Samfélagsmiðlar

Hækka fargjaldið vegna aukins kostnaðar á Keflavíkurflugvelli

Frá og með fimmtudeginum hækkar farið með Flugrútunni í 2.950 krónur. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að rekja megi verðbreytinguna til útboðs Isavia á rútustæðunum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Honum þykir fyrirtækin sem sinna fólksflutningum til og frá flugstöðinni ekki sitja við sama borð.

flugrutan

Um mánaðarmótin tekur gildi nýtt fyrirkomulag í tengslum við rútuferðir frá Keflavíkurflugvelli í kjölfar útboðs Isavia á aðstöðu fyrir sætaferðir frá flugstöðinni. Um leið verður dýrara fyrir flugfarþega að nýta sér ferðir fyrirtækjanna tveggja sem buðu hæst í útboðinu og fá þar með einkaaðgang að rútustæðunum beint fyrir framan komusal Leifsstöðvar.

„Frá og með 1. mars fer fargjald Flugrútunnar upp í 2.950 krónur og er það vegna aukins kostnaðar við Keflavíkurflugvöll sem rekja má til útboðs Isavia,” segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. En fyrirtækið átti hæsta boðið í útboðinu og þarf hér eftir að greiða Isavia 41,2% af tekjum sínum af þeim akstrisem á upphafsstað frá Leifsstöð. Sem dæmi nefnir Björn að miðasala í rútu, sem keyri frá flugstöðinni með 50 farþega, nemi um 147 þúsund krónum og þar af fái Isavia 60 þúsund krónur.

Verðbreytingin í næstu viku er önnur hækkunin hjá Flugrútuinni síðan í haust þegar farið hækkaði um 200 krónur í 2.700 kr. Björn segir að samhliða verðhækkununum þá muni Flugrútan bjóða sérstök afsláttarfargjöld fyrir þá sem ferðast reglulega með rútunni. Einnig verður þjónustan við BSÍ efld fyrir ferðamenn sem eru á leið þaðan á gististað. Enginn á heldur að þurfa að bíða lengur en í 20 mínútur eftir því að rúturnar keyri frá Leifsstöð.

Tekjurnar af stæðunum aukast verulega

Hópbílar, sem buðu næsthæst í útboðinu, munu greiða þriðjung af sinni veltu og þar með aukast tekjur Isavia, af rútustæðunum beint fyrir fram komusalinn upp í að lágmarki nærri 290 milljónir á ári. Það eru umtalsvert hærri álögur en hafa verið hingað til. Og áhrifanna mun ekki aðeins gæta í miðaverði Flugrútunnar heldur líka hjá Hópbílum/Airport Direct en þar mun farið líka kosta 2.990 krónur og verðskrá fyrirtækisins hækkar umtalsvert um mánaðarmótin líkt og Túristi hefur áður fjallað um.

Um leið og álögur aukast á stæðunum fyrir framan komusalinn þá hefst gjaldheimta á rútustæðunum sem eru handan við skammtímabílastæði flugstöðvarinnar. Þar er stoppistöð Strætó í dag og þaðan mun Gray Line/Airport Express gera út frá og með mánaðarmótum. Afnotin af stæðinu hafa ekki kostað neitt hingað til en gjaldið verður 19.900 krónur fyrir hefðbundna hópferðabíla frá og með 1. mars og er það greitt í hvert skipti sem ekið er inn á stæðið.

Ríkið niðurgreiðir Strætó en rukkar rútufyrirtækin

Forsvarsmenn Keflavíkurflugvallar hafa hins vegar gefið út að Strætó muni fá frían aðgang að öðru stæði á flugvallarsvæðinu og þykir Birni það skjóta skökku við. „Á sama tíma og við þurfum að greiða ríkisfyrirtæki háar þóknanir fyrir aðstöðuna á Keflavíkurflugvelli þá fær Strætó, sem er nú þegar niðurgreiddur af ríkinu, frítt stæði við flugstöðina.” Björn ítrekar að hann geri ekki athugasemdir við strætóakstur frá flugstöðinni, til dæmis fyrir starfsfólk, en segir það greinilegt að það sitji ekki allir við sama borð. Að hans mati væri réttast að Strætó yrði áfram á sama stað og í dag en myndi þá borga það sama og önnur fyrirtæki sem nýta sér þá aðstöðu.

