Samfélagsmiðlar

Fimmfalt fleiri í Bandaríkjaflugið frá Íslandi

Í fyrra flugu 805 þúsund farþegar frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna og þeim hefur farið hratt fjölgandi síðustu ár. Aukin samkeppni hefur ekki orðið til þess að dregið hafi úr umsvifum Icelandair vestanhafs.

Í dag fljúga 22 þotur héðan til Bandaríkjanna en frá Kaupmannahafnarflugvelli, fjölförnustu flughöfn Norðurlanda, verða ferðirnar vestur um haf aðeins sex talsins. Þessi mikli munur takmarkast ekki bara við daginn í dag því farþegum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar standa almennt til boða mun tíðari ferðir til Bandaríkjanna og til fleiri áfangastaða en gerist og gengur á hinum Norðurlöndunum. Og það stefnir í að úrvalið aukist töluvert á næsta ári með nýjum áfangastöðum í miðvesturhluta Bandaríkjanna. Lega Íslands og sú staðreynd að bæði Icelandair og WOW gera út á flug milli N-Ameríku og Evrópu, með millilendingu hér á landi, er helsta ástæðan fyrir því að framboðið á Bandaríkjaflugi héðan er eins mikið og dæmið hér að ofan sýnir. Og miðað við þau gögn sem Túristi hefur fengið frá bandarískum samgönguyfirvöldum þá flugu fimmfalt fleiri farþegar, frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna, í fyrra en árið 2010. Þannig sátu rúmlega 805 þúsund farþegar í þotunum sem fóru héðan til bandarískra flugvalla á síðasta ári eða um 2200 farþegar á dag en þeir voru um 160 þúsund allt árið 2010 eins og sjá má á grafinu hér fyrir neðan.
Þar sést líka að farþegum Icelandair fjölgar umtalsvert á milli ára jafnvel þó WOW air hafi byrjað að fljúga vestur um haf í hittifyrra. Innkoma Delta Air Lines hefur heldur ekki dregið úr umsvifum Icelandair en vafalítið er aukin samkeppni í Ameríkuflugi, bæði frá Íslandi og Evrópu, meginástæða þess að nú er ódýrara að fljúga til Bandaríkjanna en áður.
Þess ber að geta að áætlunarflug Iceland Express til Bandaríkjanna sumarið 2010 og 2011 kemur ekki fram í tölunum frá Bandaríkjunum og þær ná aðeins yfir farþegafjölda til Bandaríkjanna frá Keflavíkurflugvelli, ekki í hina áttina.

Bandaríkjamenn eru fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi og í fyrra voru þeir 415 þúsund talsins samkvæmt talningu Ferðamálastofu eða rúmur helmingur af þeim 805 þúsund farþegum sem flugu héðan til Bandaríkjanna í fyrra. Ef til einföldunar er gert ráð fyrir að allir bandarískir túristar, sem hingað koma, fljúgi tilbaka til Bandaríkjanna þá sést að vægi þeirra í farþegaflórunni hefur aukist verulega eftir að WOW hóf að fljúga til Ameríku í hittifyrra. Áður skipuðu bandarískir ferðamenn um þriðja hvert sæti í þotunum sem flugu frá Keflavíkurflugvelli en hlutfallið rauk upp í 46% í hittifyrra og hækkaði upp í rúmlega helming í fyrra eins og myndi sýnir.
Ástæðurnar geta verið margvíslegar, til dæmis lægri fargjöld, tíðari ferðir, auknar vinsældir Íslands sem ferðamannastaðar og sterkt gengi dollars. Eins gæti spilað inn í að WOW air er eitt um flugið héðan til Kaliforníu og farþegar sem eru komnir svo langt að gætu frekar kosið að dvelja á landinu í stað þess að halda áfram til Evrópu.

Nýtt efni

Um 90% af öllum úrgangi sem fellur til á Íslandi, bæði frá heimilum og rekstri, ratar í einhvers konar endurvinnslu eða endurnýtingu. Þetta sýna nýjar úrgangstölur frá Umhverfisstofnun, fyrir árið 2022.  Það er fróðlegt að rýna í þessar tölur og fá þar með yfirsýn yfir neyslu Íslendinga, en Íslendingar eru á meðal mestu neysluþjóða í heimi. Magn …

Kínverjar eru leiðandi í smíði rafbíla, sem taldir eru mikilvægir vegna nauðsynlegra orkuskipta í samgöngum. Hinsvegar er Kína enn mjög háð brennslu kola, nærri 60% rafmagns í landinu er framleitt með kolum og það er enn verið að auka kolanám í landinu. Auk þess sem flutt er inn mikið af olíu og gasi. Jafnhliða er …

Það vour 1.299 bílar skráðir nýir á götuna hér á landi fyrstu þrjár vikurnar í júní og þar af 986 á vegum bílaleiga. Það jafngildir því að 24 prósent nýrra ökutækja fór til einstaklinga en á sama tíma í fyrra var hlutfallið 38 prósent samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem ná til 23. júní. Þessar fyrstu þrjár …

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …