Samfélagsmiðlar

Rauðu dagar ársins

Hér eru frídagarnar 11 sem bætast við orlofsdagana í ár.

Í fyrra og hittifyrra röðuðust 10 lögbundnir frídagar á virkan dag en árið 2018 er ögn hagstæðara fyrir hinn almenna launamann því nú verða rauðu dagarnir einum fleiri. Þeir sem ætla að teygja á orlofinu með að því að tengja það við rauðan dag hafa því nokkur færi á því og þá helst í kringum helgarnar í maí. Aftur er 17. júní hins vegar um helgi, núna á sunnudegi.

Rauðir dagar 2018

Nýársdagur, 1.janúar – mánudagur
Skírdagur, 29.mars – fimmtudagur
Föstudagurinn langi, 30.mars – föstudagur
Annar í páskum, 2.apríl – mánudagur
Sumardagurinn fyrsti, 19.apríl – fimmtudagur
Baráttudagur verkalýðsins, 1.maí – þriðjudagur
Uppstigningardagur, 10.maí – fimmtudagur
Annar í hvítasunnu, 21.maí – mánudagur
Frídagur verslunarmanna, 6.ágúst – mándagur
Jóladagur, 25.desember – þriðjudagur
Annar í jólum, 26.desember – miðvikudagur

Hér sérðu hvert verður flogið beint í vor, sumar og í haust og smelltu hér til að gera verðsamanburð á hótelum og bílaleigubílum

Nýtt efni
Icelandair

"Við erum sannfærð um að víðtæk reynsla okkar úr fluggeiranum og virðisaukandi nálgun muni styðja við vöxt Icelandair til hagsbóta fyrir alla hluthafa." Þetta fullyrti Matthew Evans, framkvæmdastjóri hjá Bain Capital Credit, í tilkynningu sem gefin var út í tengslum við kaup bandaríska sjóðsins á 16,6 prósent hlut í Icelandair í júní 2021 fyrir 8,1 …

Það voru 137 þúsund útlendingar sem fóru í gegnum vopnaleitina á Keflavíkurflugvelli í apríl en talningin sem þar fer fram, á þjóðernum farþega, hefur lengi verið nýtt til að leggja mat á fjölda ferðamanna hér á landi. Samkvæmt þessum niðurstöðum fækkaði ferðamönnum um fjögur prósent í síðasta mánuði en hins vegar fjölgaði flugferðunum um 5 …

„Dómur Hæstaréttar í vikunni, um lögmæti kyrrsetningar Wow-þotunnar í mars 2019, byggði á lögum sem þá giltu. Árið 2022 tóku í gildi ný lög og dómurinn í vikunni hefur því afar takmarkað fordæmisgildi," segir Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður bandarísku flugvélaleigunnar ALC, sem staðið hefur í málaferlum við Isavia frá því að Wow Air varð gjaldþrota …

Samkvæmt þeim gögnum sem Evrópska ferðamálaráðið (ETC) vann úr frá ýmsum áfangastöðum í álfunni fjölgaði komum erlendra ferðamanna um 7,2 prósent og gistinóttum um 6,5 prósent á fyrsta ársfjórðungi. Umsvif í ferðaþjónustunni halda því áfram að aukast, á heildina litið voru fleiri á ferðinni á fyrstu mánuðum 2024 en á sama tíma árið 2019 og …

Síðustu þrjá áratugi hefur Syndicat des Boulangers-Pâtissiers du Grand Paris boðið fremstu bökurum borgarinnar að etja kappi við að baka brauðið sem hefur svo mikið menningarlegt gildi í huga frönsku þjóðarinnar að árið 2022 komst það á sérstaka verndarskrá UNESCO. Flestir hafa að öllum líkindum bragðað baguette brauðið sem lítur ströngustu reglum, og reyndar lögum, …

Breska hagkerfið dregst ekki lengur saman því verg landsframleiðsla jókst um 0,6 prósent á milli janúar og mars samkvæmt tölu sem breska hagstofan birti í morgun. Jeremy Hunt, fjármálaráðherra Bretlands, fagnaði niðurstöðunni og sagði hagkerfið á batavegi eftir nokkur erfið ár. Almennt er talað um að kreppa sé skollin á þegar samdráttar hefur gætt í …

Hlutur hreinna, endurnýjanlegra orkugjafa í raforkuframleiðslu heimsins er nú í fyrsta skipti kominn yfir 30 prósent. Þetta sýna nýjar tölur um raforkuframleiðslu á heimsvísu, fyrir árið 2023. Það er sjálfstætt alþjóðlegt rannsóknarsetur á sviði loftslags- og orkumála, Ember, sem heldur þessum tölum til haga. Í glóðvolgri skýrslu um málið fullyrða rannsakendur að á síðasta ári hafi …

Flugfélagið Play safnaði 10 milljörðum króna í hlutafé árið 2021 og fékk 2,3 milljarða til viðbótar frá stærstu hluthöfunum í nóvember árið eftir. Í nýafstaðinni hlutafjáraukningu bættust við 4,6 milljarðar og í kjölfarið tók listi yfir stærstu hluthafana nokkrum breytingum. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta til að mynda orðinn stærsti einstaki hluthafinn með 8,8 prósent en …