Samfélagsmiðlar

Tekjur á hvern farþega lækkuðu um fimmtung

Hlutfallslega fjölgaði farþegum WOW meira í fyrra en tekjunum en almennt fóru fargjöld lækkandi í fyrra. Félagið hefur ekki birt rekstrarniðurstöður síðasta árs.

wow gma Friðrik Örn Hjaltested

Hagnaður af rekstri WOW air árið 2016 nam 4,3 milljörðum samkvæmt tilkynningu sem félagið sendi frá sér í febrúarlok í fyrra. Félagið hefur ekki ennþá birt afkomu sína fyrir árið 2017 en í viðtali við Morgunblaðið í vikunni sagði Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi, flugfélagsins að velta þess í fyrra hefði numið 50 milljörðum. Í fyrrnefndu uppgjöri fyrir árið 2016 kom fram að veltan það ár hafi verið 36,7 milljarðar en þá flaug félagið með nærri 1,7 milljón farþega. Tekjur á hvern farþega hafa því árið 2016 numið rétt um 22 þúsund krónum sem var samdráttur upp á 4% frá árinu 2015.

Árið 2017 voru farþegar WOW air hins vegar um 2,8 milljónir en veltan, sem fyrr segir, 50 milljarðar. Það þýðir að tekjur á hvern farþega hafa verið um 17.500 krónur eða um fimmtungi lægri en árið 2016. Í ár gera áætlanir WOW air ráð fyrir um 3,7 milljón farþega og veltu upp á 70 milljarða. Þar með verða tekjur á hvern farþega nokkru hærri en í fyrra.

Eins og sjá má þá eru tölurnar um veltu og farþegafjölda hjá WOW air námundaðar og samanburðurinn er þar með ekki nákvæmur. Hann sýnir engu að síður að veltan hefur ekki haldist í hendur við farþegaukninguna sem er vísbending um að meðalflugfargjaldið hjá WOW hafi lækkað umtalsvert milli áranna 2016 og 2017. En hversu mikið er ómögulegt að ráða út frá þessum tölum því flugfélög hafa líka aðrar tekjur, t.d af fraktflugi.

Ódýrari farmiðar en aukin kostnaður

Almennt lækkuðu þó fargjöld í fyrra og það var ein meginástæða þess að stjórnendur Icelandair sendu frá sér afkomuviðvörun í febrúar í fyrra. Á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs lækkaði meðalfargjaldið hjá Icelandair um 13% en hina mánuði var það álíka og það hafði verið árið á undan. Í uppgjöri norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian, sem er stórtækt í flugi yfir Atlantshafið líkt og íslensku flugfélögin, lækkaði meðalfargjaldið fyrstu þrjá mánuðina í fyrra um 17% en allt árið nam lækkunin 9%. Á sama tíma hækkaði olíuverð um rúman fimmtung og hefur sú þróun haldið áfram í ár og er olíuverð núna nærri 40% hærra en það var í fyrra.

Samkeppnin heldur verðinu niðri

Sú staðreynd að olíuverðið hefur hækkað svona mikið er ástæða þess að sérfræðingar Arion banka gera ráð fyrir verri afkomu hjá Icelandair á fyrsta ársfjórðungi ársins. En uppgjörið verður kynnt í lok þessa mánaðar. Í greiningu bankans segir að meðalfargjöld verði að hækka til að vega upp á móti auknum kostnaði og óhagstæðri gengisþróun. Í viðtali við Túrista í vikunni sagði Skúli Mogensen hins vegar að hann ætti ekki von á því að fargjöld myndu hækka því samkeppnin væri hörð. „Núna reynir á að hafa betri kostnaðarstrúktur en samkeppnisaðilarnir”, bætti Skúli við.

Í því samhengi má benda á að WOW air hefur verið óvarið fyrir olíuhækkunum á meðan Icelandair kaupir rúmlega helming af öllu sínu eldsneyti á föstu verði fram í tímann. Sérfræðingar IATA, alþjóða samtaka flugfélaga, gera ráð fyrir að kaup á þotueldsneyti verði um fimmtungur af heildarkostnaði flugfélaga í ár.

 

 

Nýtt efni

Þegar heimsfaraldurinn hófst í febrúar árið 2020 lækkaði gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufyrirtækjum hratt og hjá Icelandair fór það niður um þrjá fjórðu fyrstu mánuðina eftir að landamærum var lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Gengið hélt svo áfram að lækka fram á haustið þegar efnt til hlutafjárútboðs þar sem hver hlutur var seldur á 1 …

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …

Norska flugfélagið Norwegian gerði upp annan ársfjórðung í gær en hlutabréf í félaginu féllu um 16 prósent í síðustu viku þegar afkomuspá ársins var lækkuð. Fjárfestar tóku þó uppgjör gærdagsins vel því bréfin hækkuðu um fimm af hundraði. Niðurstaðan hljóðaði upp á 477 milljónir norskra króna í hagnað fyrir skatt eða 6,1 milljarð íslenskra kr. …

Play mun fækka flugferðunum sínum til Norður-Ameríku um fjórðung í vetur í samanburði við þann síðasta líkt og FF7 greindi frá. Til viðbótar hefur félagið gert breytingar á flugáætlun sinni til Evrópu. Í sumum tilfellum fjölgar ferðunum en þeim fækkar í öðrum. Þannig gerir áætlunin fyrir september ráð fyrir tíu prósent færri ferðum en í …

Play er með fjóra áfangastaði Bandaríkjunum og einn í Kanada og býður félagið nú upp á daglegar ferðir til þeirra allra nærri allt árið um kring. Yfir vetrarmánuðina hefur Play þó dregið úr framboði en næsta vetur verður niðurskurðurinn meiri en áður. Næstkomandi nóvember er aðeins reiknað með 99 brottförum frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna og …

Nú í vikunni hafa mælingar í Noregi og Bandaríkjunum sýnt að verðlag í þessum tveimur löndum hjaðnar hraðar en greinendur höfðu reiknað með. Það sama er upp á teningnum í Svíþjóð en í morgun birti hagstofan þar í landi nýjar verðlagsmælingar sem sýna að verðbólga sl. 12 mánuði mælist nú 2,6 prósent. Ef vaxtakostnaður er …

Gengi hlutabréf í Icelandair hefur nú fallið um 61 prósent síðustu 12 mánuði og kostar hver hlutur í dag 86 aura. Í hlutafjárútboðinu sem efnt var til í september 2020, til að koma flugfélaginu í gegnum heimsfaraldurinn, var hluturinn seldur á 1 krónu. Stuttu eftir útboðið fór gengið eins langt niður og það er í …