Samfélagsmiðlar

Áhuginn á Íslandsflugi frá Bandaríkjunum ennþá mikill

Mikil samkeppni dregur ekki úr áhuga forsvarsmanna United Airliens að hefja flug til Íslands.

Í sumarbyrjun hefur United Airlines flug til Íslands

Allt næsta sumar geta farþegar á leið milli Íslands og New York valið á milli áætlunarferða fjögurra flugfélaga því í maí hefur United Airlines Íslandsflug frá Newark flugvelli. Það er aðeins í flugi héðan til London sem samkeppnin er meiri því þeirri flugleið sinna 5 flugfélög. Á sama tíma og framboð á flugi til New York eykst þá dregur aðeins úr hinni geysimiklu fjölgun bandarískra ferðamanna hér á landi. Engu að síður innrituðu nærri helmingi fleiri bandarískir flugfarþegar sig í flug í Leifsstöð fyrstu átta mánuði ársins í samanburði við sama tíma í fyrra. Og þessi mikli vöxtur hefur ekki farið framhjá forsvarsmönnum United Airlines, eins stærsta flugfélags Bandaríkjanna. „Þó það hafi hægt á fjölgun evrópskra ferðamanna á Íslandi þá eykst eftirspurnin eftir flugi frá Bandaríkjunum til Íslands ennþá um meira en 30% á milli ára. Hinni nýju flugleið okkar til Íslands er ætlað að mæta þessari miklu eftirspurn bandarískra ferðamanna,” segir Gudrun Gorner, talskona United Airlines í Evrópu, í svari til Túrista.

Þotur United Airlines munu fljúga daglega til Íslands næsta sumar og lenda á Keflavíkurflugvelli um klukkan átta að morgni. Farþegarnir eru þá komnir nægjanlega tímanlega til að halda áfram nokkrum klukkustundum síðar til Evrópu, t.d. með SAS og Lufthansa, samstarfsfélögum United. Gudrun Gorner segir þó að markhópurinn fyrir Íslandsflug félagsins sé fyrst og fremst bandarískir ferðamenn á leið til Íslands. Ekki þeir sem ætli sér aðeins að millilenda á Keflavíkurflugvelli.

Sem fyrr segir er samkeppnin hörð um farþega milli Íslands og New York því Icelandair flýgur til bæði JFK og Newark flugvallar, Delta til JFK og WOW til Newark og þaðan mun United einnig fljúga. En hvers mega íslenskir farþegar United vænta þegar þeir fljúga með ykkur? „United býður viðskiptavinum sínum upp á víðfeðmasta leiðakerfi heims sem inniheldur til að mynda starfsstöðvar í Chicago, Denver, Houston, Los Angeles, New York/Newark, San Francisco and Washington, D.C. Og bara frá New York/Newark fljúga þotur United og United Express um 500 ferðir á dag til meira en 150 áfangastaða og þetta er það mesta sem þekkist í flugi innan N-Ameríku og yfir Atlants- og Kyrrahafið og þetta er sömuleiðis mesta framboðið á flugi til Rómönsku Ameríku,“ segir Gudrun Gorner. Hún bætir því við að í fyrra hafi meira en 143 milljónir farþegar flogið með United til þeirra 338 flugvalla sem félagið flýgur til og dreifast áfangastaðirnir yfir fimm heimsálfur. Í flugi United, til og frá Keflavíkurflugvelli, verður boðið upp á þrjú farrými og fylgir farangur með ódýrustu miðunum. Einnig allar veitingar og áfengir drykkir.

Þegar United hóf sölu á farmiðum til Íslands fyrir mánuði bar Túristi saman fargjöld United og samkeppnisaðilanna á í fluginu til New York. Notast var við jómfrúarflugið 24.maí og heimferð viku síðar. Það er skemmst frá því að segja að ódýrustu fargjöld félaganna fjögurra er nær óbreytt nema nú hefur Icelandair hafið sölu á farmiðum án farangursheimildar. Þeir sem vilja hins vegar taka með þyngri handfarangur, velja sér sæti og innrita farangur borga mismunandi mikið fyrir miðana sína.


Smelltu hér til að gera eigin verðsamanburð á flugmiðum til New York

Nýtt efni

Almennu hlutafjárútboði Play lauk í gær og bárust tilboð upp á 105 milljónir króna en lagt var upp með að selja nýtt hlutafé fyrir allt að 500 milljónir króna. Þátttaka almennings í hlutafjáraukningu Play í nóvember 2022 var heldur ekki í takt við framboð. Þá lögðu stærstu hluthafar félagsins því til 2,3 milljarða króna. Það …

Bandarísk flugfélög hvetja Biden-stjórnina í Bandaríkjunum til að gefa ekki út fleiri flugleyfi fyrir kínverska keppinauta þeirra í flugi milli Kína og Bandaríkjanna. Vísað er til samkeppnishindrana sem flugmálayfirvöld í Kína beita erlend flugfélög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna gaf það út í febrúar að kínversk flugfélög gætu boðið allt að 50 flugferðir á …

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …

Kínverski bílaframleiðandinn Chery virðist vera að ná samningum um að eignast fyrstu verksmiðju sína í Evrópu, nánar tiltekið í katalónska höfuðstaðnum Barselóna á Spáni. Um er að ræða verksmiðju sem Nissan lokaði árið 2021 og er markmið yfirvalda á Spáni og héraðsstjórnarinnar í Katalóníu að endurheimta þau 1.600 störf sem þá glötuðust. Nú hefur katalónski …