Hin nýja gjaldtaka á þessu svokallaða safnstæða, sem hefst í næstu viku, er nú til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu eftir að forsvarsmenn Gray Line kærðu hana. Að mati Björns er ekki ólíklegt að Samkeppniseftirlitið muni láta málið til sín taka.

Nýtt efni

Margir sem eru að basla í ferðaþjónustu fjarri höfuðborgarsvæðinu horfa öfundaraugum til Suðurlands, sem nýtur nálægðar við Keflavíkurflugvöll og Reykjavík - og státar af áfangastöðum sem ferðamenn sækjast eftir að heimsækja og hafa verið mjög vel kynntir síðustu áratugi.   Það er stöðugur straumur ferðamanna um Suðurland, meðfram „gullströndinni,“ sem hótelhaldarinn fyrir austan nefndi svo - …

Löngu áður en hið svokallaða „Bulletproof“ kaffi leit dagsins ljós settu Tíbetar smjörklípu út í morgunteið sitt til að byrja daginn á rjúkandi og næringarríkan hátt. Í köldu háfjallalofti Himalaja-fjallanna hefur þessi salti, rjómakenndi og hitaeiningaríki drykkur orðið að daglegri hefð sem er ómissandi í matarmenningu þjóðarinnar.Á máli heimamanna nefnist drykkurinn „po cha,“ sem einfaldlega …

Í nærri fimmtán hafa Icelandair og bandaríska flugfélagið Jetblue átt í samstarfi sem gerir viðskiptavinum þeirra kleift að kaupa tengiflug með hinu félaginu á einum miða og innrita farangur alla leið. Þannig getur farþegi sem ætlar héðan til Orlando í sumar keypt farið alla leið hjá Icelandair þó flogið sé með Jetblue seinni legginn, frá …

Aspasinn fyrirfinnst í þremur litbrigðum – hvítur, grænn og fjólublár. Hér er í raun um að ræða sömu plöntuna en afbrigðin hafa ólíka eiginleika og ræðst liturinn af því ásamt hlutfalli sólarljóss við ræktunina. Þetta næringarríka grænmeti er ein þeirra matjurta sem maðurinn hóf fyrst að rækta en elstu heimildir um aspasræktun eru um 2.000 …

Það voru vísbendingar um offramboð á flugi héðan til London og Frankfurt síðastliðinn vetur að mati stjórnenda Icelandair. Nú er hins vegar útlit fyrir nokkru færri brottfarir til beggja þessara borga á komandi vetri. Þannig hefur Wizz Air ekki lengur á boðstólum flug til Íslands frá London og þar með dregst framboð á flugi hingað …

Ferðaskrifstofur sem selja Íslandsferðir horfa nú í auknum mæli á eftir viðskipavinunum til Noregs þar sem verðlagið er skárra. Norskir ferðafrömuðir eru líka brattir í viðtölum þessa dagana og almennt sammála um að nýliðinn vetur hafi gengið vel og sumarið verði „dúndurgott" eins og það síðasta. Og opinberar tölur sýna að veturinn gekk vel í …

Þrotabú Wow Air hefur höfðað 11 riftunarmál vegna greiðslna til kröfuhafa flugfélagsins fyrir gjaldþrot þess í mars 2019. Fyrrum forstjóra flugfélagsins og eigenda, Skúla Mogensen, er stefnt til greiðslu skaðabóta í öllum þessum málum. Auk þess er farið fram á skaðabætur frá fyrrum stjórn fyrirtækisins í níu málum. Í stjórninni sátu Liv Bergþórsdóttir, sem var …

Þingmennirnir Jóhann Páll Jóhannsson (S) og Óli Björn Kárason (D) eru ekki bjartsýnir á að Alþingi nái að afgreiða þingsályktuntillögu Lilju Alfreðsdóttur (B), ráðherra ferðamála, um nýja ferðamálastefnu til ársins 2030. Þetta kom fram í máli þingmannanna í pallborðsumræðum á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í fyrradag. Ráðherrann tók líka þátt í pallborðinu og átti þar lokaorðin. …