Samfélagsmiðlar

Airbnb skjólstæðingur stærstu lögmannsstofu landsins

Umsvif bandarísku gistimiðlunarinnar eru það mikil hér á landi að fyrirtækið er nú viðskiptavinur hjá Logos. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar eru boðaðar skýrari reglur um skammtímaleigu á húsnæði.

Mynd: Sigurjón Ragnar/sr-photos.com

Útbreiðsla Airbnb hér á landi heldur áfram að aukast í stórum stökkum.

Þó vöxtur Airbnb hér á landi yrði helmingi hægari í ár en hann var á því síðasta þá myndi fyrirtækið engu að síður selja fleiri gistingar hér á landi en öll hótel landsins gerðu samanlagt í fyrra. Á nýliðnu ári tvöfölduðust nefnilega umsvif Airbnb á meðan gistinóttum á hótelum fjölgaði um innan við fimmtung miðað við útreikninga sem byggja á tölum af Mælaborði ferðaþjónustunnar og vef Hagstofunnar. Þessar tölur ná yfir allt síðasta ár að desember undanskildum og samkvæmt þeim bókuðu viðskiptavinir Airbnb að jafnaði 268 þúsund gistinætur í hverjum mánuði í fyrra á meðan meðaltalið var 360 þúsund nætur hjá hótelunum.

Þegar allt árið 2017 verður gert upp má gera ráð fyrir að Airbnb hafi selt um ríflega þrjár milljónir gistinga og að hótelnæturnar hafi verið rúmlega 4 milljónir. Í gistinóttum talið er stærð Airbnb því um 74% af hótelmarkaðnum en hlutfallið var 43 prósent í fyrra. Þess ber að geta að tölurnar yfir umsvif Airbnb eru byggðar á rannsóknum fyrirtækisins Airdna enda vilja forsvarsmenn Airbnb ekki lengur gefa upp nákvæmar tölur um umsvif sín líkt og þeir voru viljugir til fyrir nokkrum árum síðan. Talskona Airbnb sagði í svari sínu til Túrista í haust að aðferðarfræði Airdna væri ónákvæm en forsvarsmenn þess vilja meina að sú gagnrýni eigi ekki við rök að styðjast líkt og Túristi fjallaði um.

Í ljósi stærðar Airbnb á íslenska markaðnum er ljóst að hagsmunir þess eru miklir hér á landi og endurspeglast meðal annars í því að bandaríska gistimiðlunin er einn af skjólstæðingum stærstu lögmannstofu landsins, Logos. Það staðfestir Helga M. Óttarsdóttir, framkvæmdastjóri Logos, í svari til Túrista og segir hún stofuna hafa sinnt lögfræðiverkefnum af ýmsu tagi fyrir Airbnb. Aðspurð um hvort verkefni Logos fyrir bandaríska fyrirtækið snúi líka að samskiptum við íslensk stjórnvöld þá ítrekar Helga aðeins fyrra svar sitt. En í ljósi þess að ráðherrar og sveitastjórnarfólk hér á landi hefur líst yfir áhuga á að herða reglur um starfsemi Airbnb þá má telja líklegt að fyrirtækið hafi fengið í lið með sér íslenska sérfræðinga til að verja hagsmuni sína gagnvart stjörnvöldum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir til að mynda að setja þurfi skýrari reglur um skammtímaleigu á íbúðarhúsnæði til ferðamanna þar sem vöxturinn í þess háttar starfsemi hafi haft afgerandi áhrif á húsnæðismarkað víða um land.

Nýtt efni

Um síðustu mánaðamót var greint frá því á borgarvef Amsterdam að innan marka hennar væri að finna 10 snjalldælur sem ökumenn gætu nýtt sér án endurgjalds. Það sem greinir snjalldælu frá þessum hefðbundnu, sem ökumenn geta nálgast víða til að dæla lofti í bíldekkin, er að þær tryggja að þrýstingur sé réttur. Margir ökumenn hafa …

Eins og raunin var í gær, þá fá ferðamenn ekki að fara upp á Akrópólishæðina í Aþenu um miðjan daginn vegna óvenjulega mikils hita miðað við árstíma. Engum verður hleypt upp á hæðina frá hádegi til klukkan fimm síðdegis. Sama gildir um aðra fornleifastaði í landinu, sem ferðamenn sækjast eftir að skoða. Allir sem hafa …

Í byrjun síðasta vetrar hóf Easyjet að fljúga tvisvar í viku milli London og Akureyrar. Aldrei áður höfðu áætlunarferðir verið í boði á þessari flugleið og íbúar á Norðurlandi tóku þessari nýjung fagnandi og voru í meirhluta sætanna í þotum breska flugfélagsins. Þetta mátti sjá á tölum norðlenska gististaða því breskum gestum fjölgaði ekki ýkja …

Ákvörðun Evrópusambandsins um að leggja allt að 38,1 prósents viðbótartoll á kínverska rafbíla vekur áhyggjur margra í alþjóðlega viðskiptaheiminum. Verndartollum er ætlað að hemja samkeppni að utan, reisa varnir á heimavelli, en leiða auðvitað gjarnan til þess að mótaðilinn svarar fyrir sig. Það óttast einmitt evrópskir framleiðendur, sem háðir eru viðskiptum við Kína, að gerist …

Vorið 2021, stuttu áður en Play fór í loftið í fyrsta sinn, efndi félagið til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Í kjölfarið voru bréfin skráð á First North Growth í Kauphöllinni en um þann markað gilda ekki eins strangar reglur og Aðalmarkað Nasdaq. Í tengslum síðustu hlutafjáraukningu, sem lauk í apríl síðastliðnum, var …

Viðskiptastríð vesturveldanna og Kína heldur áfram að þyngjast því fyrr í dag gaf Evrópusambandið út að 38,1 prósent innflutningstollar yrðu lagðir á kínverska rafbíla frá og með næsta mánuði. Sú hækkun bætist við þann 10 prósent toll sem í dag ríkir á innflutning rafbíla frá Kína til aðildarríkja ESB. Þessi viðbótartollur hefur verið yfirvofandi síðustu …

Það var í júní 2014 sem breska lággjaldaflugfélagið Flybe, sem nú er gjaldþrota, hóf áætlunarflug til Íslands frá Birmingham. Flugleiðin stóð ekki undir væntingum stjórnenda Flyby og var lögð niður eftir níu mánuði. Þá tók Icelandair við keflinu og hélt úti tíðum ferðum milli Íslands og þessarar næstfjölmennustu borgar Bretlands fram í ársbyrjun 2018. Síðan …

Í Bandaríkjunum eru lestarsamgöngur ekki eins góðar og í Evrópu og þurfa þeir sem ætla að sækja komandi landsfundi Demókrata og Repúblikana annað hvort að keyra eða fljúga á fundarstað. Af þeim sökum hefur bandaríska flugfélagið United Airlines bætt við 118 flugferðum til og frá Chicago í ágúst í tilefni af landsfundi Demókrata. Repúblikanar hittast …