Samfélagsmiðlar

Ennþá hægt að taka skíðin með án aukagjalds

Farangursheimildina hjá Icelandair má nota fyrir skíðabúnað en flugfélagið hefur boðað breytingar í haust.

skidi sviss t

Ferðalagið í svissnesku skíðabrekkurnar hefur styst með beinu flugi til Zurich.

Ef stefnan er sett á skíðasvæðin í Ölpunum í vetur þá hefur beinu flugleiðunum fjölgað um eina frá því í fyrra því í vetur mun Icelandair fljúga alla fimmtudaga og sunnudaga til Zurich. Auk þess flýgur WOW vikulega til Salzburg, Icelandair daglega til Munchen og easyJet tvisvar í viku til Basel frá og með byrjun febrúar. Auk þess bjóða Vita og Úrval-Útsýn upp á pakkaferðir í tengslum við leiguflug til Verona en ekki eru í boði stakir flugmiðar í þær ferðir. Valkostirnir eru því ekki margir og ennþá færri ef fólk vill fara í styttri skíðaferðir en vikulangar.

Þeir sem kjósa svo að standa á eigin skíðum í brekkunum vita að flugfélögin rukka töluvert fyrir að ferja skíðabúnaðinn til útlanda. Hjá WOW air er gjaldið 11.198 krónur, easyJet tekur 10.464 krónur (84evrur) og Icelandair 9.400 kr. Hjá því síðastnefnda er hins vegar hægt að innrita skíðin í staðin fyrir ferðatösku og þannig komast hjá aukagjaldinu því hjá Icelandair fylgir farangursheimild með ódýrustu fargjöldunum. Stjórnendur Icelandair hafa hins vegar boðað breytingar á því nú í haust en hvort þær verði til þess að farmiði með skíðabúnaði hækki eða lækki í verði skal ósagt látið. Í dag er þó hægt að finna flug, báðar leiðir, með Icelandair til Zurich og heim aftur á 40.125 kr. á nokkrum dagsetningum í vetur og innifalið í verðinu er heimild fyrir innritaðan farangur og handfarangurstösku sem má vera 10 kíló. Til samanburðar kostar ódýrasti farmiðinn með WOW til Salzburg með skíðum og handfarangri 2 þúsund krónum meira. Farmiðarnir með Icelandair til Munchen eru ennþá ódýrari eða á tæpar 36 þúsund krónur.

Kosturinn við skíðaflug til Zurich er hins vegar sá að þaðan ganga lestir með jöfnu millibili í átt að skíðasvæðunum, t.d. til nokkurra þeirra sem komast á lista Telegraph yfir þau bestu í Sviss.

 

 

 

 

Nýtt efni

Þessar niðurstöður komu í ljós í könnun sem Jacques Delors-stofnunin gerði í mars í þessum löndum, en niðurstöðurnar fóru ekki mjög hátt fyrr en The Guardian gerði þær að umtalsefni á dögunum. Niðurstöðurnar þykja nefnilega athyglisverðar í ljósi þess að mikið hefur verið rætt um að bakslag hafi orðið í stuðningi almennings í Evrópu við aðgerðir í umhverfismálum. Könnunin …

Almennu hlutafjárútboði Play lauk í gær og bárust tilboð upp á 105 milljónir króna en lagt var upp með að selja nýtt hlutafé fyrir allt að 500 milljónir króna. Þátttaka almennings í hlutafjáraukningu Play í nóvember 2022 var heldur ekki í takt við framboð. Þá lögðu stærstu hluthafar félagsins því til 2,3 milljarða króna. Það …

Bandarísk flugfélög hvetja Biden-stjórnina í Bandaríkjunum til að gefa ekki út fleiri flugleyfi fyrir kínverska keppinauta þeirra í flugi milli Kína og Bandaríkjanna. Vísað er til samkeppnishindrana sem flugmálayfirvöld í Kína beita erlend flugfélög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna gaf það út í febrúar að kínversk flugfélög gætu boðið allt að 50 flugferðir á …

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …