflugvöllur sífellt betri samgöngumiðstöð fyrir farþega á leið milli Kanada og meginlands Evrópu.

kanada fani

Undanfarið ár hefur fjöldi ferðafólks frá Kanada á Íslandi tvöfaldast en í júní varð hins vegar samdráttur þrátt fyrir auknar flugsamgöngur og nýjar áætlunarferðir á vegum Air Canada hins til lands. Í júní voru hér 12.612 kanadískir ferðamenn og fækkaði þeim um 3,6 prósent frá sama tíma í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Samdrátturinn er lítill milli síðustu júnímánaða en þessi niðursveifla er í engum takti við þá miklu aukningu sem hefur verið í komum ferðafólks frá Kanada síðastliðið ár. En í maí í fyrra fóru Icelandair og WOW air jómfrúarferðir sínar til Montreal og á sama tíma hóf WOW flug til Toronto. Frá þeim tíma hefur fjöldi kandadískra túrista hér á landi tvöfaldast (98%) og suma mánuði hefur aukningin verið um þreföld. Í maí sl. dró hins vegar úr aukningunni og nam hún þá 22 prósentum en í nýliðnum júní fækkaði kanadíska ferðafólkinu hér á landi sem fyrr segir.

Íslandsflugi Air Canada vel tekið

Þessi samdráttur á sér stað á sama tíma og flugumferð milli Íslands og Kanada eykst því í júní fjölgaði áætlunarferðum milli landanna tveggja um 17 prósent samkvæmt talningum Túrista. Þar vegur þungt nýtt áætlunarflug Air Canada en þetta stærsta flugfélag Kanada mun í sumar fljúga hingað frá bæði Montreal og Toronto. Peter Fitzpatrick, talsmaður kanadíska flugfélagsins, segir í svari við fyrirspurn Túrista að Íslandsflugið hafi fengið góðar móttökur og greinilega sé mikill áhugi á að því meðal Kanadamanna sækja Ísland heim. Hann segir þó of snemmt að segja til um hvort Ísland verði hluti af vetraráætlun félagsins í nánustu framtíð.
Þess má þó geta að Air Canada styðst við minni gerð af Airbus þotum í áætlunarflugi sínu til Íslands en þær rúma aðeins 136 farþega á meðan íslensku flugfélögin nota stundum breiðþotur í Kanadaflug sitt.

Gistinóttunum fækkar

Þegar þróunin í fjölda gistinótta Kanadabúa á íslenskum hótelum er skoðuð kemur í ljós að þeim hefur farið fækkandi í ár þrátt fyrir mikla fjölgun ferðamanna frá Kanada. Túristi hefur áður bent á þetta ósamræmi en til að mynda rúmlega þrefaldaðist fjöldi kanadískra ferðamanna hér á landi í febrúar en gistinóttum þeirra á íslenskum hótelum fækkaði um nærri fimmtung í sama mánuði. Hafa ber í huga að hjá Hagstofunni eru aðeins til tölur yfir gistingar á hótelum í ár en ekki í annarri tegund gistingar og aukin ásókn í heimagistingu gæti skýrt muninn að einhverju leyti. En eins og sjá má á súluritinu hér fyrir neðan þá hefur þróunin í komum Kanadabúa til Íslands verið allt önnur en kaupum þeirra á hótelgistingu hér á landi.

Mæla með millilendingu á Keflavíkurflugvelli

Í vetur hyggst Icelandair auka umsvifin í Kanada og fljúga allt árið um kring til Vancouver. Þar með verður ennþá fýsilegra fyrir íbúa Kanada að fljúga til meginlands Evrópu með millilendingu á Keflavíkurflugvelli en möguleikar á þess háttar tengingu eru nú þegar mjög miklir. Í fyrramálið koma til að mynda sjö farþegaþotur frá Kanada og geta farþegarnir flogið í nánast beinu framhaldi til tuga áfangastaða í Evrópu. Vinsælar flugbókunarsíður finna því í auknum mæli flug milli Kanada og Evrópu með stuttu stoppi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og eru valkostirnir ekki aðeins bundnir við flug með Icelandair eða WOW air alla leið. Þannig mælir Kayak, ein vinsælasta flugleitarsíða í heimi, með því að sá sem ætlar að fljúga frá Toronto til Óslóar á morgun fljúgi hingað með Air Canada og stuttu síðar með Norwegian til Noregs. Ef ferðinni er hins vegar heitið frá Montreal til Helsinki á sunnudaginn þá er ódýrasti kosturinn, samkvæmt Kayak, flug með WOW frá Montreal sem lendir á Keflavíkurflugvelli klukkan fimm á mánudagsmorgni og svo áfram til höfuðborgar Finnlands klukkan hálf átta með Icelandair.

Sjálftengifarþegar taldir sem ferðamenn

Ef farþegarnir í dæmunum hér fyrir ofan ferðast með meira en handfarangur þurfa þeir að sækja töskurnar við komuna til Íslands og innrita sig svo í tengiflugið. Í framhaldinu fer farþeginn í gegnum vopnaleit og er þá talinn sem erlendur ferðamaður á Íslandi, jafnvel þó hann hafi aðeins stoppað í Leifsstöð í tvo til þrjá klukkutíma. En líkt og Túristi hefur fjallað um eru líkur á að fjölgun þessara sjálftengifarþega hafi aukist töluvert á Keflavíkurflugvelli. Það kann að skýra að einhverju leyti afhverju þróunin í fjölda gistinótta sumra þjóða á íslenskum hótelum er í litlu samræmi við fjölda ferðamanna frá viðkomandi landi, til dæmis frá Kanada.

Nýtt efni

Árið 1970 barst Pattie Boyd nafnlaust og dularfullt ástarbréf frá einhverjum sem þráði hana afar heitt. Vandinn var bara sá að Pattie var þegar gift öðrum manni og ekki ófrægum; hún og George Harrison gítarleikari The Beatles höfðu búið saman í sex ár þegar bréfið barst Pattie.  „Ég skrifa þér þessa orðsendingu í þeim megintilgangi …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …