Samfélagsmiðlar

Kalla eftir eflingu landsbyggðarflugvalla

Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar segir það ólíðandi að millilandaflugi til og frá Akureyrarflugvelli sé stefnt í voða vegna aðstöðuleysis.

akureyri egilsstadir

Flugstöðvarnar við alþjóðaflugvellina á Akureyri og Egilsstöðum.

Síðastliðinn hálfan mánuð hefur það gerst tvívegis að flugmenn farþegaþota hafa hætt við að lenda á Akureyrarflugvelli vegna veðurs og þess í stað haldið til Keflavíkurflugvallar með hópa breskra ferðamanna. Skorti á sérstökum lendingarbúnaði er kennt um að flugmennirnir gátu ekki lent á Akureyri þrátt fyrir slæmt skyggni. Forsvarsfólk ferðamála fyrir norðan lýsti yfir áhyggjum sínum af stöðunni í vikunni en von er um 2.500 breskum ferðamönnum í sérstakar norðurljósaferðir um Norðurland nú í janúar og febrúar.

Í tilkynningu sem stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar sendi frá sér í dag er tekið undir kröfuna um að aðbúnaðurinn á Akureyrarflugvelli verði bættur, til að mynda með uppsetningu lendingarbúnaðar og stækkun flugstöðvarinnar. „Það er ólíðandi að millilandaflugi til og frá Akureyri, sem unnið hefur verið markvisst að á vettvangi ferðaþjónustunnar og stjórnvalda sé stefnt í voða með þessum hætti. Auk þess að setja upp svokallaðan ILS aðflugsbúnað fyrir aðflug úr norðri á Akureyrarflugvelli þarf að ráðast í að bæta flughlað og huga að stækkun á flugstöðinni þannig að hægt sé að sinna millilandaflugi og þjónustu við flugfarþega með viðunandi hætti. Í þessu samhengi er minnt á mikilvægi Akureyrarflugvallar sem varaflugvallar fyrir millilandaflug,“ segir í tilkynningunni.

Þar er jafnframt bent á að Samtök ferðaþjónustunnar hafi ítrekað bent á að viðhaldi flugvallarmannvirkja og endurnýjun flugleiðsögubúnaðar sé ábótavant og hefur svo verið um langt árabil. „Ljóst er að til að sinna lágmarksviðhaldi á þeim 13 flugvöllum, öðrum en Keflavíkurflugvelli, sem innanlandsflug er stundað á, vantar, þegar á þessu ári, um 400 milljónir króna skv. nýsamþykktum fjárlögum. Við óbreytt ástand verður ekki unað, enda óásættanlegt fyrir ferðamenn, innlenda jafnt sem erlenda, að flugsamgöngum sé ógnað með þessum hætti og kerfinu leyft að grotna niður. Til að hægt sé að nýta þau tækifæri sem felast í beinu millilandaflugi, bæði á Norður- og Austurlandi yfir vetrarmánuðina verða innviðir að vera fullnægjandi. Um leið eflist innanlandsflug hér á landi.“

Nýtt efni

Almennu hlutafjárútboði Play lauk í gær og bárust tilboð upp á 105 milljónir króna en lagt var upp með að selja nýtt hlutafé fyrir allt að 500 milljónir króna. Þátttaka almennings í hlutafjáraukningu Play í nóvember 2022 var heldur ekki í takt við framboð. Þá lögðu stærstu hluthafar félagsins því til 2,3 milljarða króna. Það …

Bandarísk flugfélög hvetja Biden-stjórnina í Bandaríkjunum til að gefa ekki út fleiri flugleyfi fyrir kínverska keppinauta þeirra í flugi milli Kína og Bandaríkjanna. Vísað er til samkeppnishindrana sem flugmálayfirvöld í Kína beita erlend flugfélög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna gaf það út í febrúar að kínversk flugfélög gætu boðið allt að 50 flugferðir á …

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …

Kínverski bílaframleiðandinn Chery virðist vera að ná samningum um að eignast fyrstu verksmiðju sína í Evrópu, nánar tiltekið í katalónska höfuðstaðnum Barselóna á Spáni. Um er að ræða verksmiðju sem Nissan lokaði árið 2021 og er markmið yfirvalda á Spáni og héraðsstjórnarinnar í Katalóníu að endurheimta þau 1.600 störf sem þá glötuðust. Nú hefur katalónski …