Samfélagsmiðlar

Er innanlandsflug dýrara en Evrópuflug?

Í umræðunni um innanlandsflug er því stundum haldið fram að það sé dýrara að fljúga á milli landshluta en heimshluta. Hér er gerð tilraun til að kanna hvort að svo sé. Alla vega eins og staðan er í dag.

flugvel innanlands isavia

Norðmaður sem bókar í dag far frá Frøde, Þrándheimi eða Røros til Óslóar borgar að jafnaði 36% minna fyrir ferðalagið en sá sem ætlar að fljúga frá Ósló til Amsterdam, London eða París á næstunni. Og Svíi sem pantar innanlandsflug til Stokkhólms borgar 35% minna en farþeginn sem flýgur frá sænsku höfuðborginni til evrópsku borganna þriggja. Og verðmunurinn er líka innanlandsfluginu í hag þegar borin eru saman lægstu fargjöldin með Air Iceland Connect frá Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði. Þau eru að jafnaði 29% lægri en farþegum á Keflavíkurflugvelli býðst ef ferðinni er heitið til Parísar, London eða Amsterdam. Meðalverðið hjá flugfélaginu Ernir, til Reykjavíkur frá Húsavík, Höfn og Vestmannaeyjum, er hins vegar 1% hærra en Evrópuflugið kostar en þess ber að geta að hjá Erni fá félagsmenn í ákveðnum stéttarfélögum ódýrari farmiða en almennir farþegar.

Þetta sýna niðurstöður verðkönnunar Túrista þar sem borin voru saman fargjöld á 25 flugleiðum hér á landi og í Noregi, Svíþjóð og Skotlandi á fjórum mismunandi dagsetningum. Sú fyrsta er í lok næstu viku og sú síðasta seinni hlutann í júní. Meðalverðið sem fundið var nær þannig yfir bókanir sem gerðar eru með stuttum og löngum fyrirvara en einnig yfir virka daga eða helgi. Eins og gefur að skilja eru möguleikarnir óteljandi þegar verð á flugi er borið saman en neðst í greininni má sjá hvaða flugleiðir voru kannaðar og á hvaða dögum.

Skotar sér á báti

Túristi skoðaði einnig stöðuna í Skotlandi og hún er allt önnur en í hinum löndunum því Skotar borga rúmlega tvöfalt meira fyrir innanlandsflug, frá Killwall eða Stornoway til Edinborgar, en þeir greiða fyrir flug frá skosku höfuðborginni til Amsterdam eða Parísar. Meginskýringin á þessu er ekki sú að það sé óvenju ódýrt að fljúga frá Edinborg til útlanda. Nei, þessi mikli munur skrifast á þá staðreynd að innanlandsflugið frá þessum tveimur skoskum bæjum er mun dýrara en þekkist í innanlandsflugi á Norðurlöndunum og er það í takt við niðurstöður könnunnar sem Túristi gerði í haust.

Þetta er athyglisvert í ljósi þess að flug frá Killwall og Stornoway eru hluti af Skosku leiðinni svokölluðu og geta íbúar á svæðunum í kringum þessa flugvelli fengið styrk fyrir helmingi fargjaldsins hjá skoska ríkinu. En í ljósi þessa háa farmiðaverðs í Skotlandi vaknar sú spurning hvort ríkisstyrkurinn hafi neikvæð áhrif á flugverðið og þá helst fyrir þá íbúa Skotlands sem ekki njóta niðurgreiðslunnar. Og um leið dragi þetta háa farmiðaverð úr áhuga ferðamanna á skosku innanlandsflugi.


Dagsetningarnar í könnuninni voru 23-25. mars, 10-13. apríl, 17-21. maí og 19-22. júní. Flugleiðirnar sem skoðaðar voru: Akureyri-Reykjavík, Egilsstaðir-Reykjavík, Ísafjörður-Reykjavík, Höfn-Reykjavík, Vestmannaeyjar-Reykjavík, Húsavík-Reykjavík, Keflavík-Amsterdam, Keflavík-París, Keflavík-London, Þrándheimur-Ósló, Fördo-Ósló, Röros-Ósló, Ósló-London, Ósló-Amsterdam, Ósló-París, Sundsvall-Stokkhólmur, Visby-Stokkhólmur, Gautaborg-Stokkhólmur, Stokkhólmur-París, Stokkhólmur-London, Stokkhólmur-Amsterdam, Killwall-Edinborg, Stornoway-Edinborg, Edinborg-Amsterdam og Edinborg-París.

 

Nýtt efni

Árið 1970 barst Pattie Boyd nafnlaust og dularfullt ástarbréf frá einhverjum sem þráði hana afar heitt. Vandinn var bara sá að Pattie var þegar gift öðrum manni og ekki ófrægum; hún og George Harrison gítarleikari The Beatles höfðu búið saman í sex ár þegar bréfið barst Pattie.  „Ég skrifa þér þessa orðsendingu í þeim megintilgangi …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …