Samfélagsmiðlar

„Fæðingarborg Bandaríkjanna“ er nú í alfaraleið

Þrátt fyrir merka fortíð þá fer það ekki framhjá manni að Philadelphia er í fullu fjöri og í óða önn búa sig undir framtíð með betri og fjölbreyttari byggð, öflugum almenningssamgöngum, fjölbreytt og meiri menningu. Borgarbúar halda þó áfram að hlúa að sögunni og munu seint gleyma Rocky.

Á meðan Washington borg var að gera sig klára í að taka við hlutverki sínu sem höfuðborg Bandaríkjanna þá fór Philadelphia með rulluna. Þarna í lok átjándu aldar var borgin líka sú fjölmennsta vestanhafs og alls enginn nýgræðingur í að hýsa helstu stofnanir þessa unga lýðveldis. Þar höfðu hinir svokölluðu „Feður Bandaríkjanna” setið og skráð sjálfstæðisyfirlýsingu landsins og stjórnarskráin var einnig fest á blað í borginni. Það má því segja að Philadelphia sé sögusviðið í fyrstu köflunum í sögu Bandaríkjanna og það er því ekki að undra að skólahópar og aðrir fróðleiksfúsir ferðamenn séu þar áberandi. Sérstaklega í gamla bænum við minjar eins og Frelsisklukkuna (Liberty Bell) og þingsalina í Independence Hall, þar sem fyrstu ráðamenn landsins funduðu.

Hin forna frægð er þó alls ekki eina aðdráttarafl Philadelphia og til marks um það þá toppaði hún nýverið lista Lonely Planet yfir áhugaverðustu áfangastaðina í Bandaríkjunum. Vissulega vegur þar þungt sess hennar sem fyrsta höfuðborg landsins en endurreisn gamalla hverfa eins og Fishtown og Passyunk hefur einnig gert henni gott. Ekki eingöngu vegna þess að þar hefur ungt fólk getað komið sér upp heimilum heldur mun matarmenning borgarinnar hafa tekið miklum framförum þegar það teygðist á miðborginni og tómatpasta og Philadelphia steikarsamlokur einoka  ekki lengur matseðlana. Menningarlífið í Philadelphia er líka orðið fjölbreyttara en það hefur lengi byggt á góðum grunni með eina fremstu sinfóníuhljómsveit landsins og stór söfn eins og Rodin, Philadelphia Museum of Art og Barnes foundation. Og ekki má gleyma söfnum eins og  Benjamin Franklin Museum eitt af skyldustoppunum í borginni fyrir þá sem vilja fá ekki nóg af sögunni.

Og talandi um skyldustopp og söfn í Philadelpia. Það er nefnilega óhætt að fullyrða að stór hluti allra þeirra sem borgina sækja heim taki á rás upp þrepin 72 sem liggja upp að hinu glæsilega Philadelphia Museum of Art. Ástæðan fyrir hamaganginum er þó ekki þau 240 þúsund verk sem þar eru til sýnis heldur vilja margir feta í fótspor boxarns Rocky Balboa sem nýtti tröppurnar til koma sér í form í fyrstu Rocky myndinni (sjá myndbrot hér fyrir neðan). Senan þar sem þessi persóna Silvester Stallone hleypur upp tröppurnar og hoppar svo í hringi með hendurnar upp í loft er löngu orðin ódauðleg og Rocky-þrepin, svokölluðu, og bronsstyttan af kappanum sem þar stendur hafa ekki mikið minna aðdráttarafl fyrir ferðamenn í Philadelphia en sjálf Liberty Bell.

Icelandair flýgur til Philadelphia frá vori og fram á haust.
Túristi heimsótti borgina með aðstoð Icelandair og ferðamálaráðs Philadelphia.

Myndir frá Philadelphia

Senan fræga úr Rocky

Nýtt efni

Um 90% af öllum úrgangi sem fellur til á Íslandi, bæði frá heimilum og rekstri, ratar í einhvers konar endurvinnslu eða endurnýtingu. Þetta sýna nýjar úrgangstölur frá Umhverfisstofnun, fyrir árið 2022.  Það er fróðlegt að rýna í þessar tölur og fá þar með yfirsýn yfir neyslu Íslendinga, en Íslendingar eru á meðal mestu neysluþjóða í heimi. Magn …

Kínverjar eru leiðandi í smíði rafbíla, sem taldir eru mikilvægir vegna nauðsynlegra orkuskipta í samgöngum. Hinsvegar er Kína enn mjög háð brennslu kola, nærri 60% rafmagns í landinu er framleitt með kolum og það er enn verið að auka kolanám í landinu. Auk þess sem flutt er inn mikið af olíu og gasi. Jafnhliða er …

Það vour 1.299 bílar skráðir nýir á götuna hér á landi fyrstu þrjár vikurnar í júní og þar af 986 á vegum bílaleiga. Það jafngildir því að 24 prósent nýrra ökutækja fór til einstaklinga en á sama tíma í fyrra var hlutfallið 38 prósent samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem ná til 23. júní. Þessar fyrstu þrjár …

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